Nýja öldin - 01.03.1899, Blaðsíða 67

Nýja öldin - 01.03.1899, Blaðsíða 67
Víðsjá. 67 byrjað á litlu, eins og Jay Gould í Ameríku, sem byrj- aði á að finna upp nýja gildru, til að veiða í mýs, en það varð honum fyrsta auðsuppspretta og undirstaða meiri gróða; en svo lauk, að auðurinn varð honum sú músagildra, sem drap hann, því að áhyggjan fyrir millí- ónunum lagðist svo þungt á hann, að það svifti hann heilsu og lífi um' örlög fram. Jay Gould var gott sýnis- horn af Ameríku-milíónara, en James Tyson var aftur sýnishorn af einni tegund af Ástralíu-milíónara. Það varð upphaf hans auðlegðar, að þegar hann var ungur, einhleypur öreiga maður, gaf einhver honum halta og farlama kú. Hann var þá uppi í sveit. Fyrsta sinn, sem hann seldi nautgripi í Sidney (höfuðborginni í New South Wales), fékk hann 900 kr. fyrir þá alla, en þeir vóru allir afkvæmi gamal-kúarinnar höltu. Þegar hann dó, var auður hans metinn 90 milíónir króna, og allur græddur á nautgriparækt og engu öðru. Tyson trúði á nautgriparækt og á ættjörð sina og framtíð hennar. Hann sá fund og uppgang guilnámanna í Ástralíu og skildi vel þýðing þeirra. en hann gaf sig ekkert að þeim. Hann fókst að eins við nautgriparækt, hana eina, og ekkert annað; um hana eina hugsaði hann, um hana eina tal- aði hann, hana eina stundaði hann, á henni einni græddi hann. Hann var að því leyti eins og fiðla með einum streng. „Ég fæddist í New South Wales 10. Apríl 1823,“ sagði hann; „ég hefi aldrei tekið inn nokkurn lyfjaskamt, aldrei legið nokkurn dag veikur, aldrei fatlast eina klukku- stund af veikindum alla mína æfi. Pað kemur af því, að óg hefi lifað sparlega., haft mikið að hugsa, unnið mikið og alið aldur minn í sveit í hollasta loftslagi, sem til er undir sóhmni “. Tyson fyrirleit öil venjuleg lífsþægindi; hann var harðger maður og tók sér ekki lífið létt. Hann hafði andstygð á munuð og óhófi; hann neytti aldrei tóbaks, 5*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.