Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 92

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 92
90 IIELGI SÆMUNDSSON ANDVARI Þórðarson og upprennandi fjárglæframenn eins og Sigurður Jónasson gerðust andlega þenkjandi". Stjórnmálaskoðanir Þórbergs og fjáraflabrögð Sigurðar koma varla þessu máli við. Auk þess er meira en vafasamt, að þeir eigi nokkra hlutdeild í þróun Krishnamurtis. Hér kennist það umburðar- leysi, sem allt of oft segir til sín af hálfu íslendinga, þegar rætt er eða ritað um trúar- líf manna. Svo er og, þegar Sigurður minn- ist einhvers staðar á spíritismann. Hvers vegna að láta viðkvæm einkamál annarra trufla tilfinningar sínar? Næst víkur sögunni að greinunum um íslenzka ljóðagerð og þá sér í lagi fyrir- lestrinum Ljóð íslenzkra ungskálda. Sig- urður A. Magnússon tekur drengilega svari ungu skáldanna, en verður stundum helzt til hvatvís í dómum sínum um ljóðagerð eldri kynslóðarinnar, þó að hann segist vilja tengja gamalt og nýtt. Manni dettur jafnvel í hug, að honum þyki flest eða allt gott, sem ungu skáldin kveða. Þó munu ljóð þeirra harla misjöfn og ýmsar tilraunirnar hæpnar. Ilitt er fjarri lagi að fordæma við- lcitni þeirra. En hóf er bezt á hverjum hlut og líka þessurn. Ég er oft sammála niður- stöðum Sigurðar í hugleiðingum hans um íslenzkan skáldskap nú á dögum, en vil ekkcrt með ýmsar forsendur hans hafa. Kannski bera orðin hann ofurliði og túlka annað en fyrir honum vakir? Sökin er ef til vill að einhverju leyti mín, en nokkru veldur þó sá, sem ekki gerir sig skiljanlegan. Þá skal tekið til nánari athugunar sumt af því, sem helzt orkar tvímælis í fyrir- lestrinum Ljóð íslenzkra ungskálda. Sig- urður kveðst vilja ,,benda á þá athyglis- verðu staðreynd, að Jónas Svafár, sem íal- inn mun vera einna mcstur nýjungamaður meðal yngri skálda, yrkir flest sín ljóð með stuðlum og rími. En Hannes Pétursson, sá ungskáldanna, sem hlotið hefur hvað óskipt- ast lof alls þorra manna, sleppir aftur á móti rími og stuðlum í mörgum kvæða sinna og er ekki talinn síðra ljóðskáld af þeim sökum“. Ég er Sigurði sammála, að þetta sé enginn mælikvarði á skáldskap, en hér er óhöndulega farið með staðreyndir. Sigurður hlýtur að eiga við fyrri ljóðabók Hannesar Péturssonar, þar eð fyrirlestur- inn var haldinn 12. janúar 1958. Kvæði hennar eru um fimmtíu talsins, en þau, sem ekki byggjast á rími og stuðlum, verða talin á fingrum annarrar handar. Finni Sigurður ekki rímið í ljóðum Hannesar Péturssonar, virðist manni ekkert undar- legt, þó að sitthvað annað fari framhjá honum. Hannes er einmitt fulltrúi rímsins í hópi ungskáldanna. Hitt er annað mál, að hann hagræðir ríminu stundum öðru vísi en ferskeytluhöfundar. Sú staðhæfing, að þeir menn, sem noti orð og orðatiltæki í praktískum tilgangi, gerist sekir um mis- notkun tungunnar, sætir og miklum fyrir- vara af minni hálfu. Ekki kann ég heldur alls kostar að meta þá skilgreiningu Sig- urðar, að hjal bamsins sé þjónusta við tunguna og heppileg fyrirmynd skáldum og rithöfundum. Sigurður vill málið nakið, „án tötranna sem mælskumenn og prakt- ískir prédikarar hengja á það“. En málið þarf auðvitað að vera svo praktískt, að hugsun og tilfinning skili sér og helzt niðurstaða i þokkabót. Sumum hentar orð- skrúð, öðrum hófsemi og jafnvel látleysi. Einar Benediktsson, Guðmundur Friðjóns- son og Stephan G. Stephansson voru ærið praktískir í skilningi Sigurðar A. Magnús- sonar og stórskáld samt. Og ungbarnið túlkar engan skáldskap í hjali sínu, þó að Sigurður haldi, að það skynji umhverfi sitt í saklausum yndisleik. Skaphöfnin ræður miklu um val og notkun manna á orðum. Persónuleikinn á rætur sínar að rekja til hennar, og án hans verður enginn skáld eða ræðumaður. Endurlífgun tung- unnar felst í túlkun nýrrar skynjunar eða þekkingar, en á ekkert skylt við barnaskap. Tungan þarf að endurlífgast af reynslu cinstaklinga og kynslóða. Annars verða menn eins og mállausir. Sigurður A. Magnússon leggur út af myndunum og táknunum í ljóðagerð ung- skáldanna, en skilgreining hans á því efni orkar vægast sagt tvímælis. Idann flokkar til dæmis líkingar undir myndasmíði og táknmál, svo að hér kennir grasa úr inörg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.