Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 76

Andvari - 01.04.1960, Blaðsíða 76
74 JÓNAS JÓNSSON ANDVABI Þó þykir mér við eiga að minnast einnar útgáfubókar menntamálaráðs, hinnar miklu ævisögu Einars Asmundssonar í þrem bindum. Hún er að stærð og efnis- aðdrætti sambærileg við bin frægu rit Páls E. Ólasonar og dr. Þorkels Jóhannes- sonar um Jón Sigurðsson og Tryggva Gunnarsson. Þegar ævisögur merkra manna fylla mörg bindi, verða þau rit aldrei almennings lestur í landinu Al- menningur telur sig ekki hafa tíma til að lesa svo viðamikil verk um margar söguhetjur. Allar þvílíkar bækur verða þess vegna að verulegu leyti þættir í safni til sögu Islands. Hinsvegar er í slíkum stórritum mikið efni sem er fræðandi, skemmtilegt og eykur skilning margra manna á sögu landsins. Þó verða hinir fleiri sem borfa með kvíðakennd á ævi- sögur cinstakra manna sem fylla mörg bindi í bókaskápnum þeirra. Islandssaga menntamálaráðs er allt annars eðlis og helzt til seint fram komin. Gegndi furðu að báskólinn eða bók- mcnntafélagið skyldu ekki bcfjast handa um svo sjálfsagða framkvæmd. Þegar tek- izt hafði samvinna um útgáfustarfsemi menntamálaráðs og Þjóðvinafélagsins beittum við dr. Þorkell Jóhannesson okkur fyrir útgáfu mikillar Islandssögu. Þessi saga verður ætíð tengd við nöfn tveggja söguprófessora, dr. Páls Eggerts Ólasonar og dr. Þorkels Jóhannessonar. Þó unnu þeir að þessu verki utan við verkahring heimspekideildarinnar. Það hefir líka reynzt erfitt að fá sagnfræð- inga til að vinna að þessu ritverki ef frá cru taldir framangreindir brautryðjcnd- ur. Fram að þessu hafa engir viðhlítandi höfundar fengizt til að rita þrjú fyrstu bindin, þar sem sízt vantar heimildir innlendar og erlendar. Nú hygg ég að forráðamenn menningarsjóðs hafi í hyggju að knýja fast á hurðir og fá á næstu missirum þrjá höfunda til að ljúka þessu ritverki. Einn af leiðtogum mennta- málaráðs hefir látið falla orð um að hann vilai að menntamálaráð seldi á hverjum tíma allt sem út er komið af sögu Is- lendinga í einu lagi fyrir rnjög lágt verð til allra fermingarbarna, sem hefðu hug á slíkum kaupum. Utgáfan væri þá Ijós- prentuð eftir því sem þörf krefði. Þá mundi saga landsins og fornbókmennt- irnar standa hlið við hlið á flestum nýjum heimilum. X Hér þykir mér við eiga að minnast atvika frá stofnárum hinnar sameiginlegu útgáfu Þjóðvinafélagsins og menntamála- ráðs sem eru táknræn um þann hug og bjartsýni, sem gaf þessum samtökum líf- rænt gildi. Þá áttu sæti í menntamála- ráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn dr. Guðm. Finnbogason og Arni Pálsson prófessor. Þeir voru báðir þrautreyndir stuðnings- menn Bókmenntafélagsins. Þeim var ekki óttalaust að hin væntanlega samútgáfa tveggja menningarstofnana mundi þrengja að útgáfu Bókmenntafélagsins með framboði á mörgum nýjum og álit- legum bókum. Mér þótti þeir félagar hafa lög að mæla og taldi það vera skyldu góðra nábúa að styðja sögufrægt menningarfélag til lífvænlegra aðgerða. Mér kom þá til hugar að dr. Páll E. Ólason væri allra manna líklegastur til að geta, eins og á stóð, unnið einstakt afrek með Bókmenntafélaginu. Islend- inga vantaði sínar æviskrár, undirstöðu- verk í bókmenntum þjóðarinnar. Ut- gáfa þess verks mundi hvergi betur komin cn hjá Bókmenntafélaginu. Svo vel stóð á á þessum tíma að dr. Páll E. Ólason var búinn að Ijúka þeim mörgu stórverkum í söguritun landsins, sem hann hafði fengizt við í áratugi. Hann kunni ekki sérlega vel við banka- eða stjórnar- ráðsstörf. Sagnfræðin átti hug bans allan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.