Morgunblaðið - 19.12.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
41
Noregur:
Vonast eftir
samkomulagi
um Barentsnaf
Ósló. Frá Jan Gunnar Furulyt fréttaritara
Morgunblaðsins.
NORÐMENN urðu á mánudag
fyrstir vestrænna þjóða til að við-
urkenna fullveldi Rússlands og
norsk stjórnvöld vonast til að það
verði til að flýta fyrir samkomu-
lagi um hvernig skipta eigi Bar-
entshafinu.
Norðmenn hafa reynt að semja
við Sovétríkin um skiptingu hafsins
frá árinu 1974 en án árangurs. Mik-
ilvægt er fyrir Norðmenn að viðræð-
ur hefjist við rússnesk stjórnvöld um
þetta mál sem fyrst og norska stjórn-
in vonast til að samkomulag náist
innan nokkurra mánaða.
„Við vonum að viðræðurnar hefj-
ist þegar utanríkisráðherra Rúss-
lands, Andrej Kosyrev, kemur til
Noregs í janúar,“ sagði blaðafulltrúi
norska utanríkisráðuneytisins, Bjorn
Blokhus, í samtali við norsku frétta-
stofuna NTB.
Viðurkenning Norðmanna á full-
veldi Rússlands var fagnað í Moskvu.
„Kosyrev utanríkisráðherra þakkaði
okkur fyrir þetta sögulega skref og
lét þau orð falla að Norðmenn hefðu
með viðurkenningunni opnað dyr
fyrir Rússa inn í Evrópu," sagði
Dagfinn Stenseth, sendiherra Nor-
egs í Moskvu.
-----------------
Þotueldsneyti á
þrotum í Sovét-
ríkjunum:
Aeroflot
aflýsir áætl-
unarflugi og
flugherinn
nær óvirkur
Moskvu, Reuter.
SOVÉSKA ríkisflugfélagið Aero-
flot hefur fellt niður tugi áætlun-
arferða að undanförnu og gert
tugþúsundir farþega stranda-
glópa vegna skorts á flugvélaelds-
neyti, að sögn sovéska sjónvarps-
ins. Það sagði einnig að sovéski
flugherinn væri nánast óvirkur
vegna skorts á þotueldsneyti.
Að sögn sjónvarpsins eru nú ein-
ungis til birgðir í Moskvu sem svara
10 daga notkun flugflota Aeroflots.
í morgum borgum, svo sem Tas-
hkent í Úzbekístan og Símferopol í
Úkraínu, væri ekki til deigur dropi
af flugvélaeldsneyti og jafnvel ann-
ars konar eldsneyti einnig. Af þeim
sökum væri ekki heldur hægt að aka
væntanlegum farþegum úr borgun-
um og út á flugvöll, að sögn sjón-
varpsins. Birgðir væru auk þess á
þrotum í víðar í Úkraínu og Kazak-
hstan svo og í borgum í norðurhluta
Kákasus.
Sjónvarpið sagði að flugvélunum
væri flogið með hálftóma tanka og
væri oft millilent til þess að ná í
dropa hér og þar. „Þær hoppa milli
valla, stutta leið í einu, eins og engi-
sprettur. Þær komast á áfangastað,
eins og einn flugumferðarstjórinn
orðaði það, með viljastyrknum ein-
um,“ sagði fréttamaður stöðvarinn-
ar.
Sjónvarpið skellti skuldinni á olíu-
hreinsistöðvar og sagði afköst þar
fara minnkandi. Sum framleiðslu-
svæðinu væru reyndar komin inn í
vítahring því þau hefðu neyðst til
að draga úr framleiðslu þar sem
ekki væri hægt að fljúga starfs-
mönnum til vinnslusvæðanna vegna
skorts á flugvélaeldsneyti.
í kjölfar fréttar sjónvarpsins sendi
Aeroflot-flugfélagið frá sér yfirlýs-
ingu í gær þar sem sagði að elds-
neytisskorturinn hefði engin áhrif á
,j millilandaflug félagsins.
r
---------------...
Reuter
Nýtt vopn gegn
hraðakstri
Lögreglumenn í Norðimbralandi
í Norður-Englandi hafá’tekið í
notkun nýtt vopn til þess að
vinna gegn hraðakstri; eftirlík-
ingar af lögreglubílum úr plasti
sem komið verður fyrir meðfram
vegum. Úr fjarlægð er ekki unnt
að greina á milli þeirra og venju-
legra lögreglubifreiða og því er
talið að notkun plastbílanna
geti orðið til þess að ná niður
umferðarhraða.
