Morgunblaðið - 23.05.1987, Side 33

Morgunblaðið - 23.05.1987, Side 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1987 Öldungadeild Banda- . ríkjaþings: Banna aðstoð við ríki í suður- hluta Afríku Washington, Höfðaborg, Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings samþykkti í gær með 77 atkvæðum gegn 15 að banna að- stoð við ríki í suðurhluta Afríku, ef þau stöðva ekki árásir skæru- liða yfir landamæri þeirra að Suður-Afríku. Pik Botha, utanrík- isráðherra Suður-Afríku, kvaðst í gær fagna ákvörðun þingsins. Bannið nær til þeirra ríkja, sem fordæma ekki svokölluð „hálsfesta- morð“ á svertingjum. Hér er átt við það þegar múgurinn tekur réttlætið í sínar hendur, setur hjólbarða fylltan bensíni um háls fómarlambsins og kveikir í. Samkvæmt löggjöfínni er bannað að nota bandaríska sjóði til að styðja ríki þau, sem lýsa velþóknun sinni yfir starfsemi samtaka, sem með oddi og egg berjast gegn aðskilnaðar- stefnu stjórnar hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Þetta bann á þó eftir að fara nokkra hringi um völundar- hús bandarísks stjómkerfis áður en það verður að lögum. Jack Kemp gagnrýnir Bandaríkjastjórn: Reuter Mannskæð átök íNýju Dehlí Tveir menn biðu bana og 70 særðust í miklum óeirðum, sem brutust út í gær milli hindúa og múslima í Nýju Dehlí. Sett var útgöngubann og herinn kallaður til aðstoðar 20.000 manna lög- regluliði, sem var í varðstöðu um borgina alla. Nær eitthundrað menn hafa beðið bana í átökum hindúa og múslima á Indlandi í vikunni. Myndin var tekin í miðborg Nýju Dehlí í gær. Varar við „Munchenar-sátt- sáttmála um kjamorkuvopn“ Washington, Reuter. JACK Kemp, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks- ins til forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári, hef- ur í auknum mæli gagnrýnt stefnu stjórnar Ronalds Reagan forseta í utanríkismálum. í gær líkti hann fyrirhuguðum afvopn- unarsamningi risaveldanna við „MUnchenar-sáttmála um kjarn- orkuvopn". „Við megum alls ekki undirrita Miinchenar-sáttmála um kjam- Landsstjórmn tilkynnir um bráðabir gðastj ór n Suva, Fýi, Reuter. LANDSSTJÓRINN á Fiji og höfðingjar ættbálka á eynni til- kynntu í dag um bráðabirgða- stjórn, þar sem frumbbyggjar eru í meirihluta. Nú er vika síðan valdarán var framið á Fiji og fyrstu meirihlutasljórn Indveija var steypt af stóli. Hermaðurinn Sitiveni Rabuka, sem leiddi valdaránið, situr í stjórn- inni og svo er einnig um Timoci Bavadra, forsætisráðherra stjórnar, sem steypt var. Hermenn standa enn vörð á göt- um Suva, höfuðborgar Fiji, eftir kynþáttaóeirðir, sem brutust út fyr- ir þremur dögum. íbúar sögðu að Indveijar hefðu nú vogað sér á götur út eftir að hafa haldið sig innan dyra á fimmtudag. Flestar verslanir voru lokaðar og sömu sögu var að segja um einn banka. Lág- marksfjöidi starfsmanna hélt opinberum stofnunum gangandi. Landsstjóri Fiji, Ratu Sir Penaia Ganilau, kvaðst mundu sjá um stjóm landsins frá degi til dags með aðstoð 19 bráðabirgðaráðherra þar til kosningar verða haldnar að nýju eftir stjórnarskrárbreytingar. í stjórninni eru 15 melanesar, þrír eyjaskeggjar af indverskum uppruna og einn Fiji-búi, sem fædd- ist á Bretlandseyjum. Bandaríkin: Kínverskur innflytjandi heimsmeistari