Nýja öldin - 01.03.1899, Blaðsíða 8
8
Nýja Öldin.
Dr. Braids, að skozk vinnukona gekk heldur en ekki
fram af honum með því að hafa upp kafla úr biblíunni
á ebresku. Vitaskuld hafði hún aldrei lært orð í því
máli eða neinu öðru útlendu máli. En svo kom það upp
úr kaflnu, að hún hafði einhvern tíma fyrir mörgum ár-
um verið vinnukona hjá presti einum í Skotlandi; en
hann hafði um þær mundir verið að lesa ebresku, og
hafði stundum gengið um gólf í skiifstofu sinni og lesið
upp hátt kafla úr biblíunni á ebresku.
Hér má geta þess, að vitskertar manneskjur kom-
ast að því leyti í alveg sama ástand stundum eins og
dáleiddar manneskjur, að einstakir hæflleikar skerpast, t.
d. minnið.
Hér skal ég segja ofurlitla sögu í sambandi við þetta.
— 1873—75 var ég í Ameríku, og var égþarumstund
í Milwaukee, Wis., samtíða skólabræðrum mínum Páii
Porlákssyni og Jóni Bjarnasyni. Páll var þá á vetrum
i St. Louis á prestaskóla þýzku Missouri-sýnódunnai-;
þar var skólastjóri próf. Walther, formaður þess kyrkju-
félags. Missouri-sýnódan kennir það (eða kendi þá, að
minsta kosti), að jörðin sé hreyflngarlaus, en sólin gangi
umhverfls hana, eins og biblían kennir. Þetta kyrkju-
félag trúir því og, að þegar fólk verður vitskert, þá komi
það af því, að einn eða fleiri djöflar hafl setst að í því,
og mennirnir sé því djöfulóðir, alveg samkvæmt kenning
biblíunnar í svínasögunni alkunnu (Mark. v; sbr. Lúk.
viij og Matth. viij). Páll fylgdi þessari trú sem dyggur
lærisveinn, og sagði okkur til sönnunar máli sínu, að
hann hefði verið með kennara sínum, próf. Walther, er
hann var sóttur til geðveikrar eða vitstoia bóndadóttur
skamt frá St. Louis. Walther átti að lækna stúlkuna
með því að særa burt úr henni djöfulinn, „reka út djöf-
ul“ eftir góðum og gömlum biblíu hætti. Þegar Walther
fór að tala við stúlkuna, sagði hún nokkur orð á eþresku,