Enn óvissa um næstu fundalotu
friðarviðræðna Israela og araba
Jerúsalem, Washington. Reuter.
TALSMAÐUR Yitzhaks Shamirs,
forsætisráðherra Israels, sagði í
gær að friðarviðræðum Israela
og araba í Washington kynni að
ljúka án þess að samkomulag
næðist um hvar þeim yrði haldið
áfram.
■ STOKKHÓLMUR - Sænska
þingið hefur samþykkt að afnema
hlutafjársjóði launþega, sem
verkalýðshreyfingin hefur verið
sökuð um að hafa notað til að ná
völdum innan stærstu fyrirtækja
Svíþjóðar. Skipuð var nefnd til að
leggja starfsemi sjóðanna niður fyr-
ir mitt árið 1944.
■ LONDON - Rússneskt verk-
smiðjuskip varð fyrir brotsjó við
vesturströnd Skotlands í gær með
þeim afleiðingum að fjórir skip-
verjar fórust. 51 skipveija var
bjargað með þyrlum og nokkrir
þeirra voru illa slasaðir.
Friðarviðræðurnar í Washington
hafa gengið hægt vegna ágreinings
ísraela annars vegar og Sýrlend-
inga, Líbana, Jórdana og Palestínu-
manna hins vegar um tilhögun
þeirra. ísraelska sendinefndin til-
kynnti í fyrrinótt að hún færi frá
■ SAN DIEGO - Vegavinnu-
menn hafa fundið hauskúpu áður
óþekktrar spendýrategundar
sem lifði fyrir 47 milljónum ára.
Talið er að dýrið hafi verið fjór-
fætt, meters langt og 60 sm á hæð.
■ ANTANANARIVO - Þjóð-
stjórn verður mynduð á Madagask-
ar á næstu dögum til að koma á
umbótum á stjórnarskránni og
kosningalöggjöfinni fyrir þing- og
forsetakosningar, sem eiga að fara
fram innan átján mánaða. Atvinnu-
lífið í landinu hefur verið í lama-
sessi í sjö mánuði vegna allsheijar-
verkfalla og fjöldamótmæla.
borginni eftir síðasta fundinn í þess-
ari lotu, sem var í gær.
í gærkvöldi var frá því skýrt að
samkomulag hefði orðið um að
hefja viðræðumar að nýju 7. janúar
en samkomulag hefði ekki tekist
um fundarstað.
Samninganefndirnar hafa eink-
um deilt um hvar viðræðurnar skuli
fara fram. Arabar vilja að næsta
lota verði í Washington en ísraelar
að hún fari fram í Miðausturlönd-
um, til dæmis á Kýpur, eða í Evr-
ópu.
Svo virðist sem George Bush sé
óánægður með hversu illa samn-
ingaumleitanirnar hafa gengið.
„Við höfum verið að kýtast um
fundarsali og borð og annað álíka
og við viljum hvetja þá til að snúa
sér að mikilvægu málunum," sagði
talsmaður forsetans, Marlin Fitzw-
ater, í gær. Fulltrúar ísraela og
sameiginleg samninganefnd Jórd-
ana og Palestínumanna gengu aldr-
ei inn í fundarsalinn í Washington,
heldur deildu þeir í ganginum um
þá kröfu Palestínumanna að þeir
fengju að ræða sérstaklega við ísra-
ela án Jórdana. Því hafa ísraelar
neitað þar sem þeir telja slíkt
styrkja stöðu Palestínumanna í deil-
unni um stofnun Palestínuríkis.
Pólska þingið styð-
ur Jan Olszewski
■ NIKOSÍA —Frelsissamtök
Palestínu (PLO) fordæmdu á
þriðjudag þá ákvörðun allsheijar-
þings Sameinuðu þjóðanna að fella
úr gildi ályktun frá 1947 þar sem
sagt er að síonismi, sú stefna að
sameina alla gyðinga, jafngildi kyn-
þáttamismunun. Samtökin segja að
ákvörðunin kunni að hindra frekari
friðarviðræður araba við ísraela.
Suður-Kórea sögð
kjarnavopnalaus
Seoul. Reuter.
ROH Tae-woo, forseti Suður-
Kóreu, lýsti því yfir í sjónvarps-
ávarpi í gær að landið væri nú
kjarnavopnalaust og hvatti Norð-
ur-Kóreumenn til að hætta við
áætlun sína um framleiðslu
kjarnavopna.
að Suður-Kóreumenn myndu
standa við hann í hvívetna. Hann
lagði ríka áherslu á að leysa þyrfti
deiluna um kjarnavopnin sem allra
fyrst til að tryggja frið í Kóreu, sem
var skipt í tvö ríki árið 1945.
