Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 60

Morgunblaðið - 19.12.1991, Side 60
60 r MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 JAPAN VIDEOTÖKUVÉLAR 3 LUX ÞRÁÐLAUS FJARSTÝRING m/dagsetningar möguleika 3 LUX MEÐ ÞRÁDLAUSRI FJARSTÝRINGU SEM GEFUR ÞÉR MC3GULEIKA Á AÐ AFSPILA BEINT VIÐSJÓNVARPSTÆKIÐ ÞITT. MEÐ ALLRA BESTU MYNDGÆÐUM. - 3 LUX ÞÝÐA ALLRA BESTU UÓSNÆMNI Á MYNDBANDSVÉLUM Á MARK- AÐNUM í DAG. IAÐ ER EKKI BARA NÓG AÐ TALA UM LINSUOPSTÆRÐ. HELDUR VERÐUR UÓSKUBBURINN AÐ VERA ÞETTA NÆMUR. — MACRO LINSA 8xZOOM - SJÁLFVIRKUR FOCUS — MYNDLEITUN í BÁÐAR ÁTTIR — SJÁLFVIRK UÓSSTÝRING - VINDHUÓÐNEMI — FADER — RAFHLAÐA/HLEÐSLUTÆKI/MILLI- STYKKI o.fl. - VÉGUR AÐEINS 1.1 KG. kr. 69.950,- stgr. munalán SE Afborgumurskilmálar U) VÖNDUÐ VERSLUN HUÓMCO, FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 f Melectn'c p3-V» vöfflujárn Ihvandi, fallegar vöfflur. Verð frá 4.900,- • Snúrugeymsla • Hitastýring Stiglaus hitastilling Teflon húð Éefectric pás-a hárliðunartæki með heitum blæstri Kraftmikið 1400 wött • Yfirhitunaröryggi • Straumrofi • Verð frá 1.990,- Bnar FarestveK&Co.hf. BOKGMTÚHI28, SIWI622901. Laið 4 stoppar vM dymar Kínverskur heimsmeistari kvenna Wim Xie Jun, heimsmeistari kvenna. ___________Skák______________ Margeir Pétursson VELDI sovézkra skákkvenna var brotið á bak aftur snemma í vetur þegar 21 árs gömul kín- versk stúlka, Wim Xie Jun, lagði Maju Tsjíburdanidze að velli 8V2-6V2 í heimsmeistara- einvígi kvenna i Manila á Filippseyjum. Xie Jun varð þar með sjöundi heimsmeistari kvenna frá upphafi. Maja Tsjíburdanidze vann titil- inn af Nonu Gaprindashvili árið 1978, þá aðeins átján ára gömul og varði hann síðan fjórum sinn- um fyrir sovézkum áskorendum. Hún er læknir að mennt og hefur átt sæti á þjóðþingi Georgíu. í Manila tefldi Maja ekki undir fána Sovétmanna, þeim rauða með hamri og sigð, þar sem Georgíu- menn hafa sagt sig úr lögum við Sovétríkin. Þessi árangur Xie Jun er afar glæsilegur og hún átti sigurinn fyllilega skilið. Hún tók forystuna í þriðju skákinni, en Maja svaraði fyrir sig með því að vinna tvær næstu. En það reyndust verða einu sigrar hennar, eftir þetta tók sú kínverska öll völd, vann átt- undu, elleftu og þrettándu skák- irnar en hinum lauk með jafntefli. Auðvitað varpar það nokkrum skugga á afrek Xie Jun að hún er aðeins sjötta stigahæsta skák- kona heims, t.d. talsvert lægri en tvær af Polgar-systrum, en þær hafa margoft lýst því yfir að þær stefni eingöngu að titli Gary Ka- sparovs. Heimsmeistaratitillinn í kvennaflokki er þó engan veginn auðsóttur, þótt sænska stúlkan Pia Cramling sé t.d. ein þeirra sem hærri er að stigum en Xie Jun hafa tilraunir hennar í þá átt lít- inn árangur borið. Kínveijar komu fyrst fram. á skáksviðið á Ólympíumótinu í Buenos Aires 1978 þar sem þeir komu á óvart sem nýliðar. Þeir mættu okkur íslendingum í fyrstu umferð og fyrir hana sögðust þeir af sinni dæmigerðu hógværð að- eins vera komnir til að læra. En svo fór að eggið kenndi hænunni og úrslitin urðu 3-1 þeim í vil. Á næsta móti árið 1980 vorum við reynslunni ríkari og náðum hefnd- um 3 V2-V2. Eftir góða byijun þeirra var því spáð að þeir yrðu fijótlega að stór- veldi í skákheiminum en sú spá hefur ekki fyllilega ræst þótt þeir hafí reyndar ávallt staðið sig mjög vel á Ólympíumótum. En svo vill til að þar eystra er lítill munur á skáksnilld kynjanna og í kvenna- skákinni hafa Kínveijar skipað sér í hóp allra öflugustu þjóðanna. Sem vísbendingu um þetta má nefna að á síðasta stigalista FIDE hefur stigahæsti skákmaður þeirra, Ye Jingchuan, 2.545 stig, en Xie Jun 2.465 stig, munurinn er aðeins 90 stig. Eftir sigurinn yfir Maju er líklegt að enn dragi saman með þeim. Til samanburð- ar má nefna að hjá Sovétmönnum er þessi munur 275 stig, þ.e.a.s. á Kasparov (2.770) og Tsjíburda- nidze (2.495), hjá Bandaríkja- mönnum u.