Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Mjólkur- fræðingar boða verk- fall 26. des. Selfossi. MJÓLKURFRÆÐINGAR hafa boðað verkfall frá 26. desember til miðnættis á gamlársdag'. Verkfallið nær til sex mjólkur- búa. Verkalýðsfélagið Þór á Sel- fossi samþykkti samkomulag við Mjólkurbú Flóamanna á fundi í gær. Mjólkurfræðingar vilja með verk- falli sínu fá vinnuveitendur til að ræða sérkröfur. Þeim hefur verið boðið það sama og verkamönnunum varðandi ábataskiptakerfi og hag- ræðingu, að taka þátt í hagræðingu og njóta góðs af henni í hærri laun- um eins og Birgir Guðmundsson mjólkurbústjóri MBF orðaði það. Mjólkurfræðingar telja þær hug- myndir sem settar hafa verið fram um hagræðingu of óljósar. Kristján Larsen formaður Mjólkurfræðinga- félags íslands sagði vinnuveitendur ekki vilja ræða neinar sérkröfur sem hefðu útgjöld í för með sér en vildu tala um kaupaukakerfi og hagræð- ingu. Hann sagði mjólkurfræðinga vilja skoða hagræðinguna en þá þyrfti plaggið að vera bitastæðara. Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að þessi verkfallsboðun kæmi sér á óvart. Ekki hefði slitnað upp úr viðræðum og samningafund- ur raunar boðaður milli jóla og ný- árs. Guðlaugur sagði einnig að í dag, fimmtudag, yrði lagt mat á áhrifin af verkfallinu. Samkomulag Þórs og MBF felur í sér að komið verði á ábataskipta- kerfi eftir sex mánuði, sams konar og samið var um milli Dagsbrúnar og MS í Reykjavík. Sig. Jóns. Morgunblaðið/RAX Vel heppn- aðir tónleik- ar Bryans Adams Önnur atrenna að tónleika- haldi kanadíska rokktón- listarmannsins Bryans Ad- ams bar tilætlaðan árangur og hélt hann vel heppnaða skemmtun ásamt hljóm- sveit sinni í Laugardalshöll í gærkvöldi. Nálægt fimm þúsund ungmenni sóttu tónleikana og virtust skemmta sér hið bezta, að sögn tónlistargagnrýnanda blaðsins. Húsið var ekki fullt og þurftu því engir frá að hverfa, en miðar á tón- leikana, sem aflýst var vegna tækniörðugíeika í fyrrakvöld, giltu einnig í gærkvöldi. Fyrir tónleikana tókst að leysa úr tækni- vandamálum og hljóðkerfi dægurtónlistarmannanna kom söng þeirra og hljóð- færaleik til skila eins og til var ætlazt. Saltfiskinnflutningur til Evrópubandalagsins; Heimildir verða rýmri og tollar lækkaðir á næsta ári Stefnir í að flök seljist fremur en fiatfiskur, segir Magnús Gunnarsson hjá SAS SJAVARUTVEGSRAÐHERRAR Evrópubandalagsins ákváðu í gær að rýmka heimildir til innflutn- ings saltfisks á EB-markað með lækkuðum tolli. Ráðherrarnir Hagræðingarsjóður að- stoði illa stödd byggðarlög MEIRIHLUTI sjávarútvegs- nefndar Alþingis hefur lagt til að gerðar verðir þær breytingar Milljarður í staðgreiðslu- lán tíl slátur- leyfishafa SLÁTURLEYFISHAFAR fengu á mánudag rúman einn milljarð króna í staðgreiðslulán frá ríkis- sjóði, en þá var gengið frá magn- og verðuppgjöri á sauðfjárafurð- um vegna innleggs í sláturtíðinni í haust. Að sögn Gísla Karlssonar hjá Framleiðsluráði landbún- aðarins hafa viðskiptabankarnir einnig lokið við frágang afurð- arlána til sláturleyfishafa, en þau eru um þrír milljarðar króna. Ríkissjóður veitir sláturleyfishöf- um staðgreiðslulán til þess að þeir geti gert upp við sauðfjárbændur 15. desember ár hvert samkvæmt gildandi búvörusamningi, en bank- amir veita afurðalán út á birgðir. Bæði þessi lán endurgreiða slátur- leyfishafar síðan eftir því sem geng- ur á birgðirnar. Að