Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 42

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 42
40 TRYGGVE ANDERSEN ANDVAIU Veslings Margrét! Sennilega var hún þegar farin að óttast um liann — sennilega . . . Hann þreifaði eftir pípunni, en höndin seig ináttlaus niður og hann kom ekki pípunni upp í sig. Höfuðið seig niður á bringuna, og eftir stundarkom var hann farinn að hrjóta. Og undiraldan vaggaði hátnum, og seglin slógust við siglu og rár, og nóttin grúfði yfir hafinu. Haflöðrið skvettist framan í hann. Hann þaut á fætur, þreif stýrið og sneri hátnum upp í vindinn. Stomiurinn hvein og öskraði. Hann hafði skollið á í einu vetfangi. Og nú var ekki um annað að ræða en að reyna að halda flcyt- unni ofan sjávar. — í norðri tindmðu og lciftruðu stjörnurnar. II Hafnsögumennirnir ætluðu að tilkynna vátryggingarfélaginu hvarf hátsins. Þeim fannst það ekki mega dragast lengur, því að nú voru liðnir tíu sólarhringar síðan hans var saknað, og þeir höfðu ekki haft neinar spurnir af honum, þrátt fyrir allar skeytasendingamar og eflirgrennslanimar. Ámi í Leynivík og faðir Margrétar liöfðu heimsótt liana og sagt hcnni, livernig komið væri. Og óðar og hún kom auga á hafnsögumanninn í fylgd með föður sínum, vissi hún, að þeir mundu færa henni slæm tiðindi, og að Bertel væri dáinn. Þeir reyndu að hughreysta hana og sögðu, að það væri reyndar alls ekki víst. Hann hefði haft nægar vistir. Og gömlu mennimir töldu upp alla liugsanlega möguleika á því, að hann hefði kornizt af, jafnvel þótt báturinn hefði farizt. Sennilegast þótti þeim, að skip á útleið hefði hjargað honum — ef til vill siglt á bátinn, en bjargað honum samt, — og þá gæti orðið langt þangað til spyrðist til lians . . . Þetta fannst þeim mjög sennilegt, og þegar hún hafði jafnað sig svo, að hún hafði rænu á að bera þeim mat og kaffi, sögðu þeir frá inörgum slíkum athurðum máli sínu til sönnunar. En stundum urðu þeir loðmæltir, og það var eins og kökkur sæti í hálsinum á þeim. Hún gekk þess ekki dulin, að þeir voru mjög vondaufir, og henni létti, þegar þeir fóru. Hún stóð í dyrunum og horfði á eftir gömlu mönnunum. Þeir stefndu á hús nágranna hennar og gengu stuttum, hægum skrefum, álútir og hoknir í herðum, eins og þeir væru að fylgja líki til grafar. Þóra stóð úti við brunninn og var að skola úr fötum. Hún stöðvaði þá og tók þá tali. Meðan þau voru að tala saman, kom Hinrik út úr eldiviðarskýlinu, og sonur lians, hálfvaxinn, kom á hnotskóg á eftir honum. Þeir voru bikugir á höndunum og gátu því ekki heilsað með handabandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.