Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 71

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 71
andvari MENNTAMÁLARÁÐ OG MENNINGARSJÓÐUR 69 Þær eiga aS knýja menn til þess að hugsa, mynda mörg og fjölbreytt hugsanasam- bönd utan um aðalatriðin, svo að þau festist órjúfanlega í minni. Og þær eiga að vera svo skemmtilegar, að sá sem áhuga hefir á efninu freistist til þess að lesa þær aftur og aftur. Og bækurnar eiga fyrst og fremst að vera menntandi, fremur en fræðandi. Auðvitað er bezt að fróðlegt efni sé sett fram á menntandi hátt, en ég skal undir cins skýra, hvað vakir fyrir mér. Það fer ekki alltaf saman að vera mikill rithöf- undur og andans maður og að vera ná- kvæmur í öllum smáatriðum. Bókum manna eins og Renans, Taine, Macaulay, Brandesar er ýmislegt áfátt í þessu efni, þær eru stundum of persónulegar og hlutdrægar, alls ekki fræðibækur, eins og menn mundu kjósa til þess að hafa við kennslu, heldur ekki vísindarit í strang- asta skilningi, þótt þær séu byggðar á mikilli rannsókn og þekkingu. En það eru framúrskarandi menntandi bækur. Þær fara eldi um huga manna, knýja þá til að hugsa, til að vera með eða móti. Og fyrir sjálfmenntun geta þær haft óendan- lega meira gildi en bækur labbakútanna, þar sem hver staðreynd er vafalaus, og andleysið sú staðreynd, sem er vafalausust allra. Með því að skrifa inngang og at- hugasemdir við slík rit, þar sem gerð er grein fyrir þeim á svipaðan hátt og skáld- ritunum, og bent á það helzta, sem er of °g van, má alveg óhætt fá þau alþýðu í hendur." Næst þykir við eiga að birta örlítinn þátt úr heimsfrægri menningarsögu cftir stórsnjallan höfund, Will Durant. Hann er einn af fremstu sagnfræöingum þess- arar aldar á þeirri braut sem SigurÖur Nordal hefur markað, er hann minnist þeirra snillinga, sem gera tvennt í senn með ritum sínum: Að knýja menn til að liugsa og fræðast. Will Durant segir um konung grískrar myndlistar, Fídtas: Laust eftir miðja fimmtu öld voru Fídías og hjálparmenn hans um skeið önnum kafnir við að móta styttur og lág- myndir Meyjarhofsins í Aþenu. Fídías var sonur málara og lagði í fyrstu stund á málaralist. En sú listgrein veitti honum ekki fullnægju; hann þurfti á meira svig- rúmi að halda. Þá hvarf hann að högg- myndagerð, og varð með þolgæði og þrautseigju yfirmeistari á öllum sviðum þeirrar listar. Hann var aldraður orðinn þegar hann gcrði Aþenustyttuna miklu í Meyjarhof- inu, því á skildi hennar myndaði hann sjálfan sig gamlan og skiillóttan, merktan rúnum lífsrcynslu og sorgar. Enginn vænti þess að hann mótaði með eigin höndum allar þær fjölmörgu myndir sem þöktu veggi og fótstalla Meyjarhofsins; það nægði að hann hcfði yfirstjórn allra bygginga Períklesar og gerði uppdrætti að höggmyndaskrautinu; hann lét nem- endum sínum eftir að gera myndirnar sjálfar. Þó gerði hann með eigin hönd- um þrjár líkneskjur af gyðju borgarinnar á Akrópólishæð. Hin frægasta þeirra gnæfði inni í sjálfu Meyjarhofinu, þrjá- tíu og átta fet á hæð, ímynd vizku og hreinleika. Fídías hafði í hyggju að höggva þessa miklu mynd í marmara, en borgarlýðurinn vildi ekki gera sér neitt að góðu nema fílabcin og gull. Mynda- smiðurinn gerði af fílabeini allt sem sýni- legt var af líkama gyðjunnar, en í klæði hennar fóru fjörutíu og fjórar talentur gulls (nálega 2500 pund); auk þess prýddi hann líkneskjuna með öðrum góðmálm- um og bjó hjálrn hennar og skjöld hin- um fegurstu lágmyndum. Hún var svo sett að á hclgidegi Aþenu skein sólin inn um hinar miklu musterisdyr beint á glitrandi klæði og bjarta ásjónu meyjar- innar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.