Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 75

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 75
ANDVAIU MENNTAMÁLARÁÐ OG MENNINGARSJÓÐUR 73 IX Nú víkur sögu að bókum, sem mennta- málaráð hefir gefið út án tillits til fé- lagsmanna en í alþjóðlegum tilgangi. Þar vil ég fyrst nefna Sögu íslendinga í Vesturheimi, í nokkrum bindum. Það er mikil heimild um líf og landnám vestra, en ekki sjálfmenntabók. Höfundarnir unnu verk sitt í hjáverkum og á andvöku- tímum. Það er mikilsvert en ekki heildar- saga. Enginn útgefandi hefði hætt á að forleggja svo dýrt verk með litlar kaup- cndavonir. Samt er útgáfan þjóðlegt verk og þakklætisvert. Síðar munu prófessorar við íslenzku deildina í Winnipeg rita á ensku og íslenzku skemmtileg og andrík verk um ríki íslendinga vestan hafs. Þá verður saga menntamálaráðs frumheimild með almanaki Ólafs Þorgeirssonar, ís- lenzku blöðunum og tímaritunum vestan- hafs og ótal öðrum heimildum í Kanada og Bandaríkjunum, munnlegum og rit- uðum, en með þessu verki var á vegum menntamálaráðs lagður grundvöllur, sem síðar má byggja á. Skyld en þó annars eðlis er hin mikla útgáfa verka St. G. St., ljóðmæli, hréf og ritgerðir. Hefur dr. Þorkell Jóhannesson unnið þar mikið verk og gott. Vandamaður hans, dr. Rögnvaldur Bétursson, hafði staðið fyrir fyrstu út- gáfu ljóðmæla St. G. St. og átt manna mestan þátt í að hjarga miklu af verk- um skáldsins frá gleymsku og glötun. ór. Þorkell Jóhannesson gekk í þetta verk með stuðningi frændkonu sinnar, Þ'ú Hólmfríðar Pétursson. Menntamála- táð hefur skilið vel við minningu Kletta- fjallaskáldsins með allri þessari útgáfu. Enginn annar aðili hér á landi hefði gert það verk jafn vel og stórmannlega. Þar þarf engu við að bæta nema góðri og glöggri ævisögu St. G. St. En þó að þessi storútgáfa á verkum þjóðskálds sé mjög lofsamleg eftir ástæðum, á það fordæmi tæplega við um heildarútgáfu annarra íslenzkra þjóðskálda. Þar eru hæg heima- tökin fyrir önnur útgáfufyrirtæki. Menntamálaráð hefir látið sér við koma ýmiskonar önnur þjóðleg málefni, sem styðja þurfti með útgáfu bóka, sem aðrir höfðu ekki sinnt. Kemur þar í fyrstu röð leikritaútgáfan, sem hefir orðið til mikils hægðarauka fyrir hin mörgu dreifðu leikfélög í kauptúnum og sveit. Handritabók Bjarna Gíslasonar var gefin út í annað sinn í Danmörku í stóru upp- lagi og send ókeypis til menntastofnana og útgáfufyrirtækja víða um Norðurlönd. Stóð Axel Kristjánsson forstjóri í Hafnar- firði fyrir fjársöfnun í því skyni. Hér á landi var mikill áhugi fyrir endurheimt handritanna frá Dönum, en háværustu málsvarar þeirrar kröfu gcrðu nálega ekk- ert til að fræða almenning hér á landi um sögu handritanna og urn einstaka þætti þessa máls í átökum milli Dana og Islendinga. Hafði jafnvel andað kulda- lega að hinum þrautseiga og áhrifamikla málsvara íslendinga í Danmörku, Bjarna Gíslasyni rithöfundi. Menntamálaráð tók þetta mál í sínar hendur, lét þýða bók Bjarna Gíslasonar og seldi hana á frjáls- um markaði. Fremur var bókinni tekið dauflega nema af áhugafélagi nemenda í menntaskólanum í Reykjavík. Þessir nemendur höfðu fengið kunnáttumann til að rita glögga og góða yfirlitsgrein um handritamálið. Unnu þeir síðan vask- lega að því að dreifa ritlingi sínum og útgáfu menntamálaráðs um allt land. Er nú svo komið að almenningur á íslandi hefir í höndum mikil gögn um flest, sem varðar þetta þjóðlega baráttumál Is- lendinga. Hér er ekki staður eða stund til að minnast nema örfárra af hinum mörgu útgáfubókum menntamálaráðs, enda var tilgangur þessarar ritgcrðar sá einn að gefa lesendum nokkra yfirsýn um málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.