Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 41

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 41
andvabi HRAKNINGAR RERTELS 39 lagðist til svefns. En litlu eftir miðnætti vaknaði hún við það, að norðaustan- vindurinn hvein í pílviðarrunnanum. Hún spennti greipar, las faðirvor í hljóði og sofnaði aftur, því að henni var létt um svefn. Meðan rökkrið færðist yfir, rak hafnsögubát í logninu og þokunni langt út á haf. Gildvaxni, herðabreiði maðurinn í stýrisklefanum var einn um borð. Hann sat grafkyrr og tottaði pípuna sína hálfmókandi, en báturinn tók dýfur í undiröldunni og rifuð seglin slógust við rár og siglur. Honum veittist örðugt að halda opnurn augunum, enda þótt hann væri nýbúinn að velgja á katlinum og skolpa í sig sjóðheitu kaffi. En hann hafði ekki heldur sofið væran dúr síðan í fyrrinótt, áður en hann lagði af stað í birtingu úr víkinni, þar sem hann hafið beðið eftir því, að storminn lægði. Um morguninn hafði verið óskabyr — hann hefði getað verið kominn heim eftir örskannnan tíma, — en þá hafði farið að rigna, og um nónbilið var komið blæjalogn. Svo kom þokan allt í einu, og það var eins og hún hefði stigið upp af sjónum. Og hann hafði orðið að halda kynu fyrir í þokuþykkninu, en horn- grýtis austanstraumurinn hrakti hann óðfluga afleiðis. Hann geispaði og ók sér svo að skrjáfaði í skinnklæðunum. — Dálaglegt að tarna! Engin furða þótt hann væri orðinn syfjaður! Þungur hafði róðurinn verið, áður en hafnsögumennimir tveir náðu í skip, sem þurfti að fylgja til hafnar, og ekki hafði batnað síðan. Og nú var komið á annan sólarhring síðan bann hafði fest blund. Honum var líka kalt í þessum hráslaga. Hann stakk pípunni í vasann og fékk sér tóbakstölu til tilbreytingar. Það yljaði honum betur í munninum. Skyldi enginn dráttarbátur vera bér á sveimi? Hann áleit, að hann væri á þeim slóðum, þar sem dráttarbátarnir vom vanir að vera á ferli, þegar logn var og þoka og búast mátti við að taka þyrfti skip í tog. Og greiðvikinn skipstjóri hefði góðfúslega fleygt til hans enda og dregið hann spottakorn inn fjörðinn • • . Onei, hann var víst ekki á venjulegri skipaleið. Hann var of vestarlega. Það var tvísigld bytta á reki nokkmm kaðalslengdum fyrir aftan hann. Hann bafði farið rétt framhjá henni fyrir skömmu síðan, en það var nú heldur lítið bð í því. Hann spýtti. Tóbakið var rammt á bragðið. I lann hafði borðað lítið með kaffinu, og það var nú raunar heimskulegt. Jæja, það var ekkert gaman að borða, þegar maður var í vondu skapi . . . Ef hann hefði verið heima, hefði bbu'grét borið honum steikt flesk og kartöflur. Það þótti honum góður matur. blg Margrét vissi áreiðanlega, hvað honum kom. já, Margrét var góð kona . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.