Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 80

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 80
78 JÓNAS JÓNSSON ANDVARI snjalla höfunda og listamenn. Við þýð- inguna yrði mcst stund lögð á ævisögu- þættina og þær af yfirlitsgreinum, sem tengja atburðina saman, en þó ég hefði til yfirráða fé og framkvæmdavald rnundi ég alls ekki gefa út alla sögu Mr. Durants til lcsturs á hverju heimili. Sannast oft hið fornkveðna að hóf er bezt í hverjum hlut. Ég er mjög hrifinn af Ijóðsnilld sr. Matthíasar, en óska þó ekki eftir að hin prýðilega útgáfa Magnúsar sonar hans, 1000 bls., væri í höndum hvers manns í landinu. Söguþekking er nauð- synleg, en i þeim efnum sannast hið forn- kveðna að margs þarf búið með. Ég hcfi valið kaflann um Fídías mynd- höggvara sem sýnishorn um hinn stutta, myndríka og glögga sögustíl Mr. Durants. f bók hans skipta slíkar sögumyndir hundruðum. Mér þótti hér furðulega vel farið með mikið efni í litlu rúmi. Mynd- höggvarinn er einn af glæsimönnum Grikkja á blómatímum Aþenu. Perikles og Fídías vinna saman fyrir grískt lýð- ræði. Verkefni þeirra í list og byggingar- framkvæmdum eru stórfengleg. Rústir þeirra framkvæmda eru enn eitt af undr- um heimsins. Um stund lyfti vaxtarbylgja gróandi þjóðlífs Akropolisverkinu hátt yfir hversdagslífið, en þá óx ofurmóður lýðsins. Marmari var ekki nógu dýrmæt- ur í skrautmynd gyðjunnar. Gull og fíla- bein þóttu hæfa betur. Ofundsjúkir and- stæðingar Periklesar nota vörutap til árása á þjóðarleiðtogann. Hann á að sökkva. Vegna stjórnmálaátakanna þarf myndhöggvarinn að hverfa þó að bygg- ing hofsins sé í hættu. Deilur fólksins voru augnabliks fyrirbæri og þær snertu ekki sköpunarmátt listamannsins. Hann fann hugstóra menn í öðru landi. Þeir fela Fídías enn stærra verkefni. Idann vinnur þar ný afrek. Næst bíður hans útlegð eða aftaka á myrkum leiðum sög- unnar. En myndin sem Mr. Durant hrcgður fyrir augu lesanda er glögg og óafmáanleg. Þessi stutti sögukafli er nægi- lega viðamikil æviskrá um mikinn lista- mann. I önnum hlöðnum heimi hafa góðir og greindir borgarar ekki öllu meira rúm í birgðaskálum vitundarinnar fyrir söguhetjur, innlendar og útlendar, og geta slíkir menn með þvílíka þekkingu verið vel liðtækir í frjálsu mannfélagi. Ég hygg að ef menntamálaráð ber gæfu til að gefa á myndarlegan hátt út mikið af persónusögu og nokkuð af yfirlitsþátt- um Mr. Durants, þá mundu þúsundir ís- lendinga ekki geta látið hjá líða, þó að annir séu nógar, að lesa margar, jafnvel fjölmargar af hinum snjöllu persónulýs- ingum höfundarins. Surnir mundu síðan leita til annnarra sögumanna um einstök atriði sem þættu máli skipta. Takist þetta er tvennt unnið: Þjóðin hefir upp- götvað í annríki sínu að sagan er full af fegurð og lífspeki, og í öðru lagi hefðu ný kynni við stórbrotinn höfund eflt rit- höfundargáfu, sem býr í brjóstum fjöl- margra íslendinga á öllum öldum. Sumir menn munu mæla á þá leið að ekki hlýði að þýða kafla úr ritverki og leggja nokkuð af efni þess til hliðar í ís- lenzkri útgáfu. Hér er um ofrausn að ræða. Allar þjóðir taka úrval úr bók- um, sönglögum og listaverkum. Sjálf biblían verður fyrir því að úr henni séu valdir biblíukjarni, biblíusögur o. s. frv. Tillaga mín varðandi tiltekna bókaút- gáfu menningarsjóðs er fram borin af nokkrum kunnuglcik á íslenzku sjálfs- námi. Stórþjóðir geta leyft sér ýmis- legt sem ekki hentar smáþjóðum. Þegar rætt var á Alþingi um landspítala- byggingu í Reykjavík lögðu stórhuga læknar til að reisa stórhýsi. Alþingi vildi ekki líta við málinu fyrr en stuðn- ingsmenn þess sættu sig við þriðjung þeirrar stærðar sem læknarnir báðu um. Þá var húsið byggt og stóð óbreytt í aldar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.