Morgunblaðið - 23.05.1987, Page 4

Morgunblaðið - 23.05.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAI 1987 Suðrænt götulíf og glatt geð guma SÓLIN hellti geislum sínum yfir landsmenn í gær og var bjart veður um allt land. Fyrir norðan og austan hefur sólin reyndar verið óspör á blíðu sína undan- farna daga og þar hefur víða verið svokallað „Mallorcaveður" að sögn fréttaritara Morgun- blaðsins. A Akureyri var 23 stiga hiti klukkan 15.00 i gærdag og svipað fyrir austan. Heldur kald- ara var suð-vestanlands en í Reykjavík mældist 12 stiga hiti klukkan 15.00. Fréttaritari Morgunblaðsins á Eskifirði, Ingólfur Friðgeirsson, sagði að einmuna veðurblíða hefði verið þar eystra undanfarna daga, um 20 stiga hiti, og bestu dagarnir í gær og á fimmtudag. „Það er engu líkara en maður sé kominn til sólarlanda, enda er hér suðrænt götulíf og létt yfir fólki,“ sagði In- gólfur. Sigurður P. Bjömsson á Morgunblaðið/Bjami Sólin skein jafnt á menn og mál- leysingja og ferfættir vinir voru ekki síður kátir en mannfólkið. Húsavík tók í sama streng og tjáði okkur, eftir að hafa litið á mælinn hjá sér, að 19 stiga hiti væri í for- sælu. Þetta var síðdegis í gær og menn geta þá getið sér til um hi- tann á Húsavík undir húsveggjum á heitasta tíma dagsins. „Fólk er hér léttklætt og léttlynt," sagði Sig- urður og bætti því við að hann vissi um aðkomufólk, sem hefði ætlað að fara suður á miðvikudag, en ekki tímt að fara úr veðurblíðunni nyrðra. Þó var bjart yfir höfuðborginni þegár Morgunblaðsmenn fóru í vettvangskönnun um gamla mið- bæinn laust eftir hádegi í gær. Það er eins og tilveran breyti um svip þegar sólin skín og miðbærinn fyl- list af fólki. Síðdegis blés svo hafgolan þoku inn yfir höfuðborg- ina, en það breytti engu um þá bjargföstu sannfæringu borgarbúa að sumarið væri komið. VEÐUR IDAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gœr: Yfir landinu er 1018 millibara hæðar- hryggur sem þokast austur. Smá lægð er að myndast á vestanverðu Grænlandshafi sem mun hreyfast í norðausturátt. SPÁ: Sunnan- og suðvestanátt á landinu, gola eða kaldi (3-5 vind- stig). Sunnan lands og vestan verða skúriren að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 5 til 7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR: Suölæg átt og víða rigning þegar líður á daginn. Hiti á bilinu 7 til 11 stig. SUNNUDAGUR: Vindátt snýst smám saman til suðvesturs og létt- ir þá til um norðaustanvert landiö. Skúraleiðingar verða sunnan lands og vestan. Veður fer dálítið kólnandi. 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —(- Skafrenningur p7 Þrumuveður TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r f Rigning r r r * r * r * r * Slydda f * r * * * * * * * Snjókoma * * * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hlti 6 veöur súld Reykjavík 7 skýjað Bergen 11 léttskýjað Heleinki 9 rigning Jan Mayen 1 aiskýjað Kaupmannah. 10 skúr Narssarssuaq 2 slydda Nuuk 1 snjókoma Osló 8 skúr Stokkhólmur 12 skýjað Þórshöfn B skúr Algarve 20 skýjað Amsterdam 8 rigning Aþena 20 léttskýjað Barcelona 16 skýjað Berlín 11 skúr Chicago 20 skúr Feneyjar 16 skýjað Frankfurt 10 skúr Hamborg 10 skýjað Las Palmas 22 léttskýjað London 12 skúr Los Angeles 18 þokumóða Lúxemborg Madrfd 19 vantar léttskýjað Malaga 25 léttskýjað Mallorca 18 aiskýjað Miami 24 skúr Montreal 13 léttskýjað NewYork 9 hálfskýjað París 8 rigning Róm 18 léttskýjað Vín 11 úrkomaígr. Washington 13 alskýjað Winnipeg 7 heiðskírt Morgunblaðið/Bjami Krakkarnir á barnaheimilinu Grænatúni í Kópavogi brugðu sér í bæjarferð í góða veðrinu. Hér hvíla þau lúin bein i göngugötunni í Austurstræti. Morgunblaðið/KGA Það var þéttskipaður bekkurinn á sundstöðum borgarinnar. „Smakkaðu á mínum". Rjómaís er ómissandi þegar sól skin í heiði. Það lifnar óneitanlega yfir útimörkuðunum í veðurblíðunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.