Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 98

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 98
97 Um sannfræði Hrafnkelssögu 4. Flest örnefni telur höfundur sé að vísu rétt með farið en þau sýni óvenjulegan áhuga höfundar sögunnar á slíkum nöfnum og sé sagan beinlínis samin til skýringar á þeim. 5. Ýmislegt fleira telur höfundur tortryggi- legast í sögunni, svo sem þann fjölda bæja er þá eigi að hafa verið í Hrafnkelsdal (á söguöld) og eins hitt, að Sámur skyldi brenna hof Hrafnkels, kvonfang hans o.fl. Öll þessi atriði og ýmis önnur minni háttar telur Nordal gegna það mikilvægu hlutverki í sögunni, að séu þau spunnin upp af höf- undi sögunnar, þá sé vart að vænta að sagan innihaldi nokkurn sannleika er byggja megi á, umfram það almenna æviágrip Hrafnkels er Landnáma greinir frá. Að fenginni þessari niðurstöðu kemst höfundur að því að fyrst sannfræði Hrafnkelssögu sé svo mjög ábóta- vant, þrátt fyrir það að hún hafi einna bezt skilyrði til að varðveitast í munnlegri geymd, megi nota hana sem nokkurs konar prófstein á aðrar Íslendingasögur, a.m.k. þær sem samdar eru á ákveðnu tímabili. Áður en lengra er haldið er rétt að gera sér grein fyrir því hvenær sagan á að hafa gerzt í Íslandssögunni. Í Landnámu segir að Hrafn- kell hafi komið út ,,síð landnámstíðar“. Enda þótt ekki liggi alveg ljóst fyrir hvað höfundur hennar á við með orðinu ,,síð“ eða hvaða ártöl fornmenn hafa miðað við þegar talað var um landnámsöld, má samt ætla að það hafi verið einhvern tíman á tímabilinu 900–930. Finnur Jónsson telur að öll sagan gerist á nokkrum árum um miðja 10. öld. Flestir fræðimenn munu hallast að svipaðri skoðun, enda virðist sjálf sagan bera það með sér að svo hafi verið. En lítum nú nánar á rök Sigurðar fyrir vafasamri sannfræði sögunnar. Fyrzta atriðið er það hvort Þjóstarsynir hafi nokkurn tímann verið til. Um það verður ekkert fullyrt þar sem þeirra er hvergi getið utan þess eina, Þormóðar, sem Landnáma getur um og telur föður hans hafa verið Þjóstar á Álftanesi, en segir ekki nánar hvar hann eða sonur hans bjó. Ekki er ólíklegt að það hafi verið á Görðum eins og Hrafnkatla greinir frá, enda var þar jafnan stórbýli og höfðingjasetur. Ekki er þess getið, hvaðan Þjóstar þessi var ættaður en vel hafði hann mátt vera vestfirzkur að kyni. Breytir þar engu um sú mótsögn að Landnáma telur konu hans hafa heitið Þuríði Þorleifsdóttur, en Hrafnkatla segir hann hafa átt Þórdísi dóttur Þórólfs Skalla -Grímssonar á Borg sem einnig stangast á við Egils sögu. Úr því að Þormóður var til, virðist ekkert óeðlilegt við það þótt hann ætti tvo bræður á Vestfjörðum sem voru höfðingjar og jafnvel goðorðsmenn. Nú stangast þetta á við Landnámu, sem segir að Hallsteinn sonur Þórólfs Mostra- skeggs hafi numið Þorskafjörð og væntanlega haft þar goðorð, enda þótt frásagnir af því séu óljósar svo og af afkomendum hans. Það ber og að hafa það í huga, að deila þeirra Hrafnkels og Sáms mun að tali sögunnar vart hafa hafist fyrr en undir miðja 10. öld og hefði þá Hallsteinn hafa verið andaður og ekkert bendir til þess að afkomendur hans hafi farið þar þá með goðorð. Sé ég því ekkert því til fyrirstöðu að þeir Þóstarsynir, Þorgeir og Þorkell, hefðu átt þar goðorð enda þótt þess sé hvergi getið. Engum mun koma það til hugar að Landnáma eða aðrar sögur geti allra höfðingja Landnáms- og sögualdar. Meðal þeirra manna hafa áreið- anlega verið margir sem fóru með völd og e.t.v. goðorð. Finnist mönnum þessi skýring ekki nógu trúverðug er heldur ekki fjarri lagi að hugsa sér, að hér hafi e.t.v. nöfn og ætterni brengl- ast eitthvað og aðeins hafi verið um heldri menn að ræða sem ekki fóru með goðorð og voru hugsanlega ættaðir af Álftanesi. Svo sem sagan segir, var Þorkell nýkominn frá útlöndum (Miklagarði) þar sem hann hefði getað kynnst kristnum hugmyndum. Þær hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.