Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 37

Ný menntamál - 01.06.1983, Blaðsíða 37
niðurstöðum. Auðveldara væri þó að draga ályktanir af þeim ef gefinn hefði verið kostur á hlutlausum svarmöguleika (hvorki vel eða illa). Ýmsar aðrar spurningar í umræddri könnun gefa tilefni til ályktana um líðan unglinganna í skólanum. Þátttakendurnir voru t.d. spurðir hvort þeir skrópuðu í skólanum. Svörin skiptust þannig miðað við hundraðshluta þeirra 1363 nem- enda sem svöruðu spurningunni. Nei, aldrei Já, stundum Já, oft 71.9 26.6 1.6 Meira en fjórði hver nemandi skrópar stundum í skólanum en sárafáir skrópa oft. Að líkindum hafa nokkrir þeirra skrópað daginn sem könnunin var gerð ! (Daginn eftir var þó reynt að ná til þeirra sem vantaði). Af könnuninni verður ekki ráðið beinlínis um það hvers vegna nemendurnir skrópa en óheimil fjarvist hlýtur þó að bera vott um neikvæð viðhorf til skólans. Skrópi fylgir óhjákvæmilega einhver innri barátta — nemand- inn veit að hann er að bregðast skyldum sínum. Ein spurning í mörgum liðum snerti viðhorf tii framtíðar- starfs. Nemendur voru m.a. spurðir að því hvort þeir teldu mikil- vægt að vinnan krefðist þess ekki að þeir þyrftu að fara aftur í skóla. Viðhorf til þessa atriðis birtust þannig miðað við hundraðs- hiuta þeirra sem svöruðu: Mjög Mikil- Ekki sérlega Skiptir ekki mikilvægt vægt mikilvægt máli 12.0 13.5 28.2 46.3 Rúmlega fjórðungur nemendanna hefur talið mikilvægt að losna við frekari skólagöngu í sambandi við framtíðarstarf. Einhver neikvæð skólareynsla hlýtur í flestum tilvikum að búa að baki slíku viðhorfi en við vitum ekki gjörla hvers eðlis hún er. Nokkrar spurningar snertu samskipti nemenda og kennara. Svörin segja okkur talsvert um það hvers eðlis dapurleg reynsla nemenda af skólanum getur verið eins og sjá má af eftirtöldum spurningum og svörunum við þeim: — Finnst þér þú stundum vera tekin(n) fyrir eða auðmýkt (ur) af kennaranum? Nei, aldrei Já, af einum Já, af fleiri þeirra en einum 81.4 13.8 3.7 (15 nemendur eða 1.1% svöruðu ekki) Hér kemur í ljós að 17.5% af nemendunum töldu að þeir hefðu orðið fyrir barðinu á einum kennara eða fleiri en ein- um. I einni af skýrslunum, sem hafa verið skrifaðar um niður- stöður úr þessari könnun, er þess getið að þessi sami hópur verði tiltölulega oftast fyrir áreitni og stríðni skólafélaganna. (Einar Hjörleifsson: Mobning — blandt 8. klasses elever i Reykjavík, bls. 74). — Tekur þú stundum þátt I að gera at í kennara/kennur- um? Nei, aldrei Já, stundum Já, oft 25.2 61.7 12.2 (13 nemendur eða 0.9% svöruðu ekki) Hér kemur í ljós að næstum þrír af hverjum fjórum nem- endum telja sig stundum eða oft taka þátt í að gera at í kenn- urum. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvað býr að baki hjá þeim sem svara ,,Já, stundum“ en líklega er oftast um frekar meinlausar ýfingar að ræða. Þeir sem merktu við ,,oft“ kunna hins vegar að hafa borið einhvers konar uppreisnarhug til skólans. Við samanburð kom í Ijós að þeir sem töldu sig vera útundan eða verða fyrir stríðni skólafélaga áreittu kenn- ara mest. Tæp 90% þeirra eru með í að gera at í kennurum. Um þetta segir I áðurnefndri ritgerð: „Varla er ástæða til að túlka þetta sem hefndaraðgerð nem- enda gegn kennurum sem þeim finnst ofsækja sig eða auð- mýkja vegna þess að 3-4 sinnum fleiri taka þátt í að gera at í kennurum en telja sig sæta áreitni af þeirra hálfu. Telja má sennilegra að sú þörf, sem þessir nemendur hafa líklega fyrir að veita gremju sinni útrás, birtist í áreitni við kennara.“ (Þýðing H.B.). í framhaldinu fáum við frekari skýringar því að næst er spurt: — Hver er helsta ástœðan fyrir því að þannig er farið með kennara? Þátttakendur í könnuninni áttu að velja eitt af níu svörum sem samin voru með hliðsjón af könnunum annars staðar á Norðurlöndum og því sem nefnt hafði verið í forkönnun. Einnig mátti nefna annað og það gerðu 3.3% hópsins og 6.3% svöruðu ekki. Langflestir, eða 36.4%, merktu við skýr- inguna „Til að fá fjör I leiðinlega tíma“. Næstar I röðinni voru eftirtaldar skýringar: „Hún/hann er slæm(ur) á taugum eða uppstökk(ur)“ (14.6%), „Hún/hann er ekki nógu ákveð- in(n)“ (13.6%), „Hún/hann er aldrei skemmtileg(ur) eða t'jörug(ur)“ (11.1%). Um þessi svör segir í áðurnefndri ritgerð: „Niðurstöðurnar benda að minni hyggu eindregið til að skýringa sé að leita í ytri aðstæðum (strukturel forklaring). Hjá þeim sem velja „Til að fá fjör í leiðinlega tíma“ kemur fram ósk um að losna úr leið- iniegum eða beinlínis þrúgandi aðstæðum. Ástæður eins og „Hún/hann er ekki nógu ákveðin(n)“, „Hún/hann er aldrei skemmtileg(ur) eða fjörug(ur)“, sem margir nefna, tel ég að túlki ekki endilega fjandskap eða mótþróa gagnvart kennar- anum — heldur leiða og þörf fyrir að losna við hann með því að „lífga upp á tímann“. Ég held að margt, sem þarna er sagt um leiða, sé rétt en læt liggja milli hluta að hve miklu leyti hann má rekja beinlínis til skólareynslunnar. Um leið og ég læt lokið umfjöllun um þessa könnun ætla ég að leyfa mér að fullyrða að framangreindar niðurstöður beri að sínu leyti vitni um að 20-30%. þátttakend- anna hafi leiðst eða liðið illa í skóla. Þéttbýli og dreifbýli 1974 og ’75 Má ætla að ástandið í þeim efnum, sem um var rætt hér á undan, sé svipað nú? Má ætla að það sé öðruvísi í dreifbýl- inu? Áður en ég vík að fyrri spurningunni ætla ég að gera grein fyrir nokkrum niðurstöðum úr annarri yfirgripsmikilli könnun sem varpar nokkru ljósi á viðhorf nemenda í dreif- býli. Þar á ég við „Könnun á vinnuálagi og námsvenjum í skólum" sem skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins gekkst fyrir 1974 - '15 í framhaldi af samþykkt þingsályktun- 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.