Ný menntamál - 01.06.1983, Side 38

Ný menntamál - 01.06.1983, Side 38
artillögu frá Viihjálmi Hjálmarssyni alþingismanni. Skýrsla um þessa könnun var gefin út 1979. Þar segir að hún hafi ver- ið „framkvæmd þannig að spurningaskrá var lögð fyrir valið úrtak nemenda úr framhaldsskólum og 7.-10. bekk gagn- fræðaskóla." Úrtakið miðaðist við að ná til hóps sem gæti talist dæmigerður fyrir landið allt. Af 49 spurningum á list- anum voru „— 18 spurningar sem allar grennslast fyrir um viðhorf og skoðanir nemer.da á skólanum og ýmsum hliðum skólastarfsins —“ eins og segir í skýrslunni. Gerð er grein fyr- ir svörum við fjórum þeirra. Ein er hliðstæð fyrstu spurning- unni í „Unglingar í Reykjavík“: — Það er mjög mismunandi hversu vel nemendum iíkar í skólanum. Ef þeim vœri skipt í fimm hópa í hverjum held- urðu að þú vcerir: skólastarfið varða, verulegt áhyggjuefni. Óþarft er að fara hér mörgum orðum um náin tengsl og gagnkvæm áhrif áhuga, á- rangurs og líðanar. Takist ekki að vekja og viðhalda áhuga á námi er ekki mikils árangurs að vænta og auðvelt að geta sér til um áhrif þess á líðan nemandans í skólanum. í skýrslunni, sem hér er byggt á, er m.a. gerð grein fyrir svörum sem snerta samskipti kennara og nemenda og viðhorf til kennsiufyrirkomulagsins: — Ertu ánægð(ur) með kennslufyrirkomulag hjá kennurum þínum? 1. ( )Öllum. 2. ( )Flestum. 3. ( )Fáum. 4. ( )Engum. Niðurstaðan er þessi: Kaupstaðir/ Heimavistar- 1. ( ) Finnst alltaf gaman í skólanum. Öllum Kauptún 3.0% skólar 5.8% 2. ( ) Finnst yfirleitt gaman í skólanum. Flestum 63.5% 70.4% 3. ( ) Finnst stundum gaman 1 skólanum. Fáum 31.9% 21.2% 4. ( ) Finnst sjaldan gaman í skólanum. Engum 1.4% 2.7% 5. ( ) Finnst aldrei gaman í skólanum. ir/ / Annars vegar eru settar fram niðurstöður úr sex gagnfræða- skólum í Reykjavík og í kaupstöðum og kauptúnum en hins vegar úr þremur heimavistarskólum í sveit. Svörunum er skipt í þrjá flokka, þannig: Alltaf/yfirleitt gaman Stundum gaman Sjaldan/aldrei gaman Kaupstaðir/ kauptún 33.7% 48.3% 17.8% Heimavistar- skólar 39.8% 34.1% 26.1% Niðurstaðan hér er hliðstæð svörum við spurningunni í hinni könnuninni um hvernig nemendum líkaði að vera í skóla: U.þ.b. fimmtungur gefur neikvæð svör. í báðum könnunun- um virðist mér hlutfall neikvæðra svara ískyggilega hátt. Að vísu eru forsendur svaranna óljósar — en ég fæ ekki betur séð en það kunni að vera næg ástæða til að svara þessari spurn- ingu frekar jákvætt („stundum gaman“) ef nemandanum finnst gaman að hitta félaga sína í skólanum eða sparka bolta í frímínútunum — hvað svo sem náminu líður. Enda þótt næsta spurning varði ekki líðan nemenda í skól- anum með eins beinum hætti eru niðurstöðurnar fróðlegar: — Nemendur hafa líka mismunandi mikinn áhuga á náminu. Hvað af þessu á best við um þig? 1. ( ) Ég hef mikinn áhuga á flestu sem ég er að læra. 2. ( ) Ég hef talsverðan áhuga á flestu sem ég er að læra, 3. ( ) Ég hef fremur lítinn áhuga á flestu sem ég er að læra. 4. ( ) Ég hef mjög lítinn áhuga á flestu sem ég er að læra. Þriðjungur nemendanna í þéttbýli er samkvæmt þessu ánægð- ur með kennslufyrirkomulag hjá fáum kennurum en nemend- urnir í heimavistarskólunum hafa nokkuð jákvæðari viðhorf. Óánægja þessa þriðjungs með kennsluna hlýtur að hafa áhrif á líðan hans í skólanum og getur áreiðanlega rist djúpt í mörg- um tilvikum. Hins vegar er erfitt að geta sér til um hvað býr að baki þessum svörum, t.d. hvað það er sem óánægjunni veld- ur. En þessi annmarki er jafnan á könnunum sem byggjast á notkun spurningalista eins og fyrr segir. Óánægja hjá umræddum nemendum virðist greinilega all- djúpstæð eins og sjá má þegar litið er á svör við næstu spurn- ingu: Telurðu að menntunin sem þú færð í þessum skóla verði þér til gagns? Hér skiptast svörin á þessa leið: Kaupstaðir/ Heimavistar- kauptún skólar Mjög mikils gagns 25.2% 27.4% Talsverðs gagns 55.5% 53.1% Ekki mikils gagns 18.1% 18.6% Alls einskis gagns 0.9% 0.0% Hér er gerð grein fyrir niðurstöðum úr hverjum þætti fyrir sig: Kaupstaðir/ Heimavistar- kauptún skólar — hef mikinn áhuga 6.4% 5.3% — hef talsverðan áhuga 53.9% 53.5% — hef fremur lítinn áhuga 34.9% 34.1% — hef mjög lítinn áhuga 4.9% 7.1% Hér reynast um 40% nemendanna vera í hinum neikvæða hluta: segjast hafa fremur lítinn eða mjög lítinn áhuga á nám- inu. Sé ástandið svipað nú ætti það að vera þeim, sem láta sig Þessa niðurstöðu ber að mínum dómi að skoða í ljósi þess að flest fólk telur skólagöngu æskilega og sjálfsagða og á ungl- ingsárunum hafa langflestir fengið það rækilega neglt inn í höfuðið af foreldrum sínum og umhverfinu yfirleitt að skóla- nám sé nauðsynlegt og gagnlegt. Löng skólaganga skapar virðingu og getur veitt völd og skemmtilegt, vellaunað starf. Dómur tæplega fimmtungs nemendanna, sem skipar sér hér í neikvæða hlutann, hlýtur því að teljast býsna harður. Von- brigði þessara nemenda hafa að líkindum verið sár og van- líðan þeirra í skólanum mikil. 38

x

Ný menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.