Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 16

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 16
14 lilNAR II. KVAKAN ANDVARI mundir frá alþingi. Nú fyrst fer hann að semja langar skáldsögur, auk smá- sagna, og um liríð gaf hann sig einnig nokkuð að leikritagerð. Hver bókin rak nú aðra frá 1908—1923, og enn gaf hann út nokkur skáldrit upp úr 1930. — Alla ævi lékkst Einar því svo til einvörðungu við ritstörf. Kalla má, að með honum hefjist íslenzk rithöfundastétt. En Ijóst er af þessu yfirliti, að Einar er kominn undir fimmtugt, þegar verulcgur skriður kemst á skáldsagnaritun hans, og mesti starfstíminn næstu 15 ár, frarn undir hálfsjötugt. Það má a. m. k. með tvennu skýra það, hve scint á ævi Einars aðal-skáldskaparskeið lians fellur: með ytri ástæðum (hvaríi frá bhaðamennsku og styrkveitingunni), en ekki síður með skáldeðli lians, hve hann var mikill „hugrenningamaður", eins og Sigurður skólameistari Guð- mundsson kallaði það,1G þ. e.: að einn mesti aflvaki skáldskapar hans var hugsunin um farsæld manna þessa heims og annars, um afstöðuna til eilífðar- mála og guðdómsins og önnur hin hinztu rök. Hér var því síður um að ræða duttlunga innblásturs og misvindi stundartilfinninga en sjálfrátt hugsanastarf þroskaaldurs, þótt oft væru þær hugsanir vaktar og oftast vermdar af tilfinninga- lífinu. VIII Sem smásagnahölundur hafði Einar fyrst komið fram, þar hefur hann að llestra manna dómi náð hæst í list sinni, og hann hefur gert með því bezta, sem til er í þeirri grein á íslenzku, svo að hann myndi skipa allmikið rúm í úrvalssafni íslenzkra smásagna. Smásagnasöfn hans eru fjögur talsins (auk endurprentana) og heita Vestan hafs og austan (1901), Smælingjar (1908), Frá ýmsum hliðum (1913) og Sveita- sögur (1923). Eins og Sigurður Nordal hefur hent á,17 eru heitin einkar vel valin — og af þeim einum má verða margs vísari um sögurnar. Vestan hafs eru reyndar fæstar þeirra samdar. En þar náði Einar þó fyrst fullum tökum á sagnalistinni. Og þar hefur lyrst skotið frjóöngum bjartsýnistrúin á gengi mannsins þessa hcims og annars, þótt ekki kæmi fram fyrr en seinna og þá austan hafs, þar sem Einar vann mest skáldskaparstarf sitt. Árið 1907 var hann aftur um skeið í Vesturheimi og sótti á heimleiðinni mjög miðlatundi í Lundúnum.18 Þetta var vígsluförin, áður en hann tók að lielga sig einvörðungu skáldskap og sálarrannsóknum. Sanrúð hans og vorkunnsemi er alltaf vakandi gagnvart umkomuleys- ingjanum, smælingjanum, andlegum, efnalegum, þjóðfélagslegum. Nægir þar að minna á Ólaf í Vonum, Vitlausu-Gunnu í samnefndri sögu og niðursetn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.