Nýja öldin - 01.03.1899, Blaðsíða 31
Dýrsegulmagn og cláleiðsla.
31
tvent að velja, annaðhvort að álíta alt shkt skröksögur
einar og ósannindi, eða þá „yfirnáttúrlega" fyrirburði;
en hvorug sú skýring var sérlega viðunanleg. Dáleiðslan
hefir kent oss að slcilja þetta.“ Svo sýnir Dr. Eriksen,
hversu sum nútíðar-kraftaverkin í kaþólsku kyrkjunni só
auðskilin á þennan hátt. Af því að maðurinn er sókn-
arprestur í ríkiskyrkjunni, fer hann ekki lengra aftur í
aldir til að skýra kraftaverk á þennan hátt.
Pað er óneitanlegt, að dáleiðslur hafa mikinn kraft
til lækninga í sérstökum tegundum sjúkdóma; það er svo
staðreynt, að fásinna er að neita því. En hins vegar
væri jafn mikil fásinna að ætla, að allar tegundir sjúk-
dóma verði þannig læknaðar.
Það virðist vera ekki óalmenn trú sumra, sem þekkja
ekkert til svæfinga, að þær séu óhollar. Læknar, sem
hafa haft dáleiðslur um hönd mörg þúsund sinnum,
þykjast þó ekki hafa orðið varir siíkra afleiðinga neinna.
Sálarfræðin á dáleiðingunum mikið að þakka, og á
sjálfsagt þó víst. að auðgast enn meira úr þeirri átt.
Það sem ég vildi með línum þessum sérstaklega
gera mönnum skiijanlegt, er það, að þótt dáleiðslu-fyrir-
burðir líti kynlega út í fyrstu, af því að þeir hafa verið
almenningi litt kunnir til þessa, þá hverfur alt ið dular-
fulla því meir, sem mönnum verður betur 'ljóst, að allir
fyj'irburðir dáleiðslunnar eru náttúrlegar verkanir sam-
kvæmt náttúrulögum þeim, sem mönnum hafa lengi
kunn verið. Því að þetta geta menn ljóst og áreiðanlega
sóð nú, þó að enn só án efa eftir að fá enn nánari skiln-
ing á sumum atriðum þessara fyrirburða.