Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 8

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 8
6 EINAR H. KVARAN ANDVAM í skóla var Einar heilsuveill, t. a. m. fór hann þá eitt sinn til Hafnar (haustið 1877) til að leita sér lækninga við augnveiki. En hann var ekki síður viðkvæmur hið innra. Hann var vanur góðu atlæti að heiman, en fékk nú ekki sætt sig við hrjúfan skólabraginn eða samþýðzt nema fáum af skóla- bræðrum sínum. Löngu seinna sagði hann, að í skólanum hefði verið „lítið um þá fíngerðu, hógværu, mjúklátu mannúð, sem getur fyllt allar sálir, og þá ekki sízt unglingssálimar, með sólskini og hlýju."2 Einar sezt í 1. bekk haustið eftir, að Gestur Pálsson hafði lokið stúdents- prófi, en þá var í 2. beklc Elannes Hafstein — og Bertel Þorleifsson í 3. bekk. í félagslífi skólans varð allróstusamt á næstunni, og kornu þessir þremenningar, tilvonandi Verðandimenn, þar mjög við sögu, þóttu þá þegar lítt auðsveipir. Ollum var þeim, ásamt Jóni Þorkelssyni („Fomólfi"), vikið úr allsherjar skóla- félagi nemenda (Bandamannafélaginu, vorið 1878), og stofnuðu þeir þá, ásamt fleirum, nýtt skólapiltafélag (Ingólf), og stóð það fram yfir skólalok Einars. Svo snemma lágu leiðir þessara manna saman í félagslegum og bókmenntaleg- um efnum. Stúdentsprófsárið lýsa skólahræður Einars honum á þessa leið: „Meðal- maður á hæð og fremur grannvaxinn. Laglegur, gáfaður í bezta lagi. Skáld gott og samdi ljóðmæli og skáldsögur manna rnest í skóla. Vel máli farinn og vel að sér, einkum í skáldskap og æsþetik. Átti marga óvildarmenn í skóla. Meðallagi reglumaður.“3 Einar kvað þcgar í bernsku hafa átt sagnasafn, sem hann brenndi 12 ára.4 A skólaárunum í Reykjavík orti hann um fimmtíu kvæði og samdi sex smásögur, sem varðveitzt hafa, aðallega í plöggum skólafélaganna, og' gerði eitt gamanleikrit, sem sýnt var, en glatað er að rnestu. Fyrstu skólasögu sína lét hann fram koma í skólafélagi sínu tæpra 17 ára, og opinberlega birti hann fyrst eftir sig kvæði 19 ára (1878).5 Á skólaárunum fer því mest fyrir kvæð- unum, þótt síðar yrði þessu öfugt farið. Þessi æskuljóð voru að vonum ekki svipmikil, en áferðarsnotur, yfirleitt tilfinningasöm og draumlyndisleg, en þó fáein gamansöm. Skólasögurnar voru vitanlega líka ungæðislegar. En þær bera það með sér, að Einar hefur þegar á þessum árum orðið fyrir áhrifum frá raunsæis- steinunni, bæði af ritum Georgs Brandesar og skrifum Jóns Ólafssonar. Til að rnynda hafa tvær elztu sögurnar sorgleg endalok.0 Og tvær síðustu skóla- sögurnar sverja sig í ætt raunsæisstefnunnar. En þær birti Einar árið fyrir stúdentspróf sitt, tvítugur að aklri, báðar að tilhlutan séra Matthíasar, sem þá var ritstjóri Þjóðólfs, og vafalítið hafa kynnin við liann orðið þessum unga skólapilti aukin hvöt til skáldlegra ritstarfa og hann lengi að þeim búið. Onnur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.