Morgunblaðið - 19.12.1991, Page 17

Morgunblaðið - 19.12.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 17 Reitur á taflborði _________Bækur______________ Björn Bjarnason Örlög íslands. Höfundur: Bene- dikt Gröndal. Útgefandi: Vaka- Helgafell, 1991. 284 bls., ljós- mj'ndir, kort og nafnaskrá. í formáli bókar sinnar Örlög ís- lands segir Benedikt Gröndal: „Megintilgangur þessarar bókar er að gefa sem gleggsta mynd af þeim viðburðum og straumum innan lands og utan sem mest áhrif hafa haft í þá átt að móta frjálst nútíma- ríki á íslandi og tryggja öryggi þess.“ Höfundur nær þessum til- gangi sínum í bókinni. Það er ekki markmið hans að rekja einstaka þræði í hinum flókna vef, sem tvinn- ast í kringum öryggishagsmuni þjóðarinnar, heldur draga heildar- myndina. Þetta er gert á skýran og aðgengilegan hátt, þannig að bókin ætti að koma öllum að notum, sem viija kynna sér hlutlæga lýs- ingu á höfuðatriðum þessa þáttar fslands- og mannkynssögunnar. Hér er um mál að ræða, sem oft hefur verið ritgerðaefni í skólum og ætti þessi bók að verða skyldu- eign allra skólabókasafna. Raunar ætti útgefandi að huga að því að koma henni sem víðast á framfæri í skólakerfinu. Benedikt Gröndal hefur verið í einstakri aðstöðu tii að safna efni í bók af þessu tagi. Hann hefur lengi fylgst náið með framvindu íslenskra öryggis- og varnarmála. Árið 1963 gaf hann út bókina Stormar og stríð. Um Island og hlutleysið. Hann var um árabil blaðamaður og ritstjóri, síðan átti hann aðild að stefnumótun sem al- þingismaður og utanríkisráðherra og loks að framkvæmd utanríkis- stefnunnar sem sendiherra. Á Al- þingi lét hann meðal annars að sér kveða með flutningi tillagna, sem áttu að stuðla að því að beitt yrði hlutlægum rannsóknaraðferðum í þeim tilgangi að brúa bilið milli hinna andstæðu fylkinga í öryggis- og varnarmálunum. Má segja, að hugmyndir hans um þetta efni hafi orðið að veruleika haustið 1978, þegar hann varð utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar og ákveðið var að stofna Öryggis- málanefnd til að sinna slíkum rann- sóknum. Þessi nefnd verður lögð niður nú um áramótin en innan Háskóla íslands er nú sinnt fræði- störfum á þessu sviði og þar hefur verið komið á fót Alþjóðastofnun. Hún ætti að geta fyllt skarð Öiygg- ismálanefndar, ef rétt er að málum staðið. Þegar ráðist er í það stórvirki að semja yfirlitsverk af þessu tagi, felst vandi höfundar einkum í því að velja og hafna. Efniviðurinn er ótæmandi. Víða er þess vegna farið fljótt yfir sögu en þó má segja, að ekki sé sleppt neinu sem máli skipti og komi til álita, þegar heildarstað- an er metin. Helst mætti kvarta undan því, að sjónarmiðum and- stæðinga stefnunnar og hræðslu- áróðri séu ekki gerð hæfileg skil. Til dæmis væri unnt að rita langt mál um allt tal þessa fólks um kjarnorkuvopn og ísland. Sú saga sýndi betur en flest annað, hve óvandaður og ómerkilegur mál- flutningur þess hefur verið. Slík úttekt kynni hins vegar að vera stílbrot í þessari bók, þar sem ekki vakir fyrir höfundi hennar að vera með áreitni í neins garð heldur lýsa mönnum og málefnum með hlut- lægum hætti, þótt aldrei fari fram hjá lesandanum að höfundur er sammála stefnunni, sem fyigt hefur verið. Mati sínu á stöðu íslands lýsir Benedikt Gröndal meðal annars með þessum hætti: „ísland er reitur á borðinu. Því geta Islendingar ekki breytt. Þeir verða eins og aðrar þjóðir að haga stefnu sinni sem best þeir geta innan marka þess, sem ekki verður hjá komist. Ef hvítur missir þennan reit, breytist staðan svörtum í hag. Eitt peð get- ur ráðið skákinni.“ Þessi lýsing seg- ir meira en mörg orð um raunsæi höfundar. Líkingin við taflborðið á enn við, þótt Varsjárbandalagið sé úr sögunni og Sovétríkin í upp- lausn. Landafræðin breytist ekki við þessa stóratburði og Rússar eiga enn hinn tröllvaxna flota í víg- hreiðrinu mikla á Kóla-skaga. Það er barnaskapur að ætla, að þeir afsali sér áhrifamættinum, sem hann veitir. Hin öflugu flotaveldi munu áfram velta fyrir sér reitun- um á taflborðinu og leitast við að fylla upp í tómarúm, þar sem það skapast. Rússnesk þjóðernisstefna kann einfaldlega að taka við að kommúnískri heimsvaldastefnu. _ Lokakafli bókarinnar heitir: ís- FJÖLVI gefur út bók um fyrsta ofurmenni íslands sem kallast Kafteinn Island. Sagan og myndir eru eftir Kjartan Ar- nórsson sem gengur undir