Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 80

Andvari - 01.04.1960, Page 80
78 JÓNAS JÓNSSON ANDVARI snjalla höfunda og listamenn. Við þýð- inguna yrði mcst stund lögð á ævisögu- þættina og þær af yfirlitsgreinum, sem tengja atburðina saman, en þó ég hefði til yfirráða fé og framkvæmdavald rnundi ég alls ekki gefa út alla sögu Mr. Durants til lcsturs á hverju heimili. Sannast oft hið fornkveðna að hóf er bezt í hverjum hlut. Ég er mjög hrifinn af Ijóðsnilld sr. Matthíasar, en óska þó ekki eftir að hin prýðilega útgáfa Magnúsar sonar hans, 1000 bls., væri í höndum hvers manns í landinu. Söguþekking er nauð- synleg, en i þeim efnum sannast hið forn- kveðna að margs þarf búið með. Ég hcfi valið kaflann um Fídías mynd- höggvara sem sýnishorn um hinn stutta, myndríka og glögga sögustíl Mr. Durants. f bók hans skipta slíkar sögumyndir hundruðum. Mér þótti hér furðulega vel farið með mikið efni í litlu rúmi. Mynd- höggvarinn er einn af glæsimönnum Grikkja á blómatímum Aþenu. Perikles og Fídías vinna saman fyrir grískt lýð- ræði. Verkefni þeirra í list og byggingar- framkvæmdum eru stórfengleg. Rústir þeirra framkvæmda eru enn eitt af undr- um heimsins. Um stund lyfti vaxtarbylgja gróandi þjóðlífs Akropolisverkinu hátt yfir hversdagslífið, en þá óx ofurmóður lýðsins. Marmari var ekki nógu dýrmæt- ur í skrautmynd gyðjunnar. Gull og fíla- bein þóttu hæfa betur. Ofundsjúkir and- stæðingar Periklesar nota vörutap til árása á þjóðarleiðtogann. Hann á að sökkva. Vegna stjórnmálaátakanna þarf myndhöggvarinn að hverfa þó að bygg- ing hofsins sé í hættu. Deilur fólksins voru augnabliks fyrirbæri og þær snertu ekki sköpunarmátt listamannsins. Hann fann hugstóra menn í öðru landi. Þeir fela Fídías enn stærra verkefni. Idann vinnur þar ný afrek. Næst bíður hans útlegð eða aftaka á myrkum leiðum sög- unnar. En myndin sem Mr. Durant hrcgður fyrir augu lesanda er glögg og óafmáanleg. Þessi stutti sögukafli er nægi- lega viðamikil æviskrá um mikinn lista- mann. I önnum hlöðnum heimi hafa góðir og greindir borgarar ekki öllu meira rúm í birgðaskálum vitundarinnar fyrir söguhetjur, innlendar og útlendar, og geta slíkir menn með þvílíka þekkingu verið vel liðtækir í frjálsu mannfélagi. Ég hygg að ef menntamálaráð ber gæfu til að gefa á myndarlegan hátt út mikið af persónusögu og nokkuð af yfirlitsþátt- um Mr. Durants, þá mundu þúsundir ís- lendinga ekki geta látið hjá líða, þó að annir séu nógar, að lesa margar, jafnvel fjölmargar af hinum snjöllu persónulýs- ingum höfundarins. Surnir mundu síðan leita til annnarra sögumanna um einstök atriði sem þættu máli skipta. Takist þetta er tvennt unnið: Þjóðin hefir upp- götvað í annríki sínu að sagan er full af fegurð og lífspeki, og í öðru lagi hefðu ný kynni við stórbrotinn höfund eflt rit- höfundargáfu, sem býr í brjóstum fjöl- margra íslendinga á öllum öldum. Sumir menn munu mæla á þá leið að ekki hlýði að þýða kafla úr ritverki og leggja nokkuð af efni þess til hliðar í ís- lenzkri útgáfu. Hér er um ofrausn að ræða. Allar þjóðir taka úrval úr bók- um, sönglögum og listaverkum. Sjálf biblían verður fyrir því að úr henni séu valdir biblíukjarni, biblíusögur o. s. frv. Tillaga mín varðandi tiltekna bókaút- gáfu menningarsjóðs er fram borin af nokkrum kunnuglcik á íslenzku sjálfs- námi. Stórþjóðir geta leyft sér ýmis- legt sem ekki hentar smáþjóðum. Þegar rætt var á Alþingi um landspítala- byggingu í Reykjavík lögðu stórhuga læknar til að reisa stórhýsi. Alþingi vildi ekki líta við málinu fyrr en stuðn- ingsmenn þess sættu sig við þriðjung þeirrar stærðar sem læknarnir báðu um. Þá var húsið byggt og stóð óbreytt í aldar-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.