Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 48

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 48
CARLO SCHMID Þýzki stjórnmálamaðurinn og menntamaðurinn Carlo Schmid kom hingað til lands síðast liðið sumar og flutti háskólafyrirlestur þann, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu. Var Carlo Schmid gestur Háskóla íslands. I lann kynntist fornsögum okkar ungur og dáir þær mjög og hefur mikinn áhuga á íslenzkum málefnum. Carlo Schmid er varaforseti þýzka sambandsþingsms í Bonn og einn af áhrifamestu stjórnmálafor- ingjum Vestur-Þýzkalands. Var hann forsetaefni þýzkra jafnaðarmanna við forsetakjörið í sumar, er leið, þegar Theodor Heuss lét af embætti. Carlo Schmid fæddist 3. desember 1896 í Perpignan á Frakldandi, er lögfræð- ingur að menntun og starfaði sem málaflutningsmaður og háskólakenn- ari um langt áraskeið, en sérgrcin hans er erlendur réttur og þjóðaréttur. Eftir síðari heimsstyrjöldina gerðist hann einn af aðalforingjum þýzka jafnaðarmannaflokksins, var kosinn á þing 1949 og hefur verið varafor- seti þýzka sambandsþingsins frá 1953. Ennfremur er hann formaður utan- ríkismálanefndar þess og hefur mjög komið við sögu slíkra mála undan- farin ár. Carlo Schmid er afkastamikill og víðfrægur rithöfundur, og hók hans um Macehiavelli nýtur hvarvetna mikillar viðurkenningar. Hann er einstakur mælskumaður, sjálfstæður og persónulegur í skoðunum og málflutningi og mjög vinsæll. Er honum hugleikið áhugamál, að samskipti Islendinga og Þjóðverja verði sem mest og farsælust í framtíðinni. Þótti Carlo Sclimid mikið til um náttúrufegurð íslands og framfarir þær, sem hér hafa orðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.