í póker Las Vegas, Reuter. KÍNVERSKUR innflyljandi sigr- aði á fimmtudagskvöld heims- meistarakeppni i póker, sem haldin var í Las Vegas í Banda- ríkjunum, og vann hann rúmlega eina milljón dollara, sem safnast höfðu í pottinn. Johnny Chan, sem fluttist ásamt fjölskyldu sinni frá Kína til Banda- ríkjanna fyrir tuttugu árum, sigraði í fjögurra daga maraþon-pókerspili. Þraukaði hann lengur en 151 annar keppandi. Spilaður var póker með sjö spilum, sem nefnist „Texas snerra" og fór keppnin fram í Spilavítinu skeifan. Chan spilaði við Frank Hender- son í úrslitum og var potturinn rúmelga hálf milljón dollara í síðasta spili. Chan var með dökk sólgleraugu og hvíta derhúfu og datt hvorki af honum, né draup þegar hann lagði tvær níur á borð- ið. Henderson átti ekki nema tvo fjarka þannig að hann varð að láta sér annað sætið lynda og 250 þús- und dollara í sárabætur. „Ég veit ekki hvort ég er besti póker-spilari í heimi, en ég gæti verið sá heppnasti," sagði Chan þegar sigurinn var í höfn og glotti við tönn. orkuvopn, sem stefnt gæti framtíð NATO í hættu," sagði Kemp. Átti hann þar við sáttmálann, sem gerð- ur var við Þjóðveija undir stjórn Adolfs Hitler fyrir heimsstyijöldina síðari. Miinchenar-sáttmálinn hefur verið notað sem annað orð yfir veik- leika og friðþægingu. Þingmaðurinn frá New York nefndi Reagan ekki á nafn, en hann gerði grín að draumi forsetans um heim án kjarnorkuvopna. „Of margir í þessari ríkisstjórn hafa alið á fölskum vonum um að koma kjarnorkuvopnum fyrir katt- amef,“ sagði Kemp á fundi í Washington. „Saman höfum við gert of mikið úr ágæti takmörkunar vígbúnaðar til þess að lægja öldur óánægju heima fyrir. Og nú taka Sovétmenn okkur á orðinu," bætti hann við. Samkvæmt skoðanakönnunum er Kemp langt á eftir bæði George Bush varaforseta og Robert Dole, forystumanni þingflokks repúblik- ana í öldungadeildinni, í baráttunni um útnefningu repúblikana til for- setakosninganna. Hann hefur reynt að afla sér stuðnings hjá hægri væng flokksins með því að gagn- rýna utanríkisstefnu Reagans. Hann forðast aftur á móti að nefna forsetann á nafn, þar sem hann er óhemju vinsæll meðal repúblikana, og beinir spjótum sínum þess í stað að „utanríkisráðuneytinu" eða „stjóminni". Reuter Johnny Chan baðar sig í dollaraseðlum eftir hafa knúið fram sigur á heimsmeistaramóti i póker, sem haldið var í Las Vegas. Gæða- stimpill og gottverð Ath. „^narr annritósípönwnum hötumviðopio álaugardögurn ■aiiiii Enn laus sætí: 11.6.-2.7.-9.7.-16.7.-23.7.-3.9,- 10.9.-24.9.-8.10. Lausum sætum fækkar með hveijum degi. Verðfrákr. 20.550.- 12 vikur (meðalverð miðað við hjón með 2 börn undir 12 ára). Munið Fnklúbbinn á Costa del Sol undírstjórn Hemma Gunn. Aöeins fyrir Útsýnarfarþega. Heimsreisur: Kína Californía Hawaii Heimsborgir og farseðiar um víða veröld. Munið raðgreiðsiur VISA Viðskiptavinir eigá þess kost nú sem áður að greiða eftir- stöðvar ferðakostnaðar með VISA raðgreiðslum. Einnig bendum við á af- borgunarleiðina „Sparið upp í farið" með VISA Við lánum þér jafnmikið í jafnlangan tíma og þú spar- aðir fyrir brottför. Hæsti kaupmáttur á ferðalögum og Fríklúbbshlunnindi IB _letri kostur Sími 26611

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.