Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 45
um til að firra sjálfa sig ábyrgð. Vita-
skuld hafa þessir þættir áhrif en hvernig
breytum við þeim? Það gerum við með
því að taka afstöðu og við breytum engu
nema þátttaka okkar sér virk.
En hvert er þá frelsi þess kennara sem
býr nemendur sína undir samrœmd
próf?
Frelsi hans virðist takmarkað. En við
verðum að líta á þetta frá fleiri en einni
blið. í hverju er frelsi hans fólgið?
Þegar stutt er til prófa og kennarinn
kappkostar að búa nemendur vel undir
þau eru frelsi hans settar þröngar skorð-
ur. En við megum ekki einblína á þetta.
Það er rétt að samræmd próf hefta
kennara sem vill fara aðrar leiðir. En
hvernig stendur á því að kennarar berj-
ast ekki fyrir því að þessi próf verði lögð
niður? Hvernig stendur á því að þeir
kennarar sem Evarta undan stýringu
,,að ofan“ láta ekki í ljós skoðanir sínar
°g reyna að breyta þessu? Það er ósann-
gjarnt að segja: „Kennarinn ber enga
abyrgð — hún er menntamálaráðuneyt-
isins.“ í rauninni ber menntamálaráðu-
neytið, sem sér um framkvæmd próf-
anna, ekki meiri ábyrgð á þessum próf-
um en kennarar í landinu — en að sjálf-
sögðu jafnmikla.
I ritgerð þinni gagnrýnir þú samrœmdu
prófin, þ.e. fyrirkomulag þeirra og eðli
á óvœginn hátt og telur þau jafnvel
standa heilbrigðu og þroskandi
skólastarfi fyrir þrifum. Þú leggur raun-
ar til að þau verði lögð niður. Hver eru
helstu rök þín fyrir þessu ?
Samræmd próf hafa farið fram á ís-
landi síðan 1929. (Því má skjóta hér inn
að þau eru e.t.v. miklu eldri. Fyrsta til-
raun til „samræmdra" vorprófa var
gerð 1880). En það sem einkennir sam-
ræmdu prófin, sem við búum nú við, er
að allir — heilir árgangar nemenda —
eru látnir þreyta þau. Nú má alls ekki
skilja orð mín svo að ég vilji taka upp
„landsprófið“ gamla sem einungis var
lagt fyrir hluta hvers árgangs. Slíkt væri
fráleitt. „Landsprófið“ hafði gengið sér
til húðar og var raunar um margt orðið
hálfgerður óhugnaður — ekki sjálf
prófin, verkefnin, heldur ýmislegt það
sem af þeim leiddi. Prófverkefnin voru
t.d. orðin biblía kennara, foreldra og
nemenda. Gömul prófverkefni voru
meira að segja gefin út og seid á frjáls-
um markaði. Allt snerist um prófin —
þau stýrðu kennslunni.
Þegar fyrirkomulagi prófanna var
breytt 1977 riðlaðist kerfið um tíma.
Það tók kennara og nemendur nokkur
ár að átta sig. Og margir mögluðu. Nú
eru menn farnir að kunna á þessi nýju
próf. Prófin eru aftur farin að ráða
ferðinni; ekki aðeins í 9. bekk heldur
einnig á dulin hátt í nánast öllum bekkj-
um grunnskólans. Þau hafa áhrif á við-
fangsefni, aðferðir og áhersluþætti.
Þessi duldu áhrif gera samræmdu
prófin hættuleg.
Það má nefna fleira. Þessi próf eru
t.d. mikil flokkunarvél. Og hvernig er sú
flokkun réttlætt? En það sem er hættu-
legast — og það gilti einnig um „lands-
prófið“ á sínum tíma og önnur svipuð
próf — eru hin duidu og deyfandi áhrif
samræmdu prófanna á viðhorf okkar til
starfsins, skólans, menntunar og ekki
síst á afstöðu okkar til nemendanna.
Skólinn er fyrir þá — eða hvað?
Eiga próf þá engan rétt á sér?
Jú, próf geta átt rétt á sér — jafnvel
sem hluti af gagnvirku mati. Sumt nám
er þannig að próf henta ágætlega. Sem
dæmi má nefna ákveðna þætti náms
sem.eiga að leiða til tiltekinna réttinda,
t.d. starfsréttinda. Einnig má nefna
námsgreinar eins og vélritun og skrift.
Það gefur auga leið að ætli einhver að
skrifa svo annar geti skilið þá skiptir að
frh. á bls. 62
45