Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 69

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 69
ANDVAKI MENNTAMÁLAKÁÐ OG MENNINGARSJÓÐUR 67 minjavörður tók venjulega við öllum myndum jafn skjótt og þær voru keyptar og kom þeim fyrir í eldtryggu herbergi í kjallara Arnarhvols. Vegna þrengsla í geymslunni og af öðrum ástæðum dreifði ég þá allmiklu af góðum málverkum á opinberar stofnanir, stjórnarráð, háskólann og flesta stærri skóla landsins. Þessi ráð- stöfun var heppileg og hafði vekjandi áhrif á listasmekk í ungmennaskólum landsins. Bókaútgáfan hefir tengt menntamála- ráð og menningarsjóð fastari tengslum við allan almenning heldur en hinar tvær starfsgreinarnar og mun svo enn verða. Með breytingu þeirri, sem Gylfi Gíslason hefir staðiÖ fyrir á löggjöf um skipulag menningarsjóðs má segja, að náttúrufræðideildin sé flutt frá mennta- málaráði undir annarlega yfirstjórn. Lista- deildin færir hinsvegar út kvíarnar með auknum fjárráðum og er nú tími til kominn, að hafizt verði handa um skipu- legan undirbúning að fullkomnu lista- safni. Verður sá þáttur tekinn til með- ierðar síðar í þessari grein. Menntamálaráði tókst í byrjun síðara stríðsins, þegar borgaraflokkarnir þrír stóðu saman um þjóðstjórn, að koma á skipulegri og félagsbundinni útgáfu bóka til nálega 13 þúsund áskrifenda. Bar margt til að í svo mikið var ráðizt. Þjóðin er ákaflega bókelsk og í engu landi mun vera jafnalmenn hneigð hjá ríkum mönn- um og efnalitlum að eignast heimilis- hókasafn, stór eða lítil eftir ástæðum. Mikill vandi var á höndum menntamála- ráðs að velja heppilegan bókaforða handa svo miklum fjölda fastra kaupenda. Vand- inn óx við að oft verða allmiklar hreytingar á fulltrúum flokka í ráðinu yið nýjar kosningar. Oft var ekki til lengdar fylgt óhvikulli stefnu um bóka- valið. Þó hefir samkomulag að jafnaði verið tiltölulega gott í ráðinu og sjaldan eða aldrei gætti flokkadrátta. Fyrstu árin reis óánægja gegn bókum sem áttu skilið góða dóma. Sultur Hamsuns er mikið listaverk, ekki sízt í hinni ágætu þýð- ingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Hliðstæðum andróðri var beitt gegn öðru heimsfrægu listaverki, sögu Viktoríu drottningar í þýðingu Kristjáns Alberts- sonar. Þar var ein prentvilla gerð að höfuðsynd og bókin talin óhæf í góð- um bókasöfnum. Þessi bók er heims- frægt snilldarverk í nútímasögu og hefir höfundurinn Lytton Strachey orðið brautryðjandi í söguritun þar sem snjallir rithöfundar eru að verki, enda var for- dæmið hugstætt íslendingum vegna þess að list þessa höfundar er náskyld sögu- ritun hinna beztu íslendingasagna. Þýð- ingin var auk þess mjög snjöll og vel gerð svo sem vænta mátti. Þriðja bókin, sem illvígir andróðursmenn spilltu fyrir, var Gallastríð Sesars í þýðingu Páls Sveins- sonar. f öllum þessum tilfellum var and- róÖurinn byggður á óvild til hinnar stór- tæku útgáfu menntamálaráðs og gætti þar fyrst og fremst afbrýði óánægðra keppinauta. Ef útgáfan hefði ráðið yfir góðu tímariti sem skýrði málefni mennta- málaráðs hlutlaust og með réttum rök- um hefði þar mátt leggja fram fyrir kaupendur rétt rök í þessum útgáfu- málum. Síðan útgáfa menningarsjóðs og ÞjóÖvinafélagsins hefir verið sam- einuð, er auðvelt fyrir útgáfustjórnina að ná tali af félagsmönnum í Andvara, en það tækifæri var ekki notaÖ nógu snemma. Alþingi sinnti ekki málum Þjóðvinafélagsins svo sem því bar skylda til, jafnvel vanrækti að kjósa menn í stjórn þess. Enn bar þaÖ til, að einn af fulltrúum flokkanna í útgáfustjórn- inni, sagnfræÖingurinn Barði Guðmunds- son, hóf á vegum menningarsjóðs áróður fyrir sérkennilegum og lítið vinsælum kenningum um uppruna fornbókmennt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.