sögn Gísla Karlssonar eiga sláturleyfíshafar að geta gert upp við bændur vegna innleggs innan fullvirðisréttar í þessarí viku. Hann sagði að innvigt- un í sláturtíðinni að þessu sinni hefði verið um 9 þúsund tonn, sem er um 3% samdráttur frá fyrra ári, en þá var innvigtunin um 9.300 tonn. á sljómarfrumvarpi um breyt- ingar á lögunum um Hagræðingarsjóð sjávarútvegs- ins að heimilt verði að nota fjórð- ung aflaheimilda sjóðsins til að aðstoða byggðarlög sem standa höllum fæti vegna breytinga í útgerðarháttum. Endurgjald skal miðað við almennt gangverð á sams konar heimildum að mati sjávarútvegsráðherra. Aðspurður um hvaða hjálp illa stöddum byggðarlögum væri í því að fá forkaupsrétt að kvóta á gang- verði sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra að viðkomandi byggðarlög yrðu sjálf að meta það hvort þau teldu hjálp í því að kaupa kvóta eða ekki. „Það eru samsvar- andi ákvæði í gildandi lögum en ég hafði gert ráð fyrir að þau féllu út. Það komú fram óskir um að halda þessu inni og gat ég fallist á það gegn því að tekjur Hafrannsóknastofnunar skertust ekki. Þetta er því málamiðlun,“ sagði Þorsteinn. Allar tekjur af sölu þess 12 þúsund tonna kvóta sem Hagræðingarsjóðurinn fær úthlutað ganga til hafrannsókna samkvæmt frumvarpinu, alls um 525 milljónir kr. í breytingartillögu meirihluta sjávarútvegsnefndar segir að Hag- ræðingarsjóður skuli koma til að- stoðar einstökum byggðarlögum með því að efla vinnslu sjávarfangs á þeim stöðum þar sem straum- hvörf hafa orðið í atvinnulífí vegna sölu fískiskips. í því skyni geti sjóð- urinn framselt tímabundið afla- heimildir, enda verði aflanum land- að til vinnslu í viðkomandi byggðar- Iagi. Sjá þingsíðu bls. 46. samþykktu að heimila innflutning á 60.000 tonnum af saltfíski með 6% tolli, en á yfirstandandi ári var þessi heimild 55.000 tonn og tollurinn 7%. Þá samþykktu ráð- herrarnir innflutning á 3.000 tonnum af söltuðum flökum á 9% tolli. I ár var þessi innflutnings- kvóti 1.200 tonn og tollurinn 11%. Magnús Gunnarsson, formaður Samstarfsnefndar atvinnurek- enda í sjávarútvegi, segir að þetta flýti fyrir söluþróun úr flöttum fiski og yfir í söltuð flök. „Þetta er náttúrlega mjög jákvætt fyrir okkur, þótt það dugi okkur ef til vill ekki í samkeppni við tollfijáls- an innflutning Norðmanna, að við fáum að flytja inn miklu meira af flökum með lækkuðum tolli en áð- ur,“ sagði Magnús Gunnarsson. Hann sagði að breytingin væri ekki síður jákvæð fyrir kaupendur flak- anna á EB-markaði, þar sem hinn hái tollur, 20%, sem hefði verið á þeim, hefði virkað sem viðskipta- hindrun. Það hefði verið þvert ofan í þróunina á markaðnum og skortur hefði verið á flökum. EB hefði ekki fengið neinar verulegar tollatekjur, þar sem 20% tollurinn hefði verið alltof hár og menn einfaldlega horf- ið frá því að flytja inn flök með svo háum tolli. Magnús segist telja að jákvæð þróun sé hafin. Ef samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði verði að veruleika, muni tollar á saltfíski falla alveg niður, og þá megi búast við því að þróunin verði sú að mun meira verði keypt af saltfískflökum en flöttum físki. „Það er sama þróun og hefur verið alls staðar,“ sagði hann. Samkvæmt GATT-samkomulag- inu um viðskipti og tolla má flytja 25.000 tonn af flöttum saltfiski, bæði blautum og þurrverkuðum, inn til ríkja Evrópubandalagsins