Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 86

Andvari - 01.01.1983, Side 86
84 JÓN SIGURÐSSON ANDVARI alla atvinnuvegi þjóðarinnar og kaup- geta hinna vinnandi stétta aukast“, eins og markmiðið var skilgreint hjá Skipu- lagsnefnd atvinnumála, ,,Rauðku“, á kreppuárunum milli stríða. Það sem mestu varðar að mínum dómi, er hið almenna efnahagslega og félagslega umhverfi, sem einstaklingar og fyrirtæki starfa í, en ekki sértækar atvinnumálaráðstafanir í þágu einstakra atvinnugreina eða fyrirtækja. Ríkisvald- ið gerir mest gagn með því að leggja áherzlu á almennar efnahagsaðgerðir og almenna jafnvægisstefnu og festu og jafnræði í reglum um kjör atvinnurekstr- ar, að því er varðar skatta og skyldur Verndarstefna Mönnum hættir til að hafa oftrú á sértækum atvinnumálaráðstöfunum og sértækum ráðstöfunum yfirleitt. Það er brýnt að forðast slíkar aðferðir og leita lausna á efnahagsvandanum með altæk- um aðferðum. Víða um lönd gætir nú tilhneigingar til verndaraðgerða bæði í mynd innflutningstálmana og stuðnings við einstakar greinar útflutnings. Vernd- araðgerðir af þessu tæi skaða bæði efna- hag ríkjanna, sem beita þeim, og efna- hag annarra ríkja. Áhrifin af innflutn- ingshömlum koma fram í hærra verðlagi heima fyrir og minni hagkvæmni í fram- leiðslu en annars mætti ná. Stuðningur við útflutning spillir á endanum við- skiptakjörum landsins. Ef erlendar rík- isstjórnir greiða niður útflutning sinn í samkeppni við íslendinga á markaði í þriðja landi, mun útflutningsstyrkur af okkar hálfu aðeins valda þar enn frek- ara verðfalli. Sú skoðun, sem nú á sér marga talsmenn hér á landi, að frávik frá fríverzlun hjá öðrum þjóðum valdi því, að Islendingar verði nú að grípa til sértækra verndar- og stuðningsráðstaf- og aðgang að fjármagni. Á sviði skatta- mála má til dæmis nefna sem framfara- mál, að taka upp almennan virðisauka- skatt í stað söluskatts og lækka og jafna aðstöðugjald og launaskatt allra atvinnu- greina. Einnig er mikilvægt að draga úr tekjuskatti af almennum launatekjum og forðast háa jaðarskatta yfirleitt, þann- ig að ekki sé dregið úr hvatningu til að menn leggi sig fram. Þá er ekki síður sanngirnismál að færa skatta í meira mæli yfir í form neyzluskatta. Mikilvægt verkefni á sviði félags- og fjármála er að koma á samræmdu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn, sem standi á traustum fjárhagsgrunni. eða fríverzlunP ana til að rétta sinn hlut - nánast í sjálfsvörn - er held ég villukenning. Lítið land með opið og sérhæft hagkerfi eins og ísland á reyndar engra betri kosta völ en freista þess að verzla sem frjálsast við sem flesta. Verndarráðstaf- anir af okkar hálfu yrðu reyndar alls engin sjálfsvörn, miklu heldur fela þær í sér þá hættu, að atvinnuvegirnir lendi í sjálfheldu og stöðnun óhagkvæmrar framleiðslu. Stórveldi kunna að geta réttlætt verndarráðstafanir hjá sér — þótt slíkum ráðstöfunum fylgi kostnaður - sem leið til þess að sýna öðrum ríkjum, sem hafa beitt innflutningshömlum gegn þeim, í tvo heimana. Það er hugsanlegt, að slík- ar ráðstafanir geti valdið því, að and- stæðingurinn bæti ráð sitt. Hættan er hins vegar sú, að slíkur leikur æsist með stigmögnun á báða bóga, sem valdið get- ur ómældum skaða. Fyrir smáríki er þessi réttlæting á verndaraðgerðum sem leik í viðskiptalegu valdatafli milli ríkja einskis virði. Hættan er miklu fremur sú, að vernd veitt heimamarkaðsgrein-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.