Morgunblaðið - 19.12.1991, Síða 26

Morgunblaðið - 19.12.1991, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Allar |éla£jafir á einnm stel Fimmtudag 19. des. kl. 10-19 Föstudag 20. des.... kl. 10-22 Laugardag 21. des.. kl. 10-22 Sunnudag 22. des... kl. 13-18 Mánudag 23. des.... kl. 10-23 Þriðjudag 24. des... kl. 9-12 LIFANDI TÓIMLIST ALLA DAU Knapinn á hestbaki Bókmenntir Sigurjón Björnsson Albert Jóhannsson í Skógum: Handbók íslenskra hestamanna. Bókaútg. Örn og Örlygur 1991, 232 bls. Talsvert safn er til orðið af „hestabókum“ á íslensku. Ef allt er saman komið ætti það að fylla væna hillu í bókaskáp. Langflestar hafa bækur þessar komið út á allra síðustu árum. Þar eru gríðarmikil rit um ættir hrossa, mörg rit um tamningar, hirðingu, járningar, lækningar o.fl. Og tvö vönduð tíma- rit eru gefín út. Nú bætist nýtt rit í safnið, titlað handbók. Höfundur er kunnur hestamaður sem um langt skeið var auk þess í fararbroddi um málefni hestamanna. Hann býr því bæði yfír mikilli reynslu og þekkingu. Bókin skiptist í 23 kafla, alla mjög stutta. T.a.m. er upphafskafl- inn, Saga íslenska hestsins, þijár blaðsíður tæpar. Það er óneitanlega stutt saga. Kafli er nefnist Járning- ar og hófhirða er 2 'h bls. Sumir eru þó nokkru lengri. í köflum þessum — eða handbók- argreinum sem líklega væri réttara nafn — er fjallað um geysimargt og kemur það sér áreiðanlega vel fyrir þá sem eru að byija í hesta- mennsku. Ég veit ekki um neina eina bók þar sem jafnframt er tek- ið til umfjöilunar. En líklegt er að marga fýsi að vita fleira en þar er tæpt á. Benda má á að aftan við kaflana er sundurliðuð upptalning á bókum um hesta og hesta- mennsku og mun þar flest talið sem máli skiptir. Æskilegra hygg ég þó að hefði verið að vísa til lesefnis í lok hvers kafla. Mætti athuga það ef bókin verður gefin út aftur. Ástæða er til að minnast sérstak- lega á kaflann um hestaliti. Hann er ítarlegur og ekki síst áhugaverð- ur sakir hinna mörgu mynda bæði skýringarmynda og fagurra lit- mynda. Þá er kaflinn um hestanöfn prýðilegur. Eru þar orð í tíma töluð því að alltof mikið er um leiðinleg og bjánaleg ónefni á hestum. Yfírleitt er frásögn Alberts lipur, skýr og einföld og í flestum tilvikum er bersýnilegt að traust persónuleg reynsla er að baki. Maður saknar þess helst að hann skyldi ekki gefa Albert Jóhannsson sér tóm til að rita lengra mál í mörgum tilvikum. Bókin er ágætlega útgefín. Brot er handhægt og þægilegt og margt er góðra teiknaðra skýringar- mynda. í bókarlok eru orðskýringar í stafrófsröð og er það gott fram- lag, svo og orðakví, sem er býsna skemmtilegt heiti á því sem jafnað- arlega nefnist atriðisorð. Skerfur til verkalýðssögu __________Bækur_______________ Björn Bjarnason Þá rauður loginn brann — við- talsbók. Höfundur: Haraldur Jó- hansson. Útgefandi: Hildur, 1991. 311 blaðsíður. Þetta er sérkennileg bók. Höf- undur ræðir í henni við ellefu ein- staklinga: Ólaf Friðriksson, Ingólf Jónsson, Brynjólf Bjarnason, Tryggva Helgason, Steingrím Aðal- steinsson, Þorstein Pétursson, Guð- mund Guðmundsson, Ásgeir Blönd- al Magnússon, Finnboga Rút Valde- marsson og Jón úr Vör. Kallar hann þá ellefu öndvegismenn verkalýðs- samtakanna á millistríðsárunum, mótunarskeiði þeirra. Elsta viðtalið, við Ólaf Friðriksson, er þijátíu ára gamalt, frá haustinu 1961. Hið síð- asta, við Jón úr Vör, er tekið 1987, en flest virðast viðtölin tekin árið 1973. Tilgangur