Nýja öldin - 01.03.1899, Blaðsíða 62
62
Nýja Öldin.
^JJÍésjá.
Auðveld tseringar-lsekning.
Þýzkur læknir, Dr. Otto Walther í Nordrach (í Ba-
den), læknar nú tæringarveika menn; hepnast honum það
allvel og gerir þá albata. — Eugene de Terrasson ritar
um þetta í Febr.-heftinu af Chambers Journal og efna-
fræðingurinn Jas. A. Gibson ritar um það í Nineteenth
Gentury (Jan.-heft.). Gibson segir svo frá, að hann hafi
1895 verið orðinn sárveikur, og sögðu læknarnir honum,
að það væri bráð lungnatæring, sem að honum gengi;
hann hafði þá átta um tvítugt; hóstinn var slærnur og
hann var að hríð-horast. Hann fór þá til írlands og
dvaldi þar uppi í sveit í 3 mánuði og lifði á mjólk, og
var eins og hann tæki sig heldur að holdum. I’ar kom
til hans vinur hans einn, sem réð honum að fara suður
tíl Nordrach í Svartaskógi eða Myrkvið (Schwartzwald)
í Baden (á Þýzkalandi). Þar var hann undir hendi dr.
Walther’s frá því snemrna í Október 1895 og þar til í
áliðnum Janúar 1896 (ails 3^/2 mánuð). Þegar hann
kom þangað, óg hann 124 pd., en 158 pd. er hann fór
þaðan, og brjóstholið á honum víkkaði á þeim tíma svo,
að gildleiki hans yfir brjóstið jókst um 6 þumlunga.
Hann var albata, er hann fór heim, og segist vera enn
hraustari nú, eftir 3 ái. Læknar skoðuðu hann í sumar
sem leið, og gátu engin merki sjúkdómsins á honum
fundið. — Það eru 10 ár síðan dr. Walther fór að lækna
tæring á sarna hátt sem nú, og þeir sem hann læknaði
fyrir 10 árum, eru alhraustir enn í dag, svo að það
er ekki annað að sjá, en að lækning hans sé til fulln-
aðar.
Lækningaraðferðin er aðallega fólgin í þessu þrennu,