Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.05.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Egilsstaðahreppur 40 ára Egilsstaðir 1960. Þá voru íbúar þar 280, en eru nú 1.323. Morgunbiaðið/Snorri Snorrason Egilsstaðir nú um stundir. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Einstæð stofnun í sögn íslenskra sveitarfélaga Egiisstöðum. FJORUTÍU ár eru liðin 24. maí frá því að Egilsstaðahreppur var formlega stofnaður með lögum frá Alþingi. Er það einsdæmi á meðal sveitarfélaga á íslandi að stjórnvöld hafi forgöngu um stofnun nýs sveitarfélags og að byggðinni sé valinn staður af skipulagsnefnd ríkisins með þeim ásetningi að þar rísi þétt- býli. Ekki verður annað sagt en að staðarvalið á miðju Fljótsdals- héraði hafi tekist vel því þegar hreppurinn var stofnaður með lögum þann 24. maí 1947 voru ibúar hins nýja sveitarfélags 110 en voru þann 1. desember sl. 1.323. í lögum um stofnun Egilsstaða- hrepps var ákveðið að hreppurinn skyldi ná yfír jarðirnar Egilsstaði, Kollsstaði og Kollsstaðagerði í Vallahreppi og jarðimar Eyvindará, Miðhús og Dalhús ásamt eyðibýlinu Þuríðarstöðum í Eiðahreppi. Land undir kauptúnið var tekið eignamámi úr landi Sveins Jónsson- ar á Egilsstöðum og greitt af ríkissjóði samkvæmt mati. Enn þann dag í dag á ríkið allt það land sem kauptúnið stendur á en íbúam- ir greiða lóðarleigu í ríkissjóð. I lögunum er einnig greint nánar á um þau verkefni sem ríkissjóður skuli jnna af hendi við stofnun hins nýja kauptúns. Samkvæmt því skyldi ríkissjóður láta gera skipu- lagsuppdrátt af kauptúninu og sjá um að komið verði upp nauðsynlegu gatnakerfí jafnóðum og þörf krefði á svæðinu. I upphafi var skipulögð byggð fyrir 24 íbúðarhús. Jafn- framt skyldi ríkið láta leiða vatn til kauptúnsins og aðalæðar og um það ásamt holræsakerfi, reisa raf- stöð og leggja aðalraflagnir um þorpið. Ríkisstjóminni bar líka að sjá til þess að lögmæt hreppsnefndar- kosning færi fram í hinum nýja hreppi. Fyrsti fundur nýkjörinnar hreppsnefndar var haldinn 8. júlí 1947, en í hana vom kjömir Ari Jónsson læknir, Bjöm Sveinsson bóndi, Eyvindará, Pétur Jónsson bóndi, Egilsstöðum, Stefán Péturs- son frá Bót og Sveinn Jónsson bóndi, Egilsstöðum, sem jafnframt var kjörinn fyrsti oddviti Egils- staðahrepps. Sveitarstjóri var fyrst ráðinn 1973, var það Guðmundur Magnússon og gegndi hann starfmu til 1985 er Sigurður Símonarson núverandi sveitarstjóri tók við. Fyrstu umræður um stofnun þéttbýliskjama á Héraði munu hafa farið fram á bændafundum en bændur töldu það mikið hagsmuna- mál fyrir sig að á Héraði risi þéttbýliskjarni með verslun og þjón- ustu við sveitimar umhverfis, en á þessum tíma var nánast engin þjón- usta á Héraði við þá 1.500—2.000 íbúa sem það byggðu. Við stofnun Kaupfélags Héraðsbúa var fyrir- hugað að aðalstöðvar þess yrðu á Héraði en af því varð ekki fyrr en 1961 er aðalstöðvamar fluttust frá Reyðarfírði. Hinsvegar var útibú stofnað á Egilsstöðum 1946 og slát- Nielsenhús. Elsta hús í Egilsstaðakauptúni byggt af Osvald Nielsen Egilsstaðakirlqa 1944. Byrjunarframkvæmd- irnar skemmtilegastar Björn Sveinsson tekinn tali Egilsstöðum. BJORN Sveinsson bóndi á Ey- vindará var í fyrstu hreppsnefnd Egilsstaðahrepps en Eyvindará var ein þeirra jarða sem lögð var undir hinn nýja hrepp með lögun- um frá 1947 og upplifði hann því að flytjast á milli hreppa án þess nokkurn tímann að skipta um aðsetur. Bjöm er nú á 84. aldursári og býr á Egilsstöðum ásamt eiginkonu sinni, Dagmar Hallgrímsdóttur. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti Bjöm á heimili þeirra hjóna og ræddi við hann um undirbúning að stofnun hreppsins og bemskudaga þess. Um það segir Bjöm: „Það má segja að upphafið að þessu kauptúni hafí verið að Skipu- lagsnefnd ríkisins kom hér austur sumarið 1944 til að velja kauptún- inu stað ásamt sjúkrahúsi. Ymsir staðir komu til greina beggja megin fljótsins en þessi varð fyrir valinu og má segja að neysluvatnsöflunin hafí ráðið úrslitum um staðarvalið. Hér fyrir ofan var dý með góðu vatni og töldu vísir menn að það mundi duga um 2.000 manna byggð. Fljótlega kom samt á daginn að það reyndist ekki rétt og vatns- öflun fyrir kauptúnið var okkur erfíð og kostnaðarsöm lengi framan af. Einkum eftir að sláturhúsið kom til sögunnar og síðar tjómabúið skömmu síðar. Byrjunarframkvæmdirnar voru skemmtilegastar, segir Björn. Auð- vitað voru sjónarmiðin mismunandi og sumir sögðu að hér væri ekki neitt til neins að byggja á, nema sundrungin. Það voru vissulega mörg sjónarmið sem þurfti að taka tillit til og að sjálfsögðu voru menn ekkert hrifnir af að missa þjónustu eða jarðir úr sinni sveit. Það þýddi tekjutap. Fljótsdælingar vildu t.d. eftir brunann á Brekku að læknis- setrið yrði byggt upp að nýju. Sú gamansaga var t.d. sögð eftir Gunnari Gunnarssyni rithöfundi, sem þá bjó á Skriðuklaustri, að það væri allt of langt fyrir Fljótsdælinga að vitja læknis í Egilsstaði en ekk- ert talað um vegalengdina fyrir úthéraðsmenn að fara upp ( Fljóts- dal. En svona sögur höfðu menn nú meira til að skemmta sér við. Því þegar þetta var, var búið að ákveða að sameina læknishéruðin og binda í lögum að læknissetur og sjúkrahús skyldu rísa á miðju Fljótsdalshéraði nálægt Lagar- fljótsbrúnni. Vilmundur Jónsson þáverandi landlæknir vildi að hér yrði einn aðallæknir og einn aðstoð- arlæknir. Og hér var þessu valinn staður og Bjöm er þess fullviss að enginn sér eftir því nú. Mikil vinna fór líka í það hjá okkur í fyrstu hreppsnefndinni að ganga frá uppgjöri á þeim bótum sem Vallahreppi bar vegna þess lands sem af þeim var tekið. Upp- gjörið við Vallahrepp var flóknara en við Eiðahrepp enda þegar byijað að byggjast í landi Egilsstaða sem áður tilheyrði Völlum. Inn í þetta blandaðist fátækraframfærsla og fleira. En allt leystist þetta farsæl- lega að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.