þ.b. 200 en vegna Polgar-fjölskyldunnar er munur- inn allra minnstur hjá Ungvetjum, eða aðeins 50 stig. Sax hefur 2.600 en Judit Polgar 2.550. Islendingar eru hins vegar sú þjóð utan þróunarlandanna þar sem munurinn er hvað mestur, eða heil 415 stig, auk þess sem stigahæsta skákkonan, Guðlaug Þorsteinsdóttir, læknir, hefur ekki teflt um alllangt skeið. Þess má reyndar geta að erlendis eru skákáhugamenn löngu hættir að furða sig á styrk svo lítillar þjóð- ar, það þykir sumum öllu merki- legra að svo öflug skákþjóð skuli ekki einu sinni senda kvennasveit á Ólympíumót. Eitt sinn er ég hafði lokið við að lýsa skák í sjónvarpi fyrir nokkrum árum spurði ágæt sjón- varpskona mig hvort mér þættu ekki öll þessi dráp á skákborðinu hin mesta villimennska. Þá rann skyndilega upp fyrir mér ljós varð- andi það að íslenskir skákmenn hafa þá sérstöðu að nota sögnina „að drepa“ um það að vinna mann eða peð af andstæðingnum eða stofna til uppskipta. Hins vegar nota til dæmis engilsaxneskir skákmenn sögnina „að taka“ og þætti þeim afar óprúðmannlegt að líkja því athæfi við dráp. Það rifjaðist líka upp fýrir mér að er ég var að læra manngang- inn í frumbemsku þótti mér mikið til allra þessara vígaferla koma. „Það er ekki gaman að guðspjöll- unum ef enginn er í þeim bardag- inn,“ sagði karlinn forðum og það skyldi þó ekki vera að þama sé komin ástæða þess að hugur ís- lenskra drengja hneigist jafn oft til skákiðkunar og raun ber vitni, en flestar stúlkur láti taflið hins vegar eiga sig. Eg ætla ekki að hætta mér lengra inn á svið íslenskumanna og barnasálfræðinga en við skul- um líta á það, hvemig kínverska stúlkan tók forystuna í elleftu ein- vígisskákinni í Manila: Hvítt: Win Xie Jun Svart: Maja Tsjíburda- nidze Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — Rc6 6. Be2 — g6 Nú er komið upp drekaafbrigð- ið í Sikileyjarvörn sem Maja þekk- ir mjög vel. 7. Rb3 - Bg7 8. 0-0 - 0-0 9. Bg5 - a6 10. a4 - Be6 11. Khl - h6 Upphafið á hæpinni áætlun. Hvíta liðið er vel í stakk búið til að mæta árás svarts á miðborðið. 12. Be3 - d5 13. ed5 - Rxd5 14. Rxd5 - Dxdð 15. Rc5! E.t.v. er þetta örlagastaðan i einvíginu. Maju verður nú á yfir- sjón sem kostar hana skákina. Mér sýnist 15..— Rd4I? vera bezta tilraunin til að halda frumkvæði hvíts í lágmarki. 15. - Bxb2? 16. Dxd5! - Bxd5 17. Hadl! - Rb4 Nú tapar svartur skiptamun bótalaust, en 17. — Be6 18. Rxe6 — fxe6 19. Hbl og síðan 20. Hxb7 var einnig afar slæmur kostur. 18. Rd7! - Bc6 19. Rxf8 - Hxf8 20. Bc5! - a5 21. Bxe7 - He8 22. Hd8 - Hxd8 23. Bxd8 — Bxa4 24. Bxa5 — Rc6 25. Hbl! - Bd4 26. Bc7 - Bxc2 27. Hxb7 - Be4 28. Bc4 - g5 29. f4 - Kg7 30. Bd6 - Rd8 31. Hd7 - Bb6 32. Be5+ - Kf8 33. fxg5 — hxg5 34. Bf6 og Tsjíburdanidze gafst upp, því 34. - Re6 35. Bxe6 - fxe6 36. Bxg5 er alveg vonlaust. Góð skáksamskiptí íslands og Kína Þrátt fyrir að Ólympíusveitir íslands og Kína hafi margar harð- ar viðureignir háð hafa samskipti þjóðanna á skáksviðinu ávallt ver- ið afar ánægjuleg, meira að segja fór íslensk skáksveit til Kína árið 1985. Á síðasta Ólympíuskákmóti datt einum af okkar ágætu farar- stjórum í hug hvort þeir nafnarn- ir Ye Jingchuan og Ye Rongguang kynnu að vera skyldir. Ættfræðiá- hugi landans er ávallt samur við sig! Spurningin var borin upp við kínverska liðsstjórann með aðstoð túlks. Hann gaf það svar eftir nokkra umhugsun að einar tvö- hundruð milljónir manna í Kína hétu Ye og þar af leiðandi óvíst að þeir væm náfrændur. í 1 SONGFÉUSAR jP A EINN & ÁTTA EinnöCAtta flytja tónlist úr ýmsum áttum. Hér flytja þeir íslensk lög, sígild erlend lög og lög af f .>7 ’ léttara taginu. Einnog " ir sz r Z átta fást á hljómplötu, \ 1 " f- f- geisladisk og kassettu. Pöntunarsími: 812003 ***. Ætlar þú að taka á þig merki dýrsins? Spádómarnir rætast I Gunnar Hersveinn •• / VOKUNOTTIN Ég vaki Það er hljótt, með staf, sprota og slöngu hjörðin hm'gur í gras. í dimmum haganum, Ég sest á stein, og á í hörðu orðakasti við myrkrið... drep niður höfði Augun vænta en lít upp himnastjörnunnar, þegar bjartur strengur ómar og nóttin titrar: eyrun höipunnar. Sjá, bláskínandi fjallsrönd! ...í skuggadal 1 falla orðin í grýtta jörð. -■ 1 ■- Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! Pálmaolíaí v stað harðfeiti ^ój Sími/fax 612295.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.