Morgunblaðið - 19.12.1991, Page 49

Morgunblaðið - 19.12.1991, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 49 Fjölmenni tók á móti liinu nýja skipi Útgerðarfélags Akureyringa, Árbak EA 308, er það kom til heima- hafnar í gær. Árbakur kominn til heimahafnar: Eftir skipakaupin er kvóta- staðan svipuð og var í ágúst - segir Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa ÁRBAKUR EA 308 kom til heimahafnar, Akureyrar, í gær eftir sigl- ingu frá Hirtshals í Danmörku. Fjölmargir tóku á móti skipinu við komuna og voru Útgerðarfélagi Akureyringa færð blóm í tilefni dagsins. Skipið var keypt frá Vestmannaeyjum, sem kunnugt er fyrir skömmu, en um er að ræða grænlenskan togara. Gunnar Ragnars framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa sagði að þó skipakaupin hefði borið brátt að, hefði það lengi verið stefna félagsins að kaupa nýtt skip í stað gamla Sólbaks EA 305. Félagið gæti vart verið með íjóra. ísfisktog- ara að veiðum fyrir vinnsluna, það væri of lítið. „Stefna okkar var að Kennarar í Síðuskóla; Neikvæð um- ræða um sam- býli hörmuð Á ALMENNUM kennarafundi í Síðuskóla fyrir nokkru var sam- þykkt ályktun þar sem sú nei- kvæða uinræða sem verið hefur um málefni fatlaðra er hörmuð. Fundurinn harmar þá neikvæðu umræðu og skilningsskort sem gætt hefur varðandi málefni fatlaðra, ekki síst er varðar staðsetningu heimila þeirra, eða svokallaðra sambýla. Þá skorar fundurinn skorar á yfir- völd ríkis og sveitarfélaga að standa vörð um réttindi fatlaðra og minnir á jafnan rétt þeirra á við aðra þjóðfé- lagshópa til að ráða búsetu sinni. ----------» ♦ ----- Íshokkískóli fyrir börnin ÍSHOKKÍDEILD Skautafélags Akurcyrar mun starfrækja ís- hokldskóla nú yfir jólin. Aðal- kennari verður Finninn Pekka Santanen, sem kom til Akureyrar nú í vikunni til að þjálfa skautafé- lagsmenn Íshokkískólinn er ætlaður bæði byijendum og þeim sem lengra eru komnir í íþróttinni. Skólinn byijar næsta laugardag, 21. desember, og stendur til 3. janúar, en engir tímar verða þó yfir hátíðisdagana. Kennt verður alls í 9 daga, eða 21. til 23. desember, 27. til 30 desember og síðan 2. og 3. janúar. Tímar fyrir 9 ára og yngri verða kl. 10 til 11 og fyrir 10 ára og eldri frá kl. 11 til 12. eignast fimmta skipið og þá um leið veiðiheimildir með því. Þegar þetta kom upp hentaði það okkur mjög vel, þannig að við þurftum ekki lang- an tíma til að hugsa málið. Útgerðar- félag Akureyringa hefur orðið fyrir mikilli kvótaskerðingu og benti Gunnar á að nú þegar fest hefðu verið kaup á nýju skipi með rúmlega 1.600 þorskígildakvóta stæði það í sömu sporum og í ágúst síðastliðn- um, áður en nýtt kvótatímabil hófst. „Við hefjum okkur upp á svipað stig og við vorum á fyrir þessa skerð- ingu. Kvótaskerðingin kostar okkur því kaupin á þessum veiðiheimildum og hluta af verði skipsins," sagði Gunnar. Veiðiheimildir Útgerðarfélags Ak- ureyringa eru 15.400 þorskígildi á yfirstandandi kvótaári. Á þessu ári hafa skip félagsins veitt um 23.700 tonn og kvaðst Gunnar vona að afl- inn gæti orðið svipaður á næsta ári. Metsö\uUst"in 17.12. 1991 ,-kara \ngo\fur Mafgeusson 3. Fymgefmngsyndanna 4. Snara ástarinnar 5. Kristján Eldjárn. tcvisaga 6. Hann er sagður bóndi 7. Á slóð kolkrabbans 8. Akureyri. bærinn við fjörðinn 9. Lifsháskinn. minningar Jónasar Jónassonar 10. Betri helmingurinn III Bókin er besta iólag)öfin Victoria Holt Gylfi Gröndal Vilhjálmur Hjálmarsson Ornólfur Arnason Pálnti Guðmundsson. Rafn Kjartansson Svanhildur Konráðsdóttir. TÖLVUTÆKI rtmnrar. JJwJELVJEiuu Akureyri metsölubækurnar M íbókval Barna «g ungUngab^ur Metsölulistinn 17 l2‘ þorgrtmuf Þrámsson \. MtU er Ipttt /ypdrés lndrtðason i Beztu vimr Enid Blyxotv 3. Ráðeátan i barsmiðahusi -- 4. Spurningakeppnin þín 5. Dagbók, hvers vegna ég 6. Söng- og píanóbók barnanna 7. Tjúlli á fullri ferð 8. Birkir + Anna 9. Hrói Höttur 10. Nótt t borginni Bókin er besta jólap'öfin Kolbrun Aðalsteinsdóttir Árni Elvar ingi Hans Jónsson. Haraidur Sigurðarson Vigdís Hjorth Michael Bishop Helgi Jónsson pVUT/EKI BOKVAL Akureyri Guðs kirkja er byggð á bjargi Okkur langar til að minna fólk á plötuna „Guðs kirkja er byggð á bjargi“ Á henni syngur Jón Þorsteinsson, óperusöngvari, sálma við undirleik Harðar Áskelssonar. Úr umsögnum gagnrýnenda: „Hún einkennist af einlxgni og trúarjácningu... Samvinna þessara ágætu listamanna hefurgetið af sér mjög eigulegan grip fyrir þá sem unna góðum sálmaflutningi. “ Haukur Ágústsson, Degi. „Þótt lítið láti yfír sér, er hljómplatan „Guðs kirkja er byggð á bjargi“ sigur fyrir ísienska kirkjumúsík almennt og Jón Þorsteinsson sérstakiega... faileg lög, góður fiutningur og cær upptaka... Hér hefur ísienskum sáimasöng verið settur nýr gæðastaðall... “ Ríkarður Örn Pálsson, Rás 1. Fæsf / hljómplötuversiunum um land allt. Dreifing f síma 96-62220 (Svavar), 96-62382 (Matthías) og 91-688796 (Bergþóra) Útgefandi: Ólafsfjarðarkirkja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.