Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Kaup á olíu frá Norðmönnum: Breyta engu um flutningskostnað KAUP OLIS og Olíufélagsins á oliuvörum frá norska ríkisfyrirtæk- inu Statoil breyta engu í flutningskostnaði félaganna á olíuvörum. Hörður Helgason aðstoðarforstjóri Olís segir að í samningunum sem í gildi voru við Rússa á sínum tíma hafi flutningskostnaðurinn ávallt verið miðaður við flutning frá Rotterdam. „Þessir samningar við Norðmenn nú eru byggðir á sama grunni hvað flutningskostnaðinn varðar, það er miðað er við fiutning á olíuvörunum frá Rotterdam," segir Hörður Helg- ason. „Því mun flutningskostnaður okkar ekki lækka.“ Starfsleyfi veitt fyrir nýrri leignbílastöð BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita leyfi til reksturs nýrrar leigubílastöðvar í Reykjavík. Fyrirhugað er að stofna hlutafé- lag um rekstur stöðvarinnar, sem verður í eigu og umsjá bifreiða- stjóranna. í erindi Jóns M. Smith fyrir hönd félagsins, sem lagt var fyrir borgar- ráð kemur fram að vilyrði hafi feng- ist fyrir aðstöðu í húsnæði Sunds hf. við Vagnhöfða í Reykjavík. Einnig hefur verið veitt vilyrði fyrir því, að stæði bifreiðanna verði við bensínstöðvar Olís, þar sem þær eru staðsettar og ennfremur að bifreið- ar standi á nóttunni inni á plani bensínstöðvanna. Jón M. Smith sagði í samtali við Bláfjalla- nefnd kaupi hlut borg- arinnar í Skálafelli BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu Bláfjallanefnd- ar um að heimila nefndinni, að kaupa hlut Reykjavíkur- borgar í Skálafelli og að reksturinn verði sameinaður rekstri Bláfjallasvæðisins. Jafnframt var samþykkt til- laga Bláfjallanefndar um að leggja til við sveitarstjórnimar, sem aðild eiga að Biáfjalla- nefnd, að bjóða Mosfellsbæ, Kjalarneshreppi og Hafnar- hreppi, að taka þátt í rekstri og framkvæmdum í Bláfjöllum og Skálafelli frá og með árinu 1992. Nú eiga þrettán sveitar- félög á höfuðborgarsvæðinu aðild að Bláfjallanefnd. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Jón M. Smith leigubílstjóri er einn af þeim, sem ætla að hefja rekstur á nýrri Ieigubílastöð. Morgunblaðið að margt bæri að athuga nú þegar leyfið væri komið en vildi ekki tjá sig frekar um það. Hann sagði það geta tekið um tvo til þijá mánuði að koma stöðinni í gang en á meðan yrðu bísltjórarnir áfram í vinnu hjá þeim leigubíla- stöðvum, sem þeir nú þegar keyra fyrir. Forskálar Vestfjarða- ganga verða með nýstárlegu sniði, eins og sést á þessum tölvumyndum sem Viktor A. Ingólfsson gerði eftir teikningum Elísabetar Gunnarsdóttur arkitekts. Opið er með 45 gráðu skurði og virðist því víðar en ann- ars. Nýstárlegir forskál- ar Vestfjarðaganga FORSKÁLAR Vestfjarðaganga verða nýstárlegir, ólíkir for- skálum annarra jarðganga hér á landi. Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt hannaði útlit þeirra fyrir Vegagerðina. I nýútkomnum Vegamálum, tímariti Vegagerðarinnar, lýsir Hreinn Haraldsson jarðfræðingur göngunum, m.a. forskálunum. Þversnið skálanna verður það sama og í þeim hluta Vestfjarða- gangan sem er tvíbreiður, eða 7,5 metrar. Þeir verða með bogadreg- ið þak, eins og skálarnir í Odds- skarði en ekki skáþak eins og í Ólafsfjarðarmúla. Lengd forskál- anna verður mismunandi, reiknað er með 140 m löngum skála í Tungudal í Skutulsfirði, 180 m í Breiðadal í Önundarfirði og 150 m í Botnsdal í Súgandafirði. Hreinn segir að þar sem forskál- arnir séu sá hluti mannvirkjanna sem mest verði áberandi í lands- laginu og mæti vegfarendum fyrst hafi verið rétt að haga útliti þeirra sem best og því verið leitað til arkitekts um tillögur. í þeim tillögum sem nú liggja fyrir er gert ráð fyrir að endi for- skálanna verði skorinn undir 45 gi-áðu horni, bæði í láréttu og lóð- réttu plani. Þá er gert ráð fyrir hallandi gluggum á þeirri hlið sem snýr frá fjallshlíð. Hreinn segir í grein sinni að vonast sé til að þetta bæti útlit og aðkomu fyrir vegfarendur og að þetta form skili sér auk þess í minni sniósöfn- un við munnana. Útsvar sveitarfélaga: Misjafnt hvort gert er ráð fyr- ir spamaðaráformum ríkisins GERT er ráð fyrir að hlutfall út- svars í Garðabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi verði það sama á næsta ári og í ár. Útsvar í Garðabæ og á Seltjarnarnesi verð- ur 7% og í Kópavogi 6,7%. Við útreikning útsvarsins er ekki reiknað með sparnaðaráformum ríkisvaldsins. Litið er til þeirra í Mosfellsbæ og Hafnarfirði þar sem útsvar hefur verið hækkað í 7,5%. Páll Guðmundsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, sagði að ákveðið hefði verið að hækka útsvar úr 7% í 7,5% til þess að treysta stöðu bæjarins og koma í veg fyrir niðurskurð í þjón- ustu. Þá kom fram að Mosfellsbær hefði verið tekjulágur undanfarin ár en þá sérstakalega á síðasta ári. Borgarráð: Obreytt hlutfall fasteigna- o g aðstöðugjalda árið 1992 BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hlutfall fasteignaskatts, fast- eignagjalda, lóðarleiga, aðstöðu- gjald og leyfisgjald verði það sama í Reykjavík og árið 1991. Hlutfall lóðarleigu eftir íbúðar- húsalóðir verða 0,145% af fast- eignaverði árið 1992. Leiga eftir verslunar- og iðnaðarlóðir verða 1% af fasteignamatsverði. Hlutfall fast- eignaskatta á íbúðir og íbúðarhús árið 1992 verður 0,421% og 1% á allar aðrar fasteignir að viðbættri hækkun um 19% samkvæmt heim- ildum laga. Þá var samþykkt að gefa greiðendum fasteignagjalda kost á að gera skil á gjöldum á árinu 1992 með þremur jöfnum greiðslum, þann 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Álögð aðstöðugjöld verða þau sömu og árið 1991 e'ða 0,33% af rekstri fiskiskipa og flugvéla, 0,65% af rekstri verslunarskipa og fiskiðn- aðar, 1% af hvers konar iðnaði öðr- um, svo og prentun og útgáfu dag- blaða og 1,30% af öðrum atvinnu- rekstri. Jafnframt var samþykkt, að greiðsla fyrir verslunarrekstur verði 31.500 krónur á ári með gjalddaga 15. janúar og 15. júlí ár hvert og fyrir rekstur matsöluvagna greiðist 42.000 krónur á ári en 73.500 þeg- ar um leyfi til nætursölu er að ræða. Gjalddagar eru 15. janúar og 15. júlí ár hvert. Leyfisgjald fyrir togarasölu á ár- inu 1992 verður 10.500 krónur fyr- ir einn mánuð, 3.700 krónur fyrir eina viku og 1.000 krónur fyrir einn dag. Hefði galdþrot Álafoss haft þar mik- ið að segja. Sagði Páll að meðaltekj- ur af íbúa á árinu hefðu verið um 71.000 í Mosfellsbæ en að meðaltali um 91.000 í öðrum sveitarfélögum. Þarna munaði um 20.000 kr. á íbúa eða 83-84 milljónum. Með hækkun- inni skapar bæjarstjórnin sér rétt á framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfé- laga en þess má geta að ef samsvar- andi hækkun hefði orðið í fyrra hefðu tekjur sveitarfélagsins orðið 83 millj- ónum meiri á þessu ári en þær urðu. Þar af hefðu 16 milljónir komið frá íbúum Mosfellsbæjar en 67 milljónir hefðu komið úr jöfnunarsjóðnum. Hagnaður sveitarfélagsins af hækk- uninni er 18-20 milljónir en af því er reiknað með að 13 milljónir fari í fyrirhugaða þátttöku sveitarfélaga í löggæslu. Bæjarstjóm Hafnarfjarðar hefur ákveðið að hækka útsvar úr 6,7% í 7,5% og er þar um 104 milljóna tekju- auka að ræða. Þá hefur verið ákveð- ið að innheimta ekki þjónustugjald vegna sorpeyðingar sem verið hefur 5.000 kr. á íbúð eða 23 milljónir. Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, sagði að þegar búið væri að taka frá skattheimtu til ríksins væri nettótekjuaukning sveitarfélagsins um 13 milljónir. Með hækkuninni er að sögn Guðmundar verið að bregðast við auknum álögum ríkisins. „Sveitarfélög, á borð við Hafnarfjörð, hafa auðvitað orðið jafn mikið vör við samdrátt í þjóðarbúinu og ríkisvaldið. Hér hefur sultarólin verið hert,“ sagði hann, „en svona auknum umbúðarlausum álögum verður ekki mætt nema með því að auka tekjur." í fiárhagsáætlun Seltjamarnes- kaupstaðar, sem lögð var fram til fyrri umræðu í gærkvöldi, er gert ráð fyrir óbreyttu útsvari eða 7%. Seinni umræða um fjárhagsáætlun- ina fer fram 15. janúar. Aðspurður sagði Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri, að ekki væri gert ráð fyrir sparnaðaráformum ríkisvaldsins í fjárhagsáætluninni. Tekin hefur verið ákvörðun um óbreytt útsvar í Kópavogi eða 6,7%. „Menn nefndu að vísu þann fyrir- vara,“ sagði Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri, „að meðan ekki væri ljóst hvaða álögum eða útgjöldum ríkið ætlaði að skella á okkur yrði að vera sá fyrirvari að ef það yrði eitthvað stórkostlegt yrðu menn að endur- skoða þetta.“ Formleg ákvörðun um hlutfall útsvars var tekin á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Útsvar í Garðabæ verður 7% eins og í fyrra og er þá ekki reiknað með sparnaðaráformum ríkisstjórnarinn- ar. Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri, segir að samkvæmt lögum verði að tilkynna um breytingar á útsvari fyrir 1. desember þannig að endurskoðun kæmi ekki til greina en bendir á að sennilega þurfi að endurskoða aðra liði fjárhagsáætlun- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.