Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 23

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 23
andvari STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON 21 Allir gera mér rangt til, af því að enginn skilur mig nema ég sjálfur, sagði Drottinn. Og þú veizt, að ég fyrirgef ævinlega allt.-------- Hvað þykir þér að? spurði Drottinn. Mennimir eru alltaf að leita. Að hverju eru þeir að leita? spurði Drottinn. Að farsælclinni. En þeir finna liana ekki. Þeir leita þar sem sízt skyldi. En ég er sjálfur í leitinni, sagði Drottinn.------- I stað farsældarinnar finna mennirnir alltaf sorgina. Elún þjakar þeim í ótal myndum, sagði engillinn. En ég er sjálfur í sorginni, sagði Drottinn. Ekki er þetta heldur lakast, sagði engillinn. Hvað er þá lakast? spurði Drottinn. Syndin, sagði engillinn. Mennimir eru svo vondir. Þeir hirða ekkert um þíg- Og þeir gera hver öðrum svo mikið mein. En ég er sjálfur í syndinni, sagði Drottinn. Þá féll engillinn fram á ásjónu sína fyrir miskunnsemdanna föður, sem hafði tekið sér bústað í öllu — og líka í syndinni. Hér er ekki aðeins um að ræða sameiginlegan uppruna ills og góðs, eins °g hjá Einari Benediktssyni, lieldur eru algyðistrúin (panþeisminn) og ein- hyggjan (mónisminn) svo víðtæk, að guð hýr í öllu og allt er guðlegs uppmna, jafnt illt sem gott. í skýringu á lífsskoðun sinni í samhandi við þetta ævintýri segir Einar réttilega, að við „finnum aldrei það illa hreinræktað, einangrað frá öllu góðu.“23 Gegn þessu mætti reyndar tefla því, að við þekkjum ekki heldur — úr reynslu okkar í lífinu — hið góða hreinræktað, einangrað frá öllu illu. En allt um það er sú trú Einars og kenning, að guð sé algóður og almáttugur, en hið illa sé ekki til, og frumafl tilverunnar sé aðeins eitt og það sé gott.24 Jafnvel syndin er frá guði runnin. Hún er, að dómi Einars, ein af þroska- leiðunum, eitt af reynsluráðunum, sem guð hefur fyrir mennina lagt, að vísu krókastígur, sem liggur úr leið, en þó til þess lagður að gera mönnum ljósari ófærurnar og beina þeim þar með á réttar brautir — þrengingar, sem verða dl leiðbeiningar, þjáning, sem leiðir til farsældar, villigötur, sem ljúka upp augum manna og greiða þeim þannig leiðina til lífsins. En nú kunna einhverjir að spyrja sem svo: Hvemig fer um þá, sem Vlkja aldrei af vegi syndarinnar? Er ekki hættan — glötunin — til, þrátt fyrir allt? Einar svarar því til, að þeir, sem sjá sig ekki um hönd í jarðlífinu, geri það annars heims. Afvegaleiðsla syndarinnar stefni alltaf til farsældar, hafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.