Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
21
byijað að vera saman á unglingsár-
um á hún sjálfsagt lítinn þátt í því
hvernig hann er — en hún er skýr-
ingin á því af hverju hann getur
verið eins og hann er.
Lífsstíll og lífsviðhorf Heiðars er
merkilega samsett blanda af íhaldi
og frjálslyndi. Þetta kemur bæði
fram varðandi trúmál og kynferðis-
mál í víðum skilningi. Manneskjan
er kynvera — og Heiðar leggur
mikið upp úr því að hún fái að njóta
sín sem slík hvort sem hún er karl
eða kona — en viðhorf hans til
hjónabandsins eru hefðbundin og
hann telur það innsiglað af guði.
Trúin et- honum mikilvæg. Viðhorf
hans til presta og ræðuflutnings eru
mótuð af rétttrúnaði fóstra hans,
en þetta getur hann samþætt alþýð-
legri dulhyggju sem hann kynntist
hjá ömmu sinni á Krossum sem var
eins ólík prófastinum á Staðarstað
sem hugsast gat.
Dijúgur hluti bókarinnar fjallar
um föt, förðun og framkomu og er
það ekki allt jafn áhugavert að
mínu mati, en þar er samt margt
sem bæði karlar og konur geta
lært af og ýmsir hljóta að lesa sér
til gagns. Þessir kaflar eru einnig
dijúgur skerfur til sögu þessara
mála á íslandi á þessari'öld. Án efa
mun koma sá tími að þessi hluti
menningarinnar verður talinn þess
verður að skrá hann nánar.
Heiðar hefur lagt mikið af mörk-
um til þess að kenna löndum sínum
mannasiði, ekki síst þegar um sam-
skipti kynjanna er að ræða. T.d.
má nefna það að íslenskir karlmenn
halda margir að þeir séu samasem
búnir að fá konu upp í rúm með
sér um leið og hún þiggur af þeim
vínglas á veitingastað — þeir eru
að borga fyrir næturgreiða (bls.
224). Þetta getur verið hættulegur
misskilningur og er blettur á mann-
legum samskiptum.
Að lokum vil ég gerast svo djarf-
ur að finna að stíl Heiðars, ekki
fötum eða framkomu, heldur málf-
ari. Hann notar orðið dálítið allt of
mikið, bæði í þessari bók og í við-
tölum í fjölmiðlum. Hugsið ykkur
ef bók hans hefði heitið: „Heiðar,
dálítið eins og hann er.“
Sigrun
Amgrímsdðttir
(SirnJ
leiðbem iim val ó
KRINGLU
Borgorkringlunni, simi 679955.
Höföar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
Ljúffeng
íslensk landkynning
á borð vina og viðskiptavina erlendis
Vart er hægt að hugsa sér meira spennandi gjöf en fulla körfii af
forvitnilegu góðgæti frá framandi landi. Slík gjöf segir meira en mörg
orð um matarmenningu einnar þjóðar.
Hægt er að velja um ostakörfu með
mismunandi tegundum af íslenskum ostum,
sœlgœtiskötfu með gómsætu íslensku sælgæti
s.s. Opali, súkkulaði, brjóstsykri og lakkrís.
Og íslenska matarkörfu með
sérlega ljúffengum smáskömmtum af ýmsu tagi.
ICEMART
íslenskur markaður
- á leið út í heirn.
Leifsstöð Keflavíkurflugvelli - Sími: 92-5 04 53
AUKk827d21-50