án þess að greiða neina tolla. Þessi kvóti stendur öllum opinn, og innflytjend- ur keppast við að ná sem mestu af honum í ársbyrjun. Þegar tollfijálsi kvótinn er uppurinn tekur við 13% tollur. í apríl tekur svo við 60.000 tonna kvóti með lækkuðum tolli á blautverkuðum físki og 3.000 tonna kvóti á flökum. Síðastnefndu kvót- arnir eru þeir, sem ákveðið var að rýmka í gær. Það er galli, að sögn Magnúsar Gunnarssonar, að tollur á þurrverkuðum saltfíski hefur ekki lækkað. „Það er galli út af fyrir sig við þetta samkomulag að kvótinn tekur ekki gildi fyrr en 1. apríl,“ sagði Magnús. „Við leggjum þess vegna mikla áherzlu á að menn framleiði strax eftir áramótin, því að þá fara saman tollfrelsið og neyzlutíminn. Við lentum illa á því á þessu ári, að þegar tollfrjálsi kvótinn var í gildi í ársbyijun var tíðarfar hér erfítt og aflabrögð slæm. Við frarnleiddum þess vegna lítið og náðum litlu af tollfijálsa kvótanum af því að við áttum engar birgðir um áramót. Sömu sögu er að segja núna, birgð- irnar eru þær minnstu, sem ég hef séð á seinni árum.“ Verðbréfafyrirtæki hætt stað- greiðslukaupum hlutabréfa LANDSBRÉF hættu í gær að skrá kaupgengi hlutabréfa í 11 hlutafé- lögum og eru þar nú aðeins keypt hlutabréf gegn staðgreiðslu í íslenska hlutabréfasjóðnum, Olís og Tollvörugeymslunni. Þar með hafa öll verðbréfafyrirtækin hætt staðgreiðslukaupum hlutabréfa nema í undantekningartilvikum. Á tilboðsmarkaði Kaupþings voru hins vegar kauptilboð í um 11 hlutafélög í gær en í mörgum tilfell- um fplu þau í sér talsvert lægra gengi en verið hefur á verðbréfa- markaði að undanförnu. Þannig var hæsta kauptilboð í hlutabréf Eimskips 4,50 og hæsta kauptilboð í hlutabréf Flugleiða 1,80. „Við sáum okkur knúna til að hætta kaupum hlutabréfa þar sem önnur verðbréfafyrirtæki hafa hætt að kaupa bréf,“ sagði Sigurbjöm Gunnarsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum, í samtali við Morgun- blaðið. „Framboð hefur verið meira en eftirspurn og við gátum ekki annað því. Þó hefur verið þokkaleg sala í hlutabréfum bæði í Islenska hlutabréfasjóðnum og bréfum ann- arra félaga." Aðspurður sagði Sigurbjörn að alls hefðu selst. hlutabréf fyrir um 18 milljónir í íslenska hlutabréfa- sjóðnum frá 1. nóvember og væri það nokkru minna en á sama tíma í fyrra. Hins vegar mætti búast við góðri sölu fram til áramóta enda sýndi reynsla undanfarinna ára að aðalsölutíminn væri milli jóla og nýárs. Að sögn Jóns Snorra Snorrason- ar, deildarstjóra hjá Kaupþingi, hafa selst hlutabréf í ýmsum hluta- félögum á tilboðsmarkaði fyrirtæk- isins að undanförnu. Þannig hafa átt sér stað viðskipti með hlutabréf í Flugleiðum á genginu 2,0 fyrir samtals eina milljón króna. Frá þeirri fjárhæð dragast 2% sölulaun sem seljandi greiðir þannig að kaup- gengi er 1,96. Hjá öðrum verðbréfa- fyrirtækjum hefur sölugengi verið á bilinu 2,10-2,20. í síðustu viku var tekið kauptil- boði í hlutabréf í Eimskip að sölu- verði 500 þúsund krónur á genginú 5,0 en algengt sölugengi hefur ver- ið 5,85. Þá hafa átt sér stað við- skipti með hlutabréf Eignarhaldsfé- lags Alþýðubankans á genginu 1,25 en skráð sölugengi er nú 1,70 hjá Landsbréfum. Einnig hafa’ hluta- bréf i Eignarhaldsfélagi Iðnaðar- bankans selst á genginu 1,62-2,22 en skráð sölugengi hjá Landsbréf- um er nú 2,25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.