Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 54

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 54
52 Pnól'. DII. CARLO SCIIMID ANDVARI en — aðeins ineð gagnstæðri orkurás, þ. e. með valdi eða brögðum. Þetta er grundvöllurinn að hinni póli- tísku „siðfræði" Macchiavellis. Svo fjöl- breytilegt sem tilfinningalíf mannsins virðist vera, má þó leiða öJl tilhrigði þess af tveimur frumþáttum eðlisins: ágirnd og ótta. Þeir eru aflgjafinn í öllum mann- legum verknaði. Ef vér reynum að túlka manninn öðruvísi, villum vér bæði sjálf- um oss og öðrum sýn. Ilomo homini lupus. Allt annað er hlekking og svik; það sýnir mannkynssagan oss greinilega. Þess vegna eiga mennirnir í sífelldum styrjöldum. Maðurinn getur eklci lifað nema í baráttu. — „Mennirnir eiga í stöðugum ófriði. I3egar þeir þurfa ekki að berjast fyrir tilveru sinni, þá berjast þeir vegna metnaðargirni, sem er svo voldugt afl í mannlegu brjósti, að hún sleppir aldrei tökum á oss, liversu hátt sem vér kunnum að klifra í metorðastiganum. Orsök þessa er sú, að girndir mannsins eru samkvæmt eðli sínu óseðjandi. Hann getur ágirnzt alit, en megnar aldrei að svala ágirnd sinni að fullu. Og með því að girndin til að eignast og njóta er sterkari cn getan til að fullnægja henni, þá verðum vér óánægðir með það, sem vér höfum, og leiðir á þeim nautnum, sem oss standa til boða. Upp úr þessu spretta hinar eilífu svipt- ingar mannlegra örlaga. Þannig hefjast ófriður og styrjaldir, en af þeim lciðir hrun og uppreisnir" (Disc. I 37). í samræmi við þetta cðli mannsins eru verk hans alltaf og alls staðar. Ef stjórn- málastarfsemi hans Jeiðir til góðs, sið- fræðilega séð, þá er það ekki vegna þess, að liann liafi viljað gera hið góða, heldur af því að eigingirni lians féll saman við sérlega hagkvæmar aðstæður, „hafði straum tímans með sér“, eða, öðru vísi orðað: af því að keppimark valda- fíkninnar féll inn í nauðsyn líðandi stundar. IVi nauðsyn skilur maðurinn alltaf cftir á og aðeins frá sínu persónu- bundna sjónarmiði. Með uppeldi verður engu breytt í þessu efni, ef uppeldi þýðir viðleitni til þess að leysa manninn úr viðjum livata- hfsins, Aðeins þvingun valdhafans eða gróin hefð skipulagsins megnar að bcygja ástríðuþrungna eigingirni manneðlisins undir æðri boðorð. I>egar Macchiavelli talar um pólitísk áhrif uppeldisins, á hann raunverulega við tamningu, sem þvingar einstaklingsástríðurnar undir vald sterk- ari samfélagsvilja. Og það, sem vér nefn- um stjórnmálakcnningar lians, það cr að verulegu leyti lýsing á áhrifum pólitísks valdakerfis á ástríður manna. En þess lier að gæta: Maechiavclli segir ekki, að þetta ástand sé æskilegt, eða að honum líki það vel. Ilann fullyrðir að- eins: Ef vér skoðum manninn í Jjósi sög- unnar, þá finnum vér ekki annað en þetta. Og liann segir það eftirminnilega, af því að honum finnst það lieigulsliátt- ur að nefna ekki hlutina réttu nafni, að- eins af því að oss geðjast ekki það, sem vér hljótum að sjá, ef vér athugum það lilutlaust og nákvæmlega. Sagan sýnir honum enn fremur, að mannfólkið skiptist í tvær gerðir, sem þrátt fyrir allan skyldleika eru svo ger- ólíkar, að þær gætu virzt vera af ólík- um uppruna: Múginn (vulgo) og ofur- mennið (virtuoso). Múgurinn er það efni, sem atburðarásin mótar; lrann hlítir því einungis þyngdarlögmálinu. Ofurmennið aftur á rnóti er formgjafi; hann þrýstir svipmóti sínu á framtíðina. Ilann getur eins vel fæðzt i örsnauðu heiðarbýli og 1 glæstri höll. Maðurinn stendur því hærra, því ólráðari sem liann er hinum duldu orsakakeðjum eðlis síns, unz hann er ekki annað en lireint vit og lrreint afl - gerir sér í afburðaljósri liugsun grein fyrir samfélagslegri aðstöðu sinni og þeim tæki-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.