Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 29 keppnisjafnrétti um aðgang að höfnum og hafnaraðstöðu til at- hafna, m.a. á íslandi. Það hefur lítið farið fyrir kynningu utanríkis- ráðherra á þessum „böggli“ EES- samninganna. Hafa menn hugleitt, að samkvæmt þessu gætu fiskiskip EB-ríkja landað fiski í gáma í ís- lenskum höfnum og flutt beint á erlendan markað? í samningsviðaukanum um sjáv- arútvegsmál segir ennfremur, að hann skuli endurskoða annað hvert ár, fyrst fyrir árslok 1993. Þar er talin vera ein ástæðan fyrir sigur- fögnuði Spánverja. Þeir þekkja EB-réttinn betur en við og vita að undanþágur frá meginatriðum gilda aðeins til bráðabirgða. Við síendurtekna endurskoðun fisk- veiðiheimildanna í íslenskri fisk- veiðilögsögu annað hvert ár telja þeir sig geta fært sig smátt og smátt upp á skaftið, fengið stærri og stærri kvóta til að veiða nytja- fiska í hinni gríðarstóru fiskveiði- lögsögu íslands uns lokamarkmið- inu verði náð í samskiptum risans við smáríkið og fiskveiðistefna EB komi að fullu í gildi í sjónum um- hverfis ísland. Samningaferlið hef- ur þegar sýnt, að við allar endur- skoðanir verða lausir endar og allt sem túlka má á tvo vegu túlkað EB í hag til hins ýtrasta en okkur í óhag. Lokaorð Hvenær ætlar almenningur og forustumenn okkar að rumska og vakna til varnar bestu hagsmunum íslands í þessu máli? Getur það verið, að fólk sætti sig við það, að fórnað verði hluta af fullveldinu til lagasetningar og dómsvalds auk þess sem fiskveiði- lögsagan verði opnuð fyrir flota EB fyrir minni háttar tollalækkan- ir, sem auðvelt væri að ná án slíkra fórna, samanber nýgerða fríversl- unarsamninga Færeyinga við EB? Höfundur er félagsfræðingur og fyrrverandi sendiherra. Pálmaolía y í jólamatinn Sími/fax 612295. mtamælar - 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. Vesturgötu 16 - Símar 14680-13280 Vilhjálmur Egilsson um álagningu jöfnunargjalds: Gjaldendur gætu höfðað mál VILHJÁLMUR Egilsson, framkvæmdastjóri Verslun- arráðs og þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segist vel geta trúað að gjaldendur ynnu dómsmál gegn álagn- ingu jöfnunargjalds eins og aðstæður væru í dag. Hann segist hafa lýst andstöðu sinni við gjaldið innan þingflokks sjálfstæðismanna. Jöfnunargjaldið hefur undan- farna daga verið til umræðu á Al- þingi. Snúast þær aðallega um lög- mæti gjaldtökunnar, sem nú nemur 3% og leggst á allar innfluttar vör- ur, og Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra hefur lýst því yfir að hann telji gjaldið löglegt hér á landi og öllum beri að fara að þeim lögum. Hann sagði málið hafa verið borið undir báða þingflokka stjórnar- flokkanna og samþykkt af þeim. Vilhjálmur Egilsson sagði við Morgunblaðið, að hann hefði verið í útlöndum á þingmannafundi EFTA-ríkjanna, þegar þetta mál var afgreitt í þingflokki sjálfstæðis- manna, en hann hefði áður látið í ljós afstöðu sína til jöfnunargjalds- ins við forustumenn flokksins en þeir hefðu kosið að taka ekki tillit til þess. Vilhjálmur sagðist telja, að jöfn- unargjaldið væri andstætt fríversl- unarsamningi íslands og Evrópu- bandalagsins, enda hafi EB þegar borið fram kvartanir vegna þessa. Einnig álítur hann allar forsendur fyrir gjaldtökunni löngu horfnar, en gert hafði verið ráð fyrir að jöfn- unargjaldið hyrfi um leið og virðis- aukaskatturinn kom. Að auki kveð- ur hann að gjaldið kunni að veikja samningsstöðu íslands við Evrópu- bandalagið á næstunni - „málið snýst um hvort við viljum vera í hópi þjóða sem tekið er mark á eða ekki“, segir Vilhjálmur. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði í Morgunblaðinu í gær að hann teldi meirihluta á Alþingi fyrir framlengingu jöfnunargjalds- ins, en það yrði fjarlægt um mitt næsta ár og bjóst hann við að EFTA-þjóðirnar hefðu biðlund með íslendingum þangað til. Vilhjálmur kvaðst hins vegar munu bíða og sjá hvort meirihluti yrði fyrir frumvarpinu, en vissulega væri sá möguleiki fyrir hendi að setja hreinlega lög er heimiluðu gjaldtökuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.