Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 35

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 35
(V Isv SVONA GERUIVI VIO Kennslutæki eru notuð til að flytja nem- endum námsefni sem þeir geta numið með augum, eyrum eða öðrum skiln- ingarvitum. Tilgangurinn með kennsl- unni er að auka þekkingu en vandinn er í því fólginn að gera nemendum kleift að skilja og muna námsefnið. Séu kennslutæki notuð tekst oft betur en ella að glæða skilning á erfiðu efni og þá verður einnig betra að muna það. Kennslutæki í einhverri mynd hafa að líkindum fylgt mannkyninu frá örófi alda og tæknin þróast frá kroti í sand- inn til mynda á skjám tölva og sjón- varpstækja. Hin nýja tækni gerir kenn- urum m.a. kleift að miðla nemendum nýju og auknu efni um fjölbreyttan heim sem tekur sífelldum breytingum. Tæknin eykst með ári hverju en menn verða að huga vel að því hvernig henni er beitt við kennslu. Að öðrum kosti verða kjörleiðir í námi og kennslu vand- rataðri en ella. Hafa ber í huga að þróun þeirra kennslutækja, sem nú þykja fullkomn- ust, hófst í raun löngu áður en kennarar og aðrir höfðu mótað hugmyndir um það hvers skólinn þarfnaðist í þessum efnum. Skólinn getur hins vegar ekki sniðgengið þá tækni sem nú ryður sér til rúms á öllum sviðum þjóðlífsins. Skóla- menn geta einungis leitast við að velja hið besta en hafna því sem verra er. Val á tækjum er að sjálfsögðu miðað við fræðslustarfið en jafnframt er ljóst að tækin og tæknin sem slík hefur áhrif á nám og kennslu hvort sem kennarar og nemendur færa sér hana í nyt eða ekki. Raunar má búast við að ýmsar nýjungar á sviði kennslutækja muni hafa veruleg áhrif á nám og kennslu á næstu árum. 9m Lóðrétt tjald (rangtj Hallandi tjald (réttj 3m Myndin sýnir afstoðu myndvarpa og tjalds í stofunni. Myndvarpar Myndvarpinn er eitt vinsælasta kennslu- tækið í skólunum nú á dögum. Hann er ýmist notaður í stað krítartöflunnar eða ásamt henni. Myndvarpi þykir nauðsyn- legt tæki í hverri nútíma kennslustofu og hann er þegar fyrir hendi í öllum stofum í mörgum skólum. Tjaldið eða flöturinn, sem sýnt er á, þarf að vera þannig að myndin verði óbjöguð. Einnig verður að ganga úr skugga um að allir sjái myndina. í mörgum skólum er myndum varpað á mjög slæma sýningarfleti, t.d. bakhlið korta. Sums staðar hanga þó góð sýn- ingartjöld á vegg eða úr lofti en á fæst- um stöðum er nauðsynlegur halli á þeim. Tjaldið má ekki hylja aðra vinnufleti, s.s. krítartöfluna. Ekki er þó allt fengið með myndvarp- anum og tjaldinu. Leiðbeinendur verða að hafa glærur til að setja á myndvarp- ana. Lítið hefur verið framleitt af glær- um með íslensku námsefni til þessa. Þó hafa nokkrar glærur, sem henta grunn- skólum, komið út hjá Námsgagnastofn- un á síðustu misserum. Erlendis hefur mikið verið framleitt af glæru handa öllum skólastigum en fæstar þeirra henta til kennslu hér þar sem texti og myndefni er erlent. Kennarar hafa því mest notast við eigin glærur eða glærur samkennara sinna. Skólarnir eru mjög misvel búnir, hvað efni og áhöld snertir, til að framleiða námsefni á glærum. Er því rétt að minna á Kennsiumiðstöð Námsgagnastofnunar en þar er sæmileg aðstaða til glærugerðar og kennarar geta fengið leiðbeiningar um efni og áhöld. Skyggja má skýringarmyndir með mynstri. 34 Höfundur: Karl Jeppesen Teiknun Glærur skiptast í tvo aðalflokka: ljós- ritunarglærur og skrifglærur. Gæta þarf þess vel að setja ekki skrifgiærur í ljósrita; það eyðileggur ekki aðeins glæruna heldur einnig ljósritann. Geymið ekki skrifglærur nálægt ljósrit- unarvél. Hins vegar máskrifa og teikna á Ijósritunarglærur. Komnar eru á markað hér glærur sem eru línustrik- aðar, rúðustrikaðar (eins og í reiknings- bók) og glærur með miilímetrarúðum (fást t.d. í Pennanum). Með slíkum glærum má auka fjölbreytni við glæru- gerðina. Ljósritun Þegar ljósritað er á glæru er nauðsyn- iegt að frumritið sé gott Það sem á að ljósritast verður helst að vera kolsvart, ekki grátt, og bakgrunnurinn, sem á ekki að ljósritast, verður að vera hvítur. Sé ljósritað upp úr bók er nauðsynlegt að taka fyrst afrit af síðunni. Það sem ekki á að koma á glæruna er klippt burt og e.t.v. þarf