Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 44

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 44
42 TRYGGVE ANDERSEN ANDVARI hennar að vori! Þó að Bertel hefði farizt, skyldi hún halda jörðinni, barnsins vegna, þó að hún yrði að þræla baki brotnu. Barnið skyldi ekki alast upp hjá ókunnugum og lifa á náðarbrauði. En ef henni yrði það nú um megn? Hún settist, kvíðafull, en beit á jaxlinn. . . . Það var veðdeildarlánið, sparisjóðslánið og hundrað króna skuldin í húðinni. Þau höfðu haldið erfisdrykkju, keypt bú föður hennar og borgað systur Bertels erfðahluta hennar. . . . En ef sýslumaðurinn kæmi nú og skrifaði upp hvert tangur og tetur og seldi það? Margrét skimaði kringum sig. Skattholið og hjónarúmið voru úr búi tengdaforeldra hennar. Kommóðuna, borðið og lampann hafði hún lagt í búið, einnig kúna. Legubekkinn, spegilinn, stólana og nýja ofninn höfðu þau keypt í borginni. Eldhúsáhöldin og horðbúnaðurinn voru að mestu leyti úr búi gamla mannsins. . . . Það var ekki mikið verðmæti í þessum hlutum, en þeir voru þeirra eign, allt um það, og hún gat ekki afborið að inissa þá, — nei, hún gat ekki afborið það. En ef hún gæti nú ekki haldið þeim! . . . Hún lét aftur augun. Tárin runnu niður kinnarnar, og hún laut áfram að nýju og lét liöfuðið hvíla á handleggnum. Hún skalf af ekka, svo að borðið hristist. Hún reyndi að harka af sér, en tárin streymdu og treyjuermin hennar varð rennvot. Klukkan í stofunni sló átta, og við það hrökk hún upp. Hún mundi, að hún var ekki búin að mjólka kúna. Það var farið að rökkva í stofunni, og það var orðið of dimmt til þess að fara á varðbergið. Annars hafði hún staðið þar morgun, kvöld og miðjan dag síðustu vikuna, enda þótt skyggnið hefði verið slæmt vegna regns og þoku, þangað til rofaði til í gær og sá til sólar. — Hvern skollann átti það að þýða að hafa uppi þetta stóra sigluljós? Að vísu har það meiri hirtu en gasljósið á bryggjunni, en því mátti ekki gleyma, að það hrenndi tuttugu pottum af olíu á vakt. . . . Kyndugur karl, þessi skip- stjóri! . . . Það var svei mér glatt á hjalla hjá skipverjunum! Þeir hlógu og æptu og sungu. Þeir voru að létta akkerum. Það glamraði í akkerisfestinni. . . • „I am bound for Rio Grandf' . . . Elomgrýtis öskur er þetta! . . . Haltu þér saman, déskotans svertingjaþrjóturinn þinn! Öskraðu ekki svo, að þú sprengh' í manni hljóðhimnumar! — Heyrðu mig, piltur minn, taktu niður þetta bjarta sigluljós! — Sparaðu olíuna. . . . Svona, svona, ekki að missa ráð og rænu. Þetta var ekki sigluljós. Það var tunglið . . . Báturinn sigldi beitivind í liægum sunnanbyr inn sundið milli eyjarinnar og yzlu skerjanna, sem straumurinn svarf og bárurnar lóuðu á með þungum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.