Varsjá. Reuter.
PÓLSKA þingið hafnaði í gær
afsagnarbeiðni Jans Olszewski
forsætisráðherra og fól honum
að halda áfram stjórnarmyndun
með því að samþykkja sérstaka
traustsyfirlýsingu við hann.
Olszewski gafst í fyrradag upp
á að mynda ríkisstjórn og sagði
Lech Walesa forseta hafna allri
samvinnu. Baðst hann því lausnar
sem þingið féllst síðar ekki á. Sam-
þykkti það traustsyfirlýsingu með
214 atkvæðum gegn 132 en 73
þingmenn sátu hjá. Réð afstaða
Bændaflokksins (PSL) úrslitum en
hann lýsti óvænt stuðningi við
Olszewski í umræðum um afsagn-
arbeiðni hans. Óljóst þykir hvers
kyns stjórn Olszewski reynir að
mynda en hann sagði í gær að nauð-
synlegt væri að hafa snör handtök
við stjórnarmyndunina.
Samþykkt þingsins er túlkuð sem
áfall fyrir Walesa sem lagðist hafði
gegn bæði skipan og 'stefnu fyrir-
hugaðrar stjórnar Olszewski. Taldi
forsetinn áform hans ganga í aber-
högg við umbótastefnu Samstöðu.
Líbýskir liðhlaupar undir-
búa aðgerðir gegn Gaddafi
Kairó. Reuter.
FJÖGUR hundruð fyrrum liðsmenn hersveita Muammars Gaddafis
Líbýuleiðtoga eru nú við æfingar í þjálfunarbúðum skammt frá
Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, þar sem þeir búa sig undir
Yfirlýsing forsetans er fórmleg
staðfesting á að
Bandaríkjamenn
hafi flutt öll
kjarnavopn sín frá
Suður-Kóreu. Roh
sagði að Nörður-
Kóreumenn hefðu
nú enga „ástæðu
eða afsökun" til
að framleiða
kjarnavopn eða
hafna alþjóðlegu eftirliti með kjarn-
orkustöðvum þeirra.
Stjórnvöld í Suður-Kóreu telja
að Norður-Kóreumenn stefni að því
að framleiða kjarnavopn innan
tveggja ára. Norður-Kóreustjórn
hefur hins vegar vísað því á bug
og sagt að eftirlit með kjarnorkutil-
raunum þeirra komi ekki til greina
fyrr en Bandaríkjamenn flytji
kjarnavopn sín frá Suður-Kóreu.
Kóreuríkin undirrituðu griða-
samning í síðustu viku og Roh sagði
að steypa fyrrum foringja sínum.
Þessu er haldið fram í blaðinu
al-Hayat sem út kemur í London
og heimsótti blaðamaður þess þjálf-
unarbúðirnar. Ræddi hann við liðs-
menn sveitanna og sagði þá hafa
þjónað í hersveitum Gaddafis í
Chad en hlaupist undan merkjum
og gengið til liðs við sveitir stjórnar-
andstæðinga, Þjóðfrelsisfylkingu
Líbýu, áður en þeir fóru til Banda-
ríkjanna.
„í upphafi fannst okkur það hálf-
partinn niðurlægjandi að fara til
Bandaríkjanna. Yið þekktum þau
og stuðning þeirra við ísraela. En
það viljum við að komi vel fram
að hingað fórum við ekki fyrr en
öll arabaríkin höfðu neitað að skjóta
yfir okkur skjólshúsi,“ sagði Abd-
ulla al-Sheikhi, ofursti, í viðtalinu,
en ásamt honum eru 28 fyrrum
foringjar í her Gaddafis í útlaga-
sveitinni í Bandaríkjunum.
Líbýsku hermennirnir komu til
Bandaríkjanna í febrúar sl. og
sögðu að þar hefði þeim staðið til
reiðu allt sem þeir þyrftu án þess
að til einhvers hefði verið ætlast í
staðinn. „Biðji þeir okkur að grípa
til hernaðaraðgerða [á hendur
Gaddafi] gerum við það ekki nema
það sé í samræmi við stefnu okkar
og markmið," sagði al-Sheiki.
Bandaríkjamenn og Bretar sögðu
nýlega að líbýsk yfirvöld bæru
ábyrgð á sprengingu um borð í
bandarískri breiðþotu yfir bænum
Lockerbie í Skotlandi fyrir þremur
árum. Bandarískir embættismenn
hafa ekki viljað útiloka að Líbýu-
mönnum yrði refsað fyrir það með
hernaðaraðgerð.