Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 17

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 17
ANDVAIU STEINGRIMUR J. DOUSTEINSSON 15 ingana í Fyrirgefningu og Vistaskiptum. Börn verða Einari einmitt hugleikið söguefni, eins og í tveimur síðastnefndum sögum og í Marjas. Honum lætur líka betur að lýsa því einlæga og óbrotna en því harkalega eða margslungna, hann stendur nær og kann betur tökin á barni en bragðaref, binum kúgaða en kúgaranum. í stærri sögurn hans eru t. a. m. með eftirminnilegustu persón- unum Imba vatnskerling í Ofurefli og Gríma þvottakona í Sambýli. Samúðin með einstæðingunum tekur jafnvel út yfir gröf og dauða, sbr. Móra, hina villuráfandi sál, sem þarfnast góðra bugsana og fyrirbæna. Næstsíðasta smá- saga Einars, lleykur (í Eimreiðinni 1928), er enn um smælingjann, en nú ekki barnið, heldur gamalmennið, ekki hreppsómagann, heldur heimilisþræl- inn, tengdamóðurina, sem sinnir erfiðustu vinnukonustörfum og af undirgefni og fórnfýsi lýtur skilningsleysi og eigingirni frúarinnar ungu. Nú var afstaðan breytt frá því um aldamót. Nú kúgaði unga kynslóðin fremur gamalmennin en lullorðna fólkið börnin. Frá ýmsum hliðum lítur Einar á menn og málefni í sögum sínum. Við- borfið breyttist mjög með þroskaaldri, eins og áður er að vikið. En jafnvel þar, sem skoðun Einars er ákveðnust, boðunin berust, veltir hann efninu fyrir sér — eða öllu beldur fyrir lesendum — rökræðir það, efast og andmælir, til þess að menn verði þeim mun sannfærðari, er það hefur staðið af sér allar bryðjurnar, svo að varla virðist nema eitt álit tækilegt, eftir að horft hefur verið á málið frá svo mörgum sjónarbólum (sbr. t. a. m. Gull og Móra). Loks eru smásögur Einars flestallar sveitasögur, þótt frá því séu örfáar nndantekningar. En stærri sögurnar, rómanarnir, eru að mestu kaupstaða- °g einkurn Reykjavíkursögur. Hvort sem rómanar Einars Kvarans eiga sér lengra eða skemmra líf fyrir böndum, verður varla um það deilt, hve ríkan þátt hann á í þróun þeirrar bókmenntagreinar hér á landi. Frá miðri 19. öld og þar til hann tók hér til, höfðu á rúmlega aldarfjórðungs fresti komið fram þrjár langar skáldsögur, sem haldið hafa vclli, sögur Jóns Thoroddsens og Upp við fossa eftir Þorgils gjallanda, allar merkar að mannlýsingum og stíl, cn gallaðar að gerð og að ýnisu leyti frumstæðar. Aðrar langar sögur fram til þessa voru fáar og mis- heppnaðar eða lágreistar, nema hinn sérstæði kvistur Heljarslóðarorusta Grön- dals og svo Halla Jóns Trausta, sem var þá ný af nálinni (1906). En þessir skemnitilega ólíku menn koma fram við upphaf þess frjósemdarskeiðs íslenzkrar romanaritunar, sem nú stendur með hvað mestum blóma. Það eitt væri ærið l'akkar- og virðingarefni. Einn mesti sagnabálkur Einars, Ofurefli og Gull, kemur meira að segja út nákvæmlega á sama tírna og Heiðarbýlissögur Jóns frausta (1908—1911). Svo glæsilega var hér fram haldið. En í skáldsögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.