Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 20

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 20
18 lilNAlt II. KVAHAN ANDVARI er í veröldinni, er syndabyrðin. Og liáleitasta og göfugasta hlutverkið, sem mönnum hlotnast á þessari jörð, er að vera trúað fyrir því að bera syndir annarra. Þetta er kjarni leiksins. X Síðan snýr Einar sér aftur að samfelldri skáldsagnaritun urn sex ára skeið, gefur út sögurnar Sálin vaknar (1916), Sambýli (1918) og Sögur Rannveigar (1920—22). Þá verður nokkurt hlé á samningu langra skáldverka. En 1927 var þjóðleikhússnefndin skipuð, og átti Einar sæti í henni, ásamt Indriða Einars- syni og Jakobi Möller. Árið 1930 var hafizt handa um bygginguna, og datt þá engum í hug, að hún drægist á langinn eins og raun varð á; og um sama leyti komst starfsemi Leikfélags Reykjavíkur á öruggari rekstrargrundvöll, og Ríkisútvarpið tók til starfa. Allt hefur þetta örvað Einar. Og nú semur hann aftur tvö leikrit, kominn á áttræðisaldur: Hallstein og Dóru (1931) og Jósafat (1932), saminn upp úr Sambýli, og einnig nokkra útvarpsþætti, svo næmur var hann á nýjungar fram á elliár. Að lokurn gaf liann út skáldsögu, Gæfu- mann (1933), og hann dó frá langri skáldsögu og hálfsömdum ævintýraleik. Enn eru hér sum söguheitin lærdómsrík: sálin á að vakna til vitundar urn gildi fórnfýsi og fyrirgefningar og til skilnings á kærleiksríki eilífðarinnar, — menn eiga að skoða sig í sambýli, samvinnu við allan heiminn, alla tilveruna, — og þetta er leiðin til sannrar gæfu þessa heims og annars. Einar fékkst nú æ meira við rannsókn dularfullra fyrirbrigða, var forseti Sálarrannsóknafélags íslands frá stofnun þess 1918 og ritstjóri tímarits þess Morguns, frá því er það hóf göngu sína 1920 og til dauðadags. Þetta er senni- lega að nokkru skýring þess, hve mjög dró úr skáldskaparstörfum Einars um skeið upp úr 1920. Sálarrannsóknir og boðun framhaldslífs á grundvelli þeirra urðu honum köllun. „Það er sannfæring mín, að til þess hafi ég verið sendur inn í jarðlífið að flytja þetta mál,“ sagði hann við einn vina sinna, Snæbjörn Jónsson, nokkrum mánuðum fyrir andlát sitt. En með þeim skáldritum, sem áðan voru nefnd, eða hinu fyrsta þeirra, sögunni Sálin vaknar (1916), verða þáttaskipti í skáldskaparsögu Einars. Upp frá því verða andatrú hans, dulhyggjan og sambandið við annan heim einn höfuðþáttur skáldverkanna: menn heyra raddir og sjá sýnir, fram fara um- myndanir mennskra, hállheilagra manna, framliðnir birtast, jafnvel sjállur Drottinn. Og þessar dulskynjanir hafa gagnger áhrif á persónurnar og valda jafnvel sinnaskiptum þeirra — og ráða því oft miklu um gerð þeirra og gang sögunnar eða leikritsins. Alltaf er þarna samt meira og minna af raunsæi og sérstaldega af raunsæissvip, þótt dulsæið verði afltaugin. En því minna sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.