Morgunblaðið - 19.12.1991, Page 15

Morgunblaðið - 19.12.1991, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 15 Fuglasöngurinn í hjörtum þeirra Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Nadine Gordimer: Saga sonar míns. Ólöf Eldjárn þýddi. Útg. Mál og menning 1991 Fagnaðarefni er hversu fljótt er brugðið við og gefin út nýjasta bók Nóbelsverðlaunahafans Nadine Gordimer Saga sonar míns. Gordimer er bókmenntaunnendum vítt um veröld kunn fyrir verk sín þar sem sögusviðið er Suður Afríka og fyrri bækur hennar hafa snúist um þá kúgun sem menn af öðrum kynþætti en hvítum hafa sætt þar. Andrúmsloftið hefur verið að breytast og eins konar frelsi er nú meira. Samt eru réttindi svertingja og hörundsdökkra enn fyrir borð borin þó nýir vindar blási. Hér segir frá svertingjafjöl- skyldu, þar sem heimilisfaðirinn Sonni tekur þátt í starfsemi sem flokkast undir ólöglega iðju, þó verður Sonni aldrei eins mikilvæg- ur og hann dreymir líklega um. Þó hann sitji í fangelsi og sé und- ir eftirliti er lesanda ljóst eftir því sem líður á söguna að hann er, sér til sárrar raunar, ekki nema smá- peð í þessu tafli. Kona hans er Aila, hún er ekki jafn meðvituð og Sonni framan af og þau eiga börn- in Villa og Lillu. Líf þeirra er í föstum farvegi að vissu leyti þrátt fyrir að Sonni sé í baráttunni. Og þessi saga snýst ekki nema að hluta til um réttinda- baráttu hvítra og svarta; þetta er ástarsaga Sonnis og Hönnu, hvítr- ar konu sem starfar á vegum sam- taka sem vilja rétta hag litaðs fólks. Ástarsagan og baráttan sem Sonni heyr við sjálfan sig fléttast saman við samband hans og barn- anna; Villi kemst að framhjáhaldi föður síns og bregst þannig við að hann hefur djúpa verndartilfinn- ingu gagnvart móðurinni Ailu, sem ekkert veit hvað er að gerast. Og systurinni Lillu sem er unglingur og óstýrilát í meira lagi. Og þó. Kannski vita þær hvað er að ge- rast. Það lítur út fyrir að svo sé. Eftir að Lilla hefur reynt að skera sig á púlsinn veit Villi að hún veit. En Sonni gerir sér að því er best verður séð ekki grein fyrir því, en hann verður samvisku sinnar vegna að draga Villa inn í málið, nauðugur viljugur; komi eitthvað upp á í fjölskyldunni verður Villi að vera sá sem þekkir leiðina að staðnum þar sem faðir hans hórast með bleiku konunni. Nadine Gordimer Sagan líður áfram af krafti, les- andinn dregst fús inn í þennan seið sem Nadine Gordimer magn- ar. Hún gerir allt skiljanlegt: ást hvítu konunnar og Sonna verður alltaf fögur og samband þeirra verða aldrei svik við fjölskylduna. Slíkt leika ekki margir eftir. Mynd- in af Lillu verður skýrari — hún er kannski ekki þetta baldna og léttúðuga tryppi eins og bróðir hennar heldur. Hún á sínar hug- sjónir og í henni er festa og snerpa sem Villa skortir. Aila glatar aldr- ei reisn sinni og veit þó allt allan tímann. Þegar allt kemur til alls er Sonni kannski sá sem á hvað sárast þeg- ar hann hefur horft upp á fjöl- skylduheiminn sem honum er mik- ils virði en fórnar engu fyrir, hrynja í kringum sig. Sonur hans mun kannski stan<ja við hlið hans en fyrirlitningin á föðurnum býr með honum áfram. Þeir verða samt tengdir böndum sem hvoragur get- ur né vill að slitni. Þó svo að Villi fyrirgefi honum líklega aldrei, skynjar hann umkomuleysi föður- ins og þar með yfirburði sína gagn- vart honum í sögulok. Þegar allt kemur til alls er bar- áttan sem við heyjum innra með okkur það sem ræður úrslitum til þess að við getum nokkurn tíma unnið ytri baráttuna. Þetta er stór saga, hún er öll sögð á lágu nótun- unum, Nadine Gordimer þarf hvergi að grípa til orðskrúðs. Ein- faldleikinn í allri sinni fegurð. Ég hef ekki lesið bókina á frammálinu en Olöf Eldjárn hefur þýtt söguna á vandað mál og virðist ná stemmningu og stíl Gordimers. Ljóðaflokkur eft ir Gunnar Dal VÍKURÚTGÁFAN hefur gefið út ljóðaflokkinn Hús Evrópu eftir Gunnar Dal. I samtali við Morgunblaðið sagð- ist Gunnar vilja lýsa efni bókarinn- ar sem framtíðarsýn Evrópu næstu tvær aldirnar og stöðu hennar gagnvart öðrum heimshlutum. „Ég er svona að velta fyrir mér örlögum Evrópu og sé fyrir mér fall henn- ar, en líka endurreisn,“ sagði Gunnar. Þetta er 55. bók Gunnars, en ' eftir hann hafa komið út frums- amdar bækur og þýddar, þar á meðal Spámaðurinn sem kom út í lOndu útgáfunni á þessu ári. Bókin Hús Evrópu er rétt röskar 60 blaðsíður, unnin í Prentsmiðju Árna Valdemarssonar hf. Gunnar Dal Nýárskvöld 19 9 2 HOTELISLANDI Óumdeilanlega glæsilegasti nýársfagnaður til fjölda ára DAGSKRÁ: Samleikur Sigrímar Eðvaldsdóttur, fiðluleikara og Selmu Guðmundsdóttur, píanóleikara. SIGRUN SIGURDUR ÓMAR MATSEDILL Fordrykkur: Ritz Fizz Hátíðarkvöldverð u r: Hvítlauklskryddaður vatnaáll Kjötseyði Federal Hindberjasorbert Innbökuð nautalund Logandi ístindur Hvítvín: Gewurzraaminer Rauðvt'n: Cháteau Haut-Mardrac Verð kr. 8.950,- Takmarkaður miðafjöldi. Óperusöngvararnir Inga Bachman og Sigurður Steingrímsson flytja óperudiíetta og lög úr þekktum söngleikjum við undirleik Bjarna Jónssonar. Okkar ástkæra söngkona Þuríður Sigurðardóttir laðar fram Ijúfa tóna. Hinn landskunni skemmtikraftur Ómar Ragnarsson flytur nýja gamanþætti. Nýársballettinn Stórkostleg, sérsamin dansatriði undir stjórn Astrósar Gunnarsdóttur, Jóns Péturs og Köru Amgrímsdóttur. Einnig kemur fram Jóhann Sigurðarson, leikari. Heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins er Artiír Björgvin Bollason. Kynnir: Rósa Ingólfsdóttir. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi ásamt söngkonunum Sigrímu Evu og Berglindi Björk. RÓSA Gestir njóta þess besta i mat og drykk, við undirleik Ingimars Eydal, ptanóleikara. HOTF.I.KsI.AND Fastagestir staðfestið pantanir sem fyrst. Borðapantanir eru þegar hafnar í síma 687111 GAMLARSKVOLD A HOTEL ISLANDI DANSLEIKUR MEÐ ISIÝ DÖNSK OG SÍÐAN SKEIN SÓL FRÁ KL.-24-04. VERÐ KR. 2000.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.