Nýja öldin - 01.03.1899, Blaðsíða 3
Dýrsegulmagn og dáleiðsla.
3
mig -segja þetta. Sumir álíta ef til vill. í fljótu bragði,
að það liggi guðsafneitun í því, að neita því, að nokkuð
yfirnáttúrlegt só til. En það er fjarri því að svo só.
Allur munurinn er sá, að þeir sem neita öllu yfirnáttúr-
legu, trúa því, að guð hafi ein og sömu óumbreytanleg
lög; þegar eitthvað ber við, sem virðist koma í bága við
náttúru-lögmálið, þá sé það þekking vor á þvi lögmáli,
sem sé ófullkomin. Guðs lögmál sé náttúrulögmálið, v og
það só jafnan ið sama. Hinir, sem trúa á yfirnáttúrlega
hluti, halda að guð hafi tvenn eða fleiri lög um sama
efni — annað hversdags-lögmál, og það kalla þeir nátt-
úrlegt; en hitt spari-lögmál, sem ekki só beitt nema endur
og sinnum svona rótt í viðlögum; það kalla þeir „yfir-
náttúrlegt''. — Þeir trúa því t. d., að það sé náttúrlegt
að vatnið renni ofan af fjallatindunum niður í sjó, en
þeir geta hugsað sér, að það geti komið fyrir — undur
sjaldan, auðvitað, en geti þó komið fyrir — að lækjax-
spræna rynni snöggvast neðan úr sjó og upp á fjalls-
tind; en það væri þá samkvæmt einhverju spari-lögmáli
— það væri yfirnáttúrlegt.
En jafnvel inir mentuðustu og hleypidómalausustu
menn þrá alt af að ná lengra, lengra — fá að vita
meira. Sór í lagi hefir alt mannkyn á ölluin öldum
þráð að fá meiri vitneskju um sálarlífið, einkannlega um
það, hvort sálin hefði nokkra tilveru fyrir utan líkamann,
eða hvort hún gæti starfað óháð honum eða öðruvís en
í gegn urn hann. Þetta liggur enn, eins og það hefir
ávalt legið til þessa, fyrir utan takmörk vísindalegrar
þekkingar.
En alt um það tekur mannlegur andi jafnan undir
spurning skáldsins*:
„Er nokkuð hinu megin?“
*) Einar Hjörleifsson.