höf- undarnafninu Kjarnó. I kynningu Fjölva segir: „I nýju bókinni kemur illræmdur hermdar- verkamaður, Illugi, til landsins og ætlar að leggja allt í rúst, sprengja Sementsverksmiðjuna á Akranesi Benedikt Gröndal land og byltingin ’89 en þar er í stuttu máli getið þeirra atburða, sem leiddu að lokum til þess að hið kommúníska stjórnkerfi hrundi í Evrópu og Sovétríkjunum. Bókin nær því lítillega inn í hið nýja skeið alþjóðastjórnmála, sem nú er að hefjast. Þannig má líta á hana sem úttekt á stefnu íslendinga í örygg- is- og varnarmálum fram til þess- ara kaflaskipta. Höfundur er ekki í vafa um gildi þessarar stefnu. í loft upp og hleypa öllu vatni úr Blönduvirkjun og Búrfellsvirkjun. En Kafteinn ísland bjargar íslandi á einbeittan en um leið æði skop- legan hátt.“ Bókin kallast Árás Illuga. Hún er innbundin í stóru broti og öll litprentuð. Unnin er hún af Prent- myndastofunni og Prentsmiðjunni Odda. íslensk teiknimyndasaga Hann segir meðal annars undir bókarlok: „Þessi frásögn hefur leitt í ljós, að íslendingar hafa stýrt öryggis- málum sínum á farsælan hátt allt frá 1939. Þeir sigldu skipi sínu heilu gegnum ófriðinn og tryggðu sér stuðning annarra ríkja við stofn- un lýðveldisins. Þeir hafa tekið upp vinsamlegt samstarf við nágranna sína um varnarmál og lagt sinn skerf til þeirra. Samt hafa þeir haldið sérstöðu sinni og fengið hana viðurkennda að því marki, að ísland 'er í dag varið land án þess að ögra nokkru ríki. íslendingar hafa haldið sjálstæði sínu og reisn og borið mestu hagsmunamál sín fram til sigurs." Bók Benedikts Gröndals um ör- lög íslands er tímabær áminning við þáttaskil í alþjóðamálum. Hún minnir á þá staðreynd, að við verð- um að taka mið af umhverfi okkar. Hún segir þá sögu, að mikilvægt er að leita að niðurstöðu í utanríkis- málum, sem nýtur stuðnings margra stjómmálaflokka. Þar er einnig rifjað upp, að við ákvarðanir um utanríkismál eins og á öðrum sviðum verða stjórnmálamenn að hafa þrek til að ,fara sínu fram, þótt hart sé á mótijjeim sótt. Hver hefðu orðið örlog Islands, ef látið hefði verið undan þeim, sem réðust á Alþingishúsið vorið 1949? Kjartan Arnórsson Auktu styrk þinn Sanaya Roman Er sjálfstætt framhald metsötubókarinnar „Lifðu í gleði“. Hérlærir lesandinn að virkja innsæi sitt, næmi og alla skynjun á einfaldan og áhrifaríkan hátt. Stig afstigi eru kenndar aðferðir til að auka skynjun og skilning, lyfta hugsunum og tilfinningum á æðra stig og takast á við hversdagslega hluti út frá nýjum gefandi sjónarhóli. Eftir dauðann - hvað þá? George W. Meek Með þessari bók er svipt burt þeirrí hulu sem aðskilið hefur okkar eigið jarðsvið og það sem stundum hefur veríð nefnt himnaríki eða heimurinn fyrir handan. Hér kemur i fyrsta sinn fram íbókaformi full staðfesting á því að hugur mahnsins, dul, minni og persónuleiki lifa áfram eftir dauða efnislíkamans. Bækur sem gefa Vígslan Elisabeth Haich Vígslan er ævintýraleg ferð um undirdjúp sálarinnar. Hún lýsir einstakri andlegri reynslu, ferðalagi, sem hefst á einum tíma í fjarlægri fortið en endar á öðrum. Hér er á ferðinni einhver magnaðsta saga, sem fram hefur komið um andleg og dulspekileg mál. Höfundurinn fléttar saman á stórskemmti- legan hátt lifunum tveimur og dregur fram mörg dýpstu sannindi dulspek■ innar með þeim skilningi, sem sögupersónan öðlast á leið sinni. Mikael handbókin Jose Stevens Þessi eintæða bók er skemmtiieg lifandi kennsla komin frá Mikael, vits- munaveru á öðru tilverustigi. Hér fást svör við þvihvers vegna mennirnir fæðast aftur og aftur og hvernig sálkjarninn, innsta gerð mannsins safnar sifellt i sig meiri þroska. Mikael handbókin er fyir alla sem velta tilverunni fyrir sér, alla sem vilja skilja sjálfa sig og aðra betur. Mörg iíf, margir meistarar Brian L. Weiss Hvað gerist þegar geðiæknir heyrir sjúkling i dáleiðslu vitna i líf fyrir árþúsundum? Og hvað efþessi geðlæknir hefur aldrei lagt trúnað á dulræn fyrirbæri, hvað þá endurholdgun og önnur lif? Hann kemst ekki hjá þvi að hlusta, vega og meta... og sannfærast loks um, að við lifum ótal sinnum. Þessar bækur eru í sérílokki bóka, sem gefnar eru út fyrir þessi jól. Þær eru fyrir fólk, sem leitar og spyr spurninga um lífið og tilveruna. Þær spánna mörg svið og láta engan ósnortinn. NYALDARBÆKUR LAUGAVEGI 66 • SÍMI 627700 & 627701

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.