að dekkja myndefnið með tússi. Næst er frumritið sett í ljósritann og út kemur góð glæra. Gæta þarf þess að letur sé nægilega stórt svo að þeir sem sitja fjærst tjaldinu greini það vel. Venjulegt ritvélaletur er of smátt. Staf- irnir mega ekki vera minni en 3-4 millí- metrar. Hafið ekki of mikið á glærunni. Myndflutningur Mönnum hefur hugkvæmst aðferð til að flytja myndir úr tímaritum á plast- filmu (bókaplast). Filmunni er síðan brugðið á myndvarpann líkt og giæru. Kostnaðurinn við þessa filmu- eða glærugerð er lítill miðað við það gildi sem slíkt kennsluefni getur haft í skóla- starfi. Reyndar er myndflutningur því aðeins mögulegur að pappírinn í tíma- ritinu sé húðaður. Eru það einkum bandarísk blöð sem eru prentuð á slíkan pappír. Hefur t.d. heppnast mjög vel að flytja myndir úr tímaritinu National Geographic á glærur. (Önnur rit: American Heritage, Scientific Ameri- can, Paris Match, Ladies Horne Jour- nal, New Yorker, True, School Arts, Cosmopolitan, The Physics Teacher, Playboy.) Kanna má hvort pappír er húðaður á eftirfarandi hátt: Vætið fingurgóm og strjúkið pappírinn laust. Ef rjómakennd upplausn myndast á yfirborði pappírsins og fingurgómurinn verður áberandi hvítur er fullnægjandi sönnun fengin fyrir þvi að pappírinn sé nothæfur í þessu skyni. Ástæða er til að sneiða hjá mjög dökkum myndum vegna þess að þær endurvarpast illa. Mynd, sem nær yfir tvær síður í tímariti, má skeyta saman áður en hún er flutt á glæruna. Sem fyrr segir eru myndirnar fluttar á bókaplast. Ekki eru allar tegundir plasts jafnheppilegar; Mercury-plast (fram- ieiðandi Librex Educational í Notting- ham, Bretlandi) hefur reynst mjög vel. Að sjálfsögðu verða tímaritin skærum að bráð sem sumum þykir e.t.v. mið- ur. En tilgangurinn helgar meðalið. Myndin er lögð á eggslétt borð og þess gætt að plasthimnan nái vel út fyrir hana. Þeir sem þekkja til vita að plast- himnan verður ómeðfæriieg þegar verndarpappírinn hefur verið tekinn af henni. Verður því að gæta ítrustu var- kárni þegar himnan er lögð á myndina þannig að ekki myndist brot eða loftbólur. Þrýsta verður plasthimnunni þéttingsfast að myndinni. Má nota reglustiku en nauðsynlegt er að hafa pappír á milli því annars getur plastið rifnað. Þegar mynd og plast hafa verið sameinuð er sá hluti plastsins, sem nær út fyrir myndina, klipptur af. Næst er framleiðslunni dýft í kalt vatn. Eftir 15 mínútur losnar pappírinn frá en myndin situr föst á límfleti plasthimnunnar. Unnt er að ná myndum af báðum síðum blaðs úr tímariti með því að búa til eins- konar samloku. Loks er bakhlið mynd- glærunnar hreinsuð með köldu sápu- vatni og myndin þurrkuð þar sem ryk er lítið. Sumir hafa lakkað bakhliðina (ekki með sellulósalakki) en best hefur reynst að setja slíkar glærur í plastum- slög (með götum á jaðri) sem hægt er að geyma i möppum. Þegar teiknað er á glærur þarf að gæta þess að hafa skýringarmyndir einfaldar. Notið mismunandi liti. Til eru þunnar litglærur sem eru með lími á annarri hliðinni (þær fást t.d. í Skólavörubúð og Pennanum). Séu þær notaðar verður áferð á litflötum jafnari en þegar litað er með glærupennum. Eins og flestir vita er ýmist hægt að leysa upp tússið úr glærupennum með vatni eða spritti. Hins vegar vita færri að til eru misgrófir glærupennar ef menn vilja draga all- grófar eða hárfínar línur. Þrýstistafir Til eru gagnsæir stafir eða letur sem þrýsta má á glærur (fást t.d. hjá Bræðrunum Ormsson). Stafirnir fást í mismunandi stærðum og litum. Enn- fremur eru til ýmiss konar tákn, línur og mynstur til að skreyta glærurnar. Flettiglcerur Stundum eru glærur festar saman þann- ig að unnt er að bæta efni eða útskýr- ingum við það sem er á frumglæru. Á frumglæru væru t.d. útlínur íslands- korts, á næstu glæru fjöll, jöklar, ár og vötn eða sýslumörk o.s.frv. Svona glæruhefti er oft nefnt flettiglæra. Þegar flettiglæra er búin til þarf að gæta þess að glærurnar falli vel saman þannig að hver lína eða hvert tákn sé á sínum stað. Gott er að nota málningarlímband til að festa glærurnar við rammann á frumglærunni. r - 1 / -i'l / / / JJ Flettiglœra. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.