Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 72

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 72
70 JÓNAS JÓNSSON ANDVAIU Þetta verk varð þó Fídíasi enginn ham- ingjugjafi, því nokkuð af gulli því og fílabeini sem honum var ætlað í styttuna hvarf úr vinnustofu hans, og gat hann ekki gert nein skil fyrir því. Óvinir Perí- klesar létu þetta færi ekki ganga sér úr greipum. Þeir sökuðu Fídías um þjófnað og fengu hann sekan dæmdan. En Ólym- píumenn skárust í leikinn og greiddu sektarfé hans, gegn því skilyrði að hann kæmi til Ólympíu og gerði líkneskju af gulli og fílabeini í musteri Seifs. Fídías vildi hafa myndir sínar miklar að vallar- sýn, og var þessi Seifur hans sextíu fet á hæð í sæti sinu, svo að nöldurseggir bentu á að guðinn mundi rjúfa þak musterisins ef honum sýndist að rísa á fætur. A höfuð þrumuvaldsins setti Fídías kórónu af gulli í líki smjörviðargreina og laufs; í hægri hönd litla líkneskju sigur- gyðjunnar, einnig úr gulli og fílabeini; í vinstri hönd veldissprota greyptan gim- steinum. Skikkjan var íorgyllt og blóm- um lögð; á fótum ilskór af skíra gulli. Þegar rnyndin var albúin þótti hún svo mikilfengleg að um hana var spunnin hclgisögn: Sagt er að Fídías hafi að verka- lokum beðið um viðurkenningartákn frá himnum, og jafnskjótt hafi eldingu slegið niður í steinhlaðið við fætur styttunnar. Verkið var talið eitt af sjö undrum ver- aldar, og allir sem ráð höfðu á fóru píla- gríinsför til að sjá hið jarðneska stein- líkneski guðsins. Aemelíus Paulus, Róm- verji sá sem vann Grikkland, varð gagn- tekinn af lotningu er hann sá þessa risa- vöxnu höggmynd. Grískur sagnaritari kallar hana fegurstu mynd veraldar: „Ef sá sem tæmt hcfur bikar ógæfu og sorgar og aldrei framar festir væran blund, stæði frammi fyrir þessari mynd, þá mundi hann á samri stundu gleyma öllum þeim þrautum sem mennina mæða“. „Þessi fagra líkneskja lyfti trúnni á æðra stig“, segir rómverskur mælskumaður; „tign hennar var jafnborin guðinum sjálfum.“ Engin traust heimild er til urn síðustu æviár Fídíasar. Ein sagan segir að hann hafi horfið aftur til Aþenu og andazt í dýflissu, önnur að hann hafi setið um kyrrt í Elís og verið líflátinn þar; ekki eigum vér þá góðra kosta völ. — En lærisveinar hans héldu starfi hans áfrarn og lofuðu meistarann með verkum sínum. Ég hefi lánað og fengið þýddan þenn- an litla kafla úr hinni frægu menningar- sögu Will Durant til að sýna lesendum Andvara með glöggu dæmi hve miklu munar á verkum snjallra rithöfunda og hversdagslegra aktaskrifara. Höfundur- inn lýsir einum af fremstu meisturum heimslistarinnar. Sú saga verður flestum lesendum ógleymanleg þó að ekki séu notuð mörg orð til að segja söguna. Ef þessháttar ævisögur væru þýddar og gefnar út með myndarhrag, þá mundi slíkt ritsafn á þúsund heimilum gerbreyta viðhorfi nýrra kynslóða, sem steindauð yfirheyrsluþrælkun um ártöl og aldur konunga hefir þreytt og lamað. Ég mun síðar víkja með fleiri rökum að þessari sögufræðslu. Menntamálaráð hefir gert margar til- raunir um bókaval bæði fyrir fasta félags- menn og aðra bókakaupendur. Meðan ég átti sæti í útgáfustjórninni, beitti ég mér fyrir allmörgum nýjungum. Sumar gáfust vel, en aðrar miður. Ég lagði frá upphafi áherzlu á að fastir félagar ættu árlega kost á völdum bókum, sem gætu orðið varanleg eign í hverju heim- ilisbókasafni. Fremstar í því efni eru hinar litlu úrvalsbækur þjóðlegra bók- mennta. Þar fór saman úrval beztu ljóða með mynd höfundar og ævisaga með ein- földum skýringum um samtíð skáldsins og verk hans. Sumum hókvinum þóttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.