Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 16
Stundaskrá
s E
1 1 o 1
w
n í/
4 1 ! 1 i
-0*4 'ujT
endur sem eflir tengsl og góðan anda
og kemur síðan til góða í kennslustund-
um.
Eg tel að aðaleinkenni þessarar vinnu
sé að hún er ótakmörkuð, bæði hvað
varðar tíma og inntak. Að vísu stendur í
kjarasamningi okkar kennara að vinna
við undirbúning kennslu skuli vera 1314
klst til viðbótar við þær 32Zi klst sem
bundnar eru í viðveru á viku hverri.
Ekki tíðkast það þó, þar sem ég þekki
til, að framvísa reikningi fyrir yfirvinnu
þótt undirbúningur eða vinna utan við-
veru fari fram yfir tilskilinn tíma, þ.e.
13 !4 klst á viku.
Kennari býr sig þvi undir kennslu,
safnar gögnum og lítur eftir vinnu nem-
enda o.s.frv. þegar aðrir eiga frí.
Þessi kvöld- og helgavinna hefur í
för með sér að kennaranum finnst að
vinnudegi sé aldrei lokið. Ýmist er hann
með hugann við atburði dagsins í skól-
anum eða hann er að skipuleggja næsta
dag í huganum. Þannig er vinnudag-
urinn tvískiptur: Fyrst kennslan, síðan
hvíldartími — sem nýtist þó ekki sem
hvíld ef ekki tekst að hrekja starfið úr
huganum — og loks kvöldvinnan, und-
irbúningurinn.
Álag sem fylgir hefðbund-
inni stundatöflu
Þegar unnið er eftir hefðbundinni
stundatöflu er kennslan bundin í stutt,
afmörkuð tímabil: 40 eða 80 mínútur
með 5-10 mínútna hléum á milli. Á
venjulegum vinnudegi kennara eru 6-7
slíkar einingar. Hléin notar kennarinn
til að ná til samkennara, sinna nem-
endum, nálgast hjálpargögn og tæki,
ganga frá í stofunni eða taka til fyrir
næsta tíma. Þetta gerist í mikilli tíma-
þröng þar sem kennari þarf að vera
mættur til að taka á móti nemendum
sínum í hvert skipti sem bjallan hringir.
Taktur hvers tíma er á ytra borði hinn
sami: það þarf að skapa ró í bekknum,
gefa fyrirmæli, sjá til þess að nemendur
takist á við verkefni og ljúki þeim áður
en tíminn er úti, ganga frá í stofunni
fyrir næsta tíma o.s.frv.
Slíkt kerfi er ákaflega viðkvæmt fyrir
truflun og meira eða minna óvæntum
viðburðum sem eru þó fylgifiskar skóla-
starfsins. Nægir að nefna heimsóknir
hjúkrunarkonu og kallkerfið. Flestir
kannast við að hafa einhvern tíma sagt:
Tíminn fór til ónýtis.
Einnig verður að hafa í huga að kenn-
arinn er sá eini sem fyrirfram er ráðinn í
því að vinna tiltekið verkefni í tíma. Það
er svo m.a. hlutverk hans að vekja
áhuga nemenda á viðfangsefninu og
sannfæra þá um að rétt sé að vinna það
í umræddum tíma. Atburður, sem
kennarinn telur truflandi, er því nem-
endum oft kærkomin tilbreyting.
Því oftar sem kennari skiptir um
nemendahóp þeim mun meiri orka fer í
kapphlaup við tímann og baráttu við
hið ytra form (aga, vinnufrið) og því
minni orku og tíma hefur harin afgangs
til að sinna hinu innra starfi og mynda
góð tengsl við nemendur.
Misjafnt vinnuálag
Kennarar vinna ákaflega mismikið utan
kennslustunda. Fer það m.a. eftir því
hvernig kennslu þeirra er háttað, hvort
þeir kenna mörgum bekkjum eina grein
eða fáum bekkjum margar greinar,
hvort þeir hafa tvo bekki í umsjón eða
einn. Bæði álag og vinna eykst eftir því
sem fleiri nemendur eru í hverri bekkj-
ardeild. Ennfremur búa skólar við mis-
jafnlega mikil vandamál eftir hverfum.
Vinnan er einnig mismikil eftir því
hvort um er að ræða bóklega kennslu
eða verklega. Umsjón með stofu, þar
sem fram fer verkleg kennsla, krefst
mikillar vinnu. Kennsla, sem byggð er á
því að nemendur vinni mikið sjálfstætt
og noti mörg hjálpargögn, krefst líka
ómældrar vinnu eigi allt að vera í góðu
lagi. Ég hef ástæðu til þess að ætla að
nýbreytni í kennsluháttum fylgi að jafn-
aði meiri vinna en hefðbundinni
kennslu.
Það vantar þó athugun á slíku og all-
an samanburð.
Eðlilegt væri að kennarar fengju
launagreiðslur í samræmi við þá vinnu
sem þeir leggja af mörkum umfram
453/í klst á viku. Svo er þó ekki heldur
virðist nánast hefð að kennarar ljúki
allri vinnu, sem starfi þeirra fylgir, án
þess að leiða hugann að því hvort vinnu-
framlag sé í samræmi við það sem um er
samið í kjarasamningum. Kennarar
líkjast í þessu meira verktökum en laun-
þegum. Þeir taka að sér að kenna
ákveðna grein eða sjá um tiltekinn hóp
nemenda og síðan er ekki rcett meira um
tíma eða laun íþvísamhandi.
Vegna þess að vinnan er unnin að
hluta um kvöld og helgar, og rennur
þannig saman við frítímann, er mörgum
ekki ljóst hve marga tíma þeir vinna í
raun og veru á viku.
16