Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 21

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 21
andvaiu STEINGRIMUR J. ÞORSTEINSSON 19 í skáldskapnum verður ai: römmum safa veruleikans, því rækilegar verður hann laugaður Ijúfum lindum fyrirgefningarinnar. Einar stígur þeim mun léttilegar um þennan heim sem liann verður fangnari af hinum tilvonandi, erfiðleikar lílsins verða þeim mun auðleystari sem sáluhjálpin er vísari. Flest verður bjart- ara og betra. Og hér fara saman himneskir og jarðneskir fjársjóðir. Ásamt eilífðartrúnni fer veraldargengi og auður. Þessa hafði áður gætt nokkuð í Gulli og einkum í Anderson og Syndum annarra. En nú eykst þetta til muna. Það er eins og velfarnaðarstefna Vesturheimsmanna og gróði stríðsáranna hafi ]agt saman til þessara áhrifa. Aðalpersónurnar verða auðugir kaupsýslumenn, dulskyggnir sjáendur og dýrlingar fyrirgefningarinnar. En þegar sagt er sem svo, að með þessu verði persónur Einars grunnfærari og ólíkindalegri en áður og taki meir að skiptast í góða menn og vonda, þá ber því raunar ekki að neita, og þó er þar margs að gæta. í fyrsta lagi er í sumum þessara sagna að finna bráðlifandi og ógleyman- legar persónur, svo sem Grímu gömlu í Sambýli, þvottakerlinguna þjófgefnu og málgefnu, sem er hetja: í baráttunni fyrir hálfvitanum syni sínum — og er hún sækir inn í brennandi húsið fjandmann sinn og ofsóknarmann Jósafat. Þarna er góð kona með mannsmóti og einstaklingssvip. Einnig er hugarfars- hreytingum sumra persónanna lýst á athyglisverðan hátt, svo sem Eggerts rit- stjóra og unnustu hans í Sálin vaknar. En í annan stað færir Einar nú flestar aðalpersónurnar — og ýmsar aðrar — viljandi í stílinn, á hvorn veginn sem er. Þegar hér er komið, stefnir hann ekki að því að draga upp venjulega hversdagsmenn, heldur göfgandi fyrir- myndir, sem geta orðið ofurmannlegar í gæzku sinni, hugsjónakenndar, tak- niark, sem höfundur ætlar mönnum að keppa að og telur horfa til sálarheilla — ekki aðeins dýrlinga fyrirgefningarinnar, eins og áðan var orðað, heldur hetjur fyrirgefningarinnar, sem hafa um lyktir sigrazt á sjálfum sér. Nú er Einari orðið meira í mun inntakið og boðskapurinn en listin í sjálfri sér. Hún er honum nú að miklu leyti tæki í þjónustu þess, sem hann mat mest og taldi mönnum brýnast. En þar með er ekki sagt, að hún hafi orðið honum minna virði. Vissulega er hér víða kunnáttusamlega lialdið á hinu yfirskilvitlega efni. Og margt í sögugangi getur jafnvel verið æsilegt: morðsaga (Sálin vaknar), eða ekkja gengur að eiga lækni, sem áður hafði af trassaskap orðið of seinn til að ^jarga deyjandi barni hennar (Sambýli), o. s. frv. Slíkt er aðeins beinagrindin. En gerð og svipur sagnanna verður þeim mun léttilegri sem boðskapurinn er höfundi hjartfólgnari og háleitari. Það er ekki öllum gefið að geta gert eins konar helgisögur að skemmtilestri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.