Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 94

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 94
92 HELGI SÆMUNDSSON ANDVARI að djörfum og Llæbrigðaríkum skáldskap. Myndsköpun Hannesar Péturssonar er ein- mitt sérlega nýstárleg af því að beztu kvæði hans eru „byggð yfir eina líkingu sem heldur uppi allri byggingunni". En Sig- urður A. Magnússon greinir hér ekki milli aðalatriða og aukaatriða. Þess vegna bregzt honum bogalistin að skýra og meta Ijóða- gerð Þorsteins Valdimarssonar og Elannesar Péturssonar. Sigurður A. Magnússon fjallar um ung- skáldin á grundvelli þess, sem honum mun mest gestaþraut í kvæðum sjálfs sín. Vinnu- brögð hinna eru auðvitað oft og tíðum önnur en hans og viðhorfin gerólík. Skáld á hins vegar að dæma eftir sinni aðferð. Og „arkitektúrinn í nútíma-ljóðagerð“ má ekki liggja í láginni. Hann er hvorki meira né minna en grundvallaratriði nýju ljóðlistar- innar á íslandi. Sá, sem gleymir honum og fer að tala um máltilfinningu, hrynjandi og formsköpun eða myndasmíði, getur al- veg eins metið hús eftir nöglum eða gleri í stað þess að fjalla um byggingarlagið. Ritdómar Sigurðar skulu hér ekki raktir. Menn skrifa aldrei ritdóm um annað en sjálfa sig, smekk sinn eða smekkleysi. Þess vegna er stórvarhugavert að taka annað mark á ritdómum en hafa þá til hliðsjónar við sjálfstæða athugun. En sjálfslýsing Sig- urðar í ritdómum hans er fróðleg og sæmi- lega geðfelld. Hann virðist reyna að lesa bækur samvizkusamlega, og honum finnst meira að segja varið í leiðinlegar bók- menntir. Því ekki það, en svo er margt sinnið sem skinnið. Málfari Sigurðar er stundum ábótavant. Mig furðar á, að hann skuli taka svo til orða að tala um ,,á aftanverðri síðustu öld“, „yfirlitsmynd yfir þróun og vöxt lista- mannsins" og „hið sláandi sýmból". Ekki kann ég heldur við tungutak eins og þetta: „eftirapuðir hans“, „boxari", „stuðnings- maður við þátttöku Breta", „hinar hvössn andstæður og kláni samstæður", eða „þar gengur þrællinn Clov húsbóndanum fyrir beina". Illa er og tekin upp þykkjan fyrir Arthur Miller, þegar Sigurður ber svo af honum blak, að hann geti ekki ,,skapað“ öðrum mönnum „erfiðleika". Hver sá, sem tekur þannig til orða, kemur hugsun sinni báglega á framfæri við íslendinga. Stíl Sigurðar A. Magnússonar vantar nauðsynlega herzlu eins og dýrið í Opin- berunarbókinni. Hann vill leita langt og grafa djúpt, en á oft í erfiðleikum með orðin, svo að fyrir kemur, að hugsunin ýmist lokast inni eða skolast burt. En hann á sannarlega þökk skilið fyrir einurð sína og framtakssemi, þó að maður sé honum ekki alltaf sammála. Ég tel feng að „Nýju fötunum keisarans" til athugunar og um- hugsunar — en með nokkrum fyrirvara. Helgi Sæmundsson. Hrakhólar og höfuðbói. Sagnaþœttir eftir Magnús Björnsson ó Syðra-Hóli. Bókafortag Odds Björnssonar. Akureyri 1959. Skömmu fyrir jól 1948 átti ég tal við landskunnan mennta- og gáfumann, víðles- inn og fróðan. Þykir honum gott að spjalla um bækur, einkum þær er fjalla um íslenzk fræði, en þykir næsta aðfinningasamur og dómharður. Hann kvaðst fyrir skömmu hafa lesið nýútkomna bók, „Svipi og sagnir", þætti úr Húnavatnsþingi. Lét hann allvel af bók- inni, en kvað svo fast að orði um ágæti eins þáttar, sem þar birtist, að mig furðaði á. Heyrði ég þá í fyrsta skipti nefndan bónd- ann og fræðimanninn Magnús Björnsson á Syðra-EIóli í Vindhælishreppi, höfund þátt- arins um ævi og örlög Þórdísar húsfreyju á Vindhæli. Er ég hafði lesið „Svipi og sagnir", leitaði ég fregna hjá kunningja mínuin húnvetnsk- um um höfund Þórdísarþáttar. Hann kvað Magnús á Syðra-f lóli lengi hafa unnið í kyrrþey að fræðistörfum, og þrátt fyrir ann- riki mikið við búskap og sveitarstjórn væri hann tvímælalaust einna fróðastur núlifandi manna um húnvetnskar ættir og héraðssögu. Teldu þeir, er bezt þekktu til, að í syrpum hans kenndi margra og góðra grasa. Magnús væri ekki einungis ritfær vel, heldur minntu vinnubrögð hans fremur á þjálfaðan sagn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.