Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 4
I
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
Sex strokufangar
hafa verið sýknaðir
Neituðu að hafa sammælst um strokið
SEX UNGIR menn hafa í Sakadómi Reykjavíkur verið sýknaðir
af ákæru um að hafa sammælst um strok úr Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg í júnímánuði síðastliðnum. Samkvæmt hegningar-
lögum varðar það eitt að strjúka úr refsivist því aðeins refsingu
að fangar sammælist um strok. Slíkt strok getur varðað 6 mánaða
til 3 ára fangelsi.
Mennimir struku út um þak-
glugga, sem spenntur hafði verið
upp á Hegningarhúsinu við Skóla-
vörðustíg að kvöldi laugardagsins
15. júní síðastliðinn. Dagana eftir
handtók lögregla þá einn af öðrum
en sá síðasti fannst 27. júní eftir
að lýst hafði verið eftir honum í
fjölmiðlum.
Við yfirheyrslur neituðu allir
mennirnir að hafa tekið sig saman
um að stijúka. Einn þeirra játaði
að liafa losað um rimlana fyrir
þakglugga í klefa annars með
,jámi úr þrekhjóli" og hafí hann
VEÐUR
verið 2-3 daga að því. Sá sem var
í klefanum kvaðst ekki hafa tekið
eftir neinu. Eins og aðrir fangarn-
ir, að þeim undanskildum sem los-
aði um rimlana, kvaðst hann hafa
komið að glugganum opnum og
undir honum hafi staðið stóll uppi
á borði. Þar og þá hafí hann ákveð-
ið að stijúka. Engin vitni komu
fram með framburð um að menn-
irnir hefðu undirbúið strokið sam-
eiginlega og vom þeir því sýknað-
ir af ákæmm.
Amgrímur ísberg sakadómari
kvað upp dóminn.
Drangavík dregin inn til Neskaupstaðar í gær.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Drangavík losnaði af eig-
in rammleik af strandstað
FISKISKIPIÐ Drangavík ST 71
strandaði út af Húsavík, suður af
Glettinganesi, um klukkan 7.30 í
gærmorgun. Skipið losnaði af
strandstað af sjálfsdáðum, en
stýrisbúnaður þess skemmdist
talsvert og dró togarinn Hólmadr-
angur Drangavík því til Neskaup-
staðar í gær.
Að sögn Gunnars Felixsonar, að-
stoðarforstjóra Tryggingarmið-
stöðvarinnar, sem tryggir Dranga-
vík, skemmdist stýrishæll, stýrið og
stýrisvél þegar skipið tók niðri. Skip-
vetjum tókst að losa skipið, en stýr-
ið festist í borði og varð því að fá
aðstoð.
Skemmdir Drangavíkur vom
skoðaðar í gær af kafara og reynd-
ust þær töluverðar, að sögn Gunn-
ars. Var ákveðið að senda dráttar-
bátinn Goðann til Neskaupstaðar til
að sækja Drangavík og draga skipið
til Reykjavíkur til viðgerðar.
Ekki fengust upplýsingar um
hvað olli strandinu, en Gunnar sagð-
ist búast við að sjópróf yrðu í Reykja-
vík. Að sögn lögreglumanns í Nes-
kaupstað í gærkvöldi hafði þetta
mál ekki komið til kasta lögreglunn-
ar þar.
Sakadómur Reykjavíkur:
IDAGkl. 12.00
-t Heímild: VeOurstofa íslands
(Byggt á vefturspá kl. 16.15 I gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 19. DESEMBER
YFIRLIT: Milli Jan Mayen og N-Noregs er 955 mb lægð á hreyfingu
norðnorðaustur en 968 mb lægð um 400 km vestur af Snæfellsnesi
mun fara að þokast suðaustur.þegar líður á nóttina. Mjög vaxandi 972
mb lægð um 700 km suður af Vestmannaeyjum hreyfist austnorð-
austur í átt til Færeyja.
SPÁ: Norðaustanátt, nokkuð hvöss á Vestfjörðum og einnig framan
af degi suðaustanlands. Snjókoma með morgninum á Suðausturlandi
og éljagangur um landið norðanvert.- Á Suðvesturlandi verður aftur á
móti þurrt að öllum líkindum. Frost um land allt, minnst þó við suðaust-
urströndina.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Austan- eða norðaustanátt, nokkuð hvöss
á Vestfjörðum. Víðast dálítil snjókoma eða él, einna síst þó vestan-
lands. Talsvert frost um land allt.
HORFUR Á LAUGARDAG: Austan- eða suðaustanátt. Slydda eða
rigning á Suðausturlandi, en líklega snjókoma einhvern tíma dags-
ins í öðrum landshlutum. Hiti um frostmark austantil, en áfram
talsvert frost vestantil á landinu.
Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
TAKNi
Heiðskirt
Léttskyjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskyjað
y, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstíg.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hftastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V E'
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Suld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
j"7 Þrumuveður
/ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +5 snjóél Reykjavík +4 alskýjað
Bergen 6 skýjaö
Helsinki 2 þokumóða
Kaupmannahöfn 5 rigning
Narssarssuaq +13 skýjað
Nuuk +10 snjókoma
Ósió 1 skýjað
Stokkhólmur 3 rigning
Þórshöfn 5 skýjað
Algarve 16 hefðskirt
Amsterdam 7 skýjað
Barcelona 9 mistur
Berlín 5 rigning
Chicago +9 heiðskírt
Feneyjar 0 þokumóða
Frankfurt 6 skúrásíð. klst.
Glasgow 6 skýjað
Hamborg 5 skúrásíð. klst.
London 8 skýjað
Los Angeles 14 þokumóða
Lúxemborg 4 skýjað
Madríd 4 lágþokublettir
- Malaga Mallorca 15 vantar skýjað
Montreal +13 snjókoma
NewYork 2 heiðskírt
Orlando 9 heiðskfrt
París 9 skýjað
Madeira 19 skýjað
Róm 13 þokumóða
Vín +3 trostrigning
Washington Winnipeg +24 vantar snjókoma
Húsnæðisstofnun ríkisins:
Tekjur af greiðsluseðlum
kringum 40 milljónir á ári
SIGURÐUR E. Guðmundsson, forstjóri Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins, segir að stofnunin hafi haft fyllsta rétt til að innheimta kostn-
að vegna greiðsluseðla frá Byggingarsjóði ríkisins og verka-
manna. I grein eftir Ragnar Arnason sem birtist í Morgunblaðinu
13. desember segir að byrjað hafi verið að innheimta þennan
kostnað um síðustu áramót og nam hann þá 120 krónum fyrir
hvern greiðsluseðil. Síðastliðið haust hækkaði gjaldið í 150 kr. sem
Ragnar segir vera 56% hækkun. Sigurður taldi líklegt að þessi
liður skili alls um 40 milljónum kr. í tekjur á ári.
„Okkur er það ekki skylt en okkur
er það heimilt." Um ástæður þess
að þessi kostnaðaríiður var tekinn
inn á greiðsluseðlana um síðustu
áramót sagði Sigurður: „Ástæðan
er einfaldlega sú að þessari stofn-
un eins og öðrum er gert að spjara
sig betur og ná inn tekjum fyrir
sína starfsemi. Þetta er lítið gjald
en það skilar inn talsverðum fjár-
munum því gjaldendur eru svo
margir. Það þarf líka að skoða
hvað samskonar gjaldtaka gefur
bönkum og sparisjóðum," sagði
Sigurður.
Sigurður sagði líklegt að þ’essi
einstaki liður skili um 40 milljón-
um kr. í tekjur á ársgrundvelli-
Gjaldið gerði þó ekki meira en að
standa undir kostnaði við kaup á
seðlum, prentun á þeim og póst-
sendingu.
Sigurður sagði að gjaldtakan
byggðist á gjaldskrá Landsbanka
íslands. Hann sagði að hækkunin
hefði ekki verið að frumkvæði
Húsnæðisstofnunar heldur í sam-
ræmi við þær breytingar sem voru
gerðar á gjaldskrá Landsbankans.
„Við tökum ekki annað eða meira
gjald en Landsbankinn sem við
miðum okkur við því að veðdeildin
er okkar verktaki," sagði Sigurð-
ur.
Hann sagði að þessi upphæð
rynni beint inn í byggingarsjóðina.
Veðdeildin sendi greiðsluseðlana
út í sínu nafni en innheimti kostn-
að á grundvelli gjaldskrár Lands-
bankans, í þeim tilfellum sem það
er ákveðið af Húsnæðisstofnun.
Aðspurður um hvort Húsnæðis-
stofnun væri skylt að starfa á
þeim grundvelli sagði Sigurður:
Lánskjaravísitala
og vextir á niðurleið
LÆKKUN á lánskjaravísitölu er nú fyrirsjáanleg annan mánuðinn
í röð. Framfærsluvísitalan lækkaði um 0,1% í nóvember meðan
bygginga- og launavísitölur stóðu í stað. Jafnframt er líklegt að
nafnvaxtalækkun verði ákveðin á fundi bankanna um eða fyrir
helgina, að sögn Arnórs Sighvatssonar í Seðlabanka íslands. Á
tímabili í sumar voru óverðtryggð útlán bankanna þeim mun óhag-
stæðari en verðtryggð og olli þetta taprekstri í mörgum þeirra og
í kjölfar þess voru nafnvextir hækkaðir.
Að sögn Arnórs hækkuðu bank-
arnir nafnvextina til að ná aftur
því sem þeir töpuðu í sumar, en
nú séu forsendur hins vegar ekki
lengur fyrir hendi til að halda hinu
háa vaxtastigi. Lækkun lánskjara-
vísitölu nú komi einnig til að hafa
einhver áhrif í átt til lækkunar
nafnvaxta.