viðtalanna er ekki endilega sá að veita lesandanum sýn yfir ævi og störf viðmæland- ans, því að meira er staldrað við ættir, uppruna og æsku- og mótun- arár en sjálf starfsárin. Með þess- ari aðferð er höfundur að leita að viðhorfum þessara manna til kom- múnisma, sósíalisma og verkalýðs- hreyfingar, en allir viðmælendur hans hafa aðhyllst þessar stjórn- málaskoðanir eða látið að sér kveða í verkalýðsbaráttunni. Höfundur hefur augljóslega mikla trú á heimildagildi viðtala. Með bókinni telur hann sig vafa- laust vera að leggja fram skerf til sögu fyrrgreindra hugsjóna og verkalýðshreyfingarinnar hér á landi. Er ástæðulaust að gera lítið úr þeirri viðleitni. Eigi hún að bera þann árangur sem að er stefnt, þurfa þeir, sem rita þessa sögu að vita um viðtalsbókina og nota hana sem heimild um viðhorf þeirra, sem þar eru kallaðir til vitnisburðar. Að þessu leyti má líta á bókina sem handbók eða heimildarit fyrir áhugamenn um verkalýðssögu. Tilgangur bókarinnar er ekki að bregða gagnrýnu ljósi á viðhorf við- mælendanna. Hún er að því leyti hefðbundin, vinsamleg úttekt á þeim atburðum, sem vinstrisinnum er tamt að nefna, þegar þeir ræða um sögu Kommúnistaflokks ís- lands, Sósíalistaflokksins og verka- lýðshreyfingarinnar. í formála bendir höfundur réttilega á að við- mælendur hans hafí ekki alltaf ver- ið sammála. Á hinn bóginn er ekki gerð nein tilraun til að auðvelda Haraldur Jóhansson lesandanum að átta sig á ágrein- ingnum. Við hrun sósíalisma og kommún- isma á heimsmælikvarða verða við- horf margra viðmælenda höfundar enn meiri tímaskekkja en ella í sam- tímanum. Raunar má deila um, hvort þeim sé nokkur greiði gerður með því að birta viðtölin einmitt nú á þessum tíma. Hvers vegna var það ekki gert, á meðan sú von blundaði enn í bijósti einhverra, að þessi svokallaða verkalýðsstefna kynni að skila einhveijum haldgóð- um árangri? Ilclgi JPjnniason < Kristjrf.. rrf.m.'"' N Sn,mít»MÍf,fíaf GOÐ BOK Borgfírðingaljóð Ljóð cflir 120 núlifandi höfunda úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum, Akranesi og Borgamesi. Efni ljóðanna er afar fjölbreytt, mörg þeirra á léltum og gamansömum nótum, tækifæris- kveðskapur og vísur. Bók fyrir alla sem hafa gaman af skemmtilegum kveðskap. Verð: 4.550,- krónur Bændur á hvunndagsfötum Þriðja bindi. Yiðtalsbók Helga Bjamasonar. Rætt er við Egil Ólafsson á Hnjóti í Örlygshöfn, Eirík Sigfússon á Sílastöðum í Kræklingahlíð, Bjöm Sigurðsson í Úthlíð í Biskupstungum og Egil Jónsson á Seljavöllum í Nesjasveit. Allir þessir bændur eiga það sameiginlegt að vera opinskáir og ómyrkir í máli. ’ 'Verð:198Ö:-Yrón'ur Og þá rigndi blómum Smásögur, ljóð og leikrit eftir 142 borgfirskar konur. Einstök bók, sú fyrsta sinnar tegundar. Elsti höfundurinn í bókinni er Steinunn Finnsdóttir, amma séra Snorra á Húsafelli. Yngsti höfundurinn er Jenna Huld Eysteinsdóttir, aðeins 14 ára gömul. Fjölbreytt og skemmtilegt efni, sem allar konur munu hafa gaman af að lesa og eiga. Verð: 4.550.- króriur Draumar. Fortíð þín, nútíð og framtíð Höfundurinn Kristján Fn'mann, hefur í mörg ár kannað drauma og boðskap þeirra. Þessi nýstárlega og forvitnilega bók hjálpar þér að ráða gátur draumanna, frnna réttu svörin og lykla að völundarhúsi draumalífsins. Bókin er prýdd fjölda mynda. Verð: 2.480.- kronur HORPUUTGAFAN Stekkjarholt 8 -10, 300 Akranesi / Síöumúli 29, 108 Reykjavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.