Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1960, Side 54

Andvari - 01.04.1960, Side 54
52 Pnól'. DII. CARLO SCIIMID ANDVARI en — aðeins ineð gagnstæðri orkurás, þ. e. með valdi eða brögðum. Þetta er grundvöllurinn að hinni póli- tísku „siðfræði" Macchiavellis. Svo fjöl- breytilegt sem tilfinningalíf mannsins virðist vera, má þó leiða öJl tilhrigði þess af tveimur frumþáttum eðlisins: ágirnd og ótta. Þeir eru aflgjafinn í öllum mann- legum verknaði. Ef vér reynum að túlka manninn öðruvísi, villum vér bæði sjálf- um oss og öðrum sýn. Ilomo homini lupus. Allt annað er hlekking og svik; það sýnir mannkynssagan oss greinilega. Þess vegna eiga mennirnir í sífelldum styrjöldum. Maðurinn getur eklci lifað nema í baráttu. — „Mennirnir eiga í stöðugum ófriði. I3egar þeir þurfa ekki að berjast fyrir tilveru sinni, þá berjast þeir vegna metnaðargirni, sem er svo voldugt afl í mannlegu brjósti, að hún sleppir aldrei tökum á oss, liversu hátt sem vér kunnum að klifra í metorðastiganum. Orsök þessa er sú, að girndir mannsins eru samkvæmt eðli sínu óseðjandi. Hann getur ágirnzt alit, en megnar aldrei að svala ágirnd sinni að fullu. Og með því að girndin til að eignast og njóta er sterkari cn getan til að fullnægja henni, þá verðum vér óánægðir með það, sem vér höfum, og leiðir á þeim nautnum, sem oss standa til boða. Upp úr þessu spretta hinar eilífu svipt- ingar mannlegra örlaga. Þannig hefjast ófriður og styrjaldir, en af þeim lciðir hrun og uppreisnir" (Disc. I 37). í samræmi við þetta cðli mannsins eru verk hans alltaf og alls staðar. Ef stjórn- málastarfsemi hans Jeiðir til góðs, sið- fræðilega séð, þá er það ekki vegna þess, að liann liafi viljað gera hið góða, heldur af því að eigingirni lians féll saman við sérlega hagkvæmar aðstæður, „hafði straum tímans með sér“, eða, öðru vísi orðað: af því að keppimark valda- fíkninnar féll inn í nauðsyn líðandi stundar. IVi nauðsyn skilur maðurinn alltaf cftir á og aðeins frá sínu persónu- bundna sjónarmiði. Með uppeldi verður engu breytt í þessu efni, ef uppeldi þýðir viðleitni til þess að leysa manninn úr viðjum livata- hfsins, Aðeins þvingun valdhafans eða gróin hefð skipulagsins megnar að bcygja ástríðuþrungna eigingirni manneðlisins undir æðri boðorð. I>egar Macchiavelli talar um pólitísk áhrif uppeldisins, á hann raunverulega við tamningu, sem þvingar einstaklingsástríðurnar undir vald sterk- ari samfélagsvilja. Og það, sem vér nefn- um stjórnmálakcnningar lians, það cr að verulegu leyti lýsing á áhrifum pólitísks valdakerfis á ástríður manna. En þess lier að gæta: Maechiavclli segir ekki, að þetta ástand sé æskilegt, eða að honum líki það vel. Ilann fullyrðir að- eins: Ef vér skoðum manninn í Jjósi sög- unnar, þá finnum vér ekki annað en þetta. Og liann segir það eftirminnilega, af því að honum finnst það lieigulsliátt- ur að nefna ekki hlutina réttu nafni, að- eins af því að oss geðjast ekki það, sem vér hljótum að sjá, ef vér athugum það lilutlaust og nákvæmlega. Sagan sýnir honum enn fremur, að mannfólkið skiptist í tvær gerðir, sem þrátt fyrir allan skyldleika eru svo ger- ólíkar, að þær gætu virzt vera af ólík- um uppruna: Múginn (vulgo) og ofur- mennið (virtuoso). Múgurinn er það efni, sem atburðarásin mótar; lrann hlítir því einungis þyngdarlögmálinu. Ofurmennið aftur á rnóti er formgjafi; hann þrýstir svipmóti sínu á framtíðina. Ilann getur eins vel fæðzt i örsnauðu heiðarbýli og 1 glæstri höll. Maðurinn stendur því hærra, því ólráðari sem liann er hinum duldu orsakakeðjum eðlis síns, unz hann er ekki annað en lireint vit og lrreint afl - gerir sér í afburðaljósri liugsun grein fyrir samfélagslegri aðstöðu sinni og þeim tæki-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.