Morgunblaðið - 19.12.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 19.12.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 25 Vinátta fyrir vináttu Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Grænalín, Brúnalín og Bláalín Saga og myndir eftir Elsku Beskov Þýðandi: Vilborg Dagbjartsdóttir Utgefandi: Mál og menning í litlum bæ, við litla götu, stendur lítið, gult hús. Þar búa þijár stór- furðulegar systur. Virðast við aldur og eiga lítinn púðelhund. Heimur þeirra er lokaður á bak við hátt grindverk, en þar vaxa perutré. Ein systirin, Brúnalín, er aðallega í eld- húsinu að búa tii karamellur og kök- ur. Stundum er Bláalín þar líka að sjóða blábeija- eða sólbeijasaft og rifsbeijahlaup. Annars saumar hún rósir og fjólur í stramma. Grænalín hugsar um garðinn. Allt er taktfast og ákveðið löngu fyrirfram hjá þeim systrum. Þær eru alltaf saman og það er föst regla á gönguferðum þeirra. Þegar einhver krakkinn í bænum ætlar að klifra yfir grindverkið hjá þeim og stela sér peru, stekkur Blámann, granni þeirra, út úr húsinu á móti og stöðv- ar þann hinn sama. Þær eru hálf undarlegar systurn- ar, en enginn er hræddur við þær í raun og veru. Einn daginn reynir líka á hjartagæsku þeirra. Þær fara út að ganga, eins og venjulega á venjuiegum tíma í venjulegu fötun- um sínum; Grænalín í grænum föt- um, Brúnalín í brúnum fötum og Bláalín í sínum fjólubláu fötum. Þeg- ar þær stoppa til að tala við Blá- mann, skokkar litli púðelhundurinn þeirra í burtu. Það var ekki á efnis- skránni og eftir þennan dag verður líf þeirra systra aldrei eins og áður. Þær rata í hin ýmsu ævintýri. Eða öllu heldur er það litli púðel- hundurinn sem lendir í ævintýrun- um, því hann lendir utan við bæinn þar sem allir þekkjast og allir eru góðir og hann hittir fyrir mann sem hefur ekki bara óhreint mjöl í poka- horni sínu, heldur hreinlega óhreint pokahorn. Þegar systurnar leita að hundinum sínum, lenda þær í ýmsum hremmingum. Þær eru hreinlega komnar út í heim og hver þeirra gefst upp fyrir örlögum sínum, þær setjast niður þar sem þær eru að niðurlotum komnar eftir klukkutíma gönguferð og byija að bíða. Bíða eftir að kraftaverkið gerist, bíða eft- ir að púðelhundurinn þeirra rati á þær. En það gerir hann ekki einn og sjálfur, heldur koma tvö börn systr- unum til hjálpar. Þetta eru óttalega vesælir munaðarleysingjar, sem búa hjó ósköp vondri kerlingu sem er kölluð Þvijtta-Kristín. En eftir þenn- an dag te“kur dálítið nýja stefnu í litla gula húsinu, við litlu götuna í litla bænum. Sagan af Grænulín, Brúnulín og Bláulín er mjög sæt. Söguefnið — þijár ákaflega sérvitrar eldri systur og litli heimurinn þeirra, sem stækk- ar um leið og þær villast út fyrir bæjarmörkin. Þær hjálpa börnunum og börnin hjálpa þeim og þar með komast þau inn fyrir bæjarmörkin í þetta litla himnaríki systranna. Sér- kennileg saga, en um leið hrífandi og fallega myndskreytt. Þýðingin er líka mjög falleg og nær vel skilaboð- unum: Gott fyrir gott, vinátta fyrir vináttu, hlýja fyrir hlýju. Skartgripir Einstök fegurð og enginn gripur eins Sjaldan hefur dönsk listhönnun risiö hærra en meö Flora Danica skargripunum. Þú færö meistara- verk náttúrunnar steypt 24 karata gullhúöun og þriggja ára ábyrgö á ótrúlega lágu veröi. Og það sem er mest um vert. Þaö eru engir tveir gripir eins. Einkasöluumboö í Reykjavík. FRANCH MICHELSEN ÚRSMÍÐAMEISTARI LAUGAVEGI 39, SÍMI 28355 REYKJAVÍK i sem forseti íslands afhendir Svanurinn eftir Guðberg Bergsson er tvimæialaust einhver besta bók sem só höfundur hefur skrifað og er þó langt til jafnað." Kristján Jóhann Jónsson í Þjóðviljanum „Svanurinn er mikil saga um litla telpu með hyldýpi í sál sinni, glæsileg saga sem veitir lesanda sínum stórum meira en aðeins þeirrar stundar gaman sem tekur að lesa hana." Ingunn Asdísardóttir í Rílcisútvarpinu „Þessari menningarsögu kemur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vel til skila í einni skemmtilegustu og vönduðustu minningabók sem ég hef lesið . . . þökk fyrir frábæra bók." Ragnhildur Vigfúsdóttir í timaritinu Veru FORLAGIÐ LAUGAVEGI 18 SlMI 2 51 88 „Hvar sem gripið er niður í sögu Sigurveigar blasa við augum bráðskemmtilegar, fjörugar og einlægar lýsingar" Sigríður Albertsdóttir í DV Tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.