Morgunblaðið - 19.12.1991, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 19.12.1991, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991 Hann er sagður bóndi Æskan hefur gefið út bókina, „Hann er sagður bóndi“ — æviferils- skýrslu Vilhjálms Hjálmarssonar, ritaða af honum sjálfum. Vilhjálmur var menntamálaráðherra 1974-1978, alþingismaður um 19 ára skeið, bóndi, kennari, bókavörður, blaðamaður, ritstjóri, odd- viti, sáttasemjari, vegarruðslumaður og er rithöfundur. Vilhjálmur var kjörinn á þing 1949 og átti þar setu til 1956— og síðar 1967-1979. Kaflabrot þau sem hér fara á eftir Iýsa framboðs- fundi 1949, þingstörfum og hvernig búið var að þingmönnum um 1950.1 lokin er brugðið upp mynd af ólíku viðfangsefni: „vegarruðsl- u“málum í Mjóafirði. Sögufrægir framboðsfundir Framboðsfundimir í Suður-Múl- -asýslu, ellefu talsins, urðu nokkuð óvenjulegir að þessu sinni. Því olli þátttaka séra Péturs Magnússonar í Vallanesi sem skipaði fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna. Hann var í raun ærslafullur alvörumaður og húmoristi af guðs náð. Ræðumenn framboðslistanna voru oft sex. Prestur kallaði i gengið Sex í bíl eftir landskunnum skemmtikröft- um. Var það ekki út í hött. WSomcrwi Maugham Verð kr. 1.680.- Séra Pétur talaði hlýlega um keppinauta sína og kallaði mig til dæmis „góðan, hrekklausan pilt úr Mjóafirði“. A hinn bóginn full- yrti hann og færði þar til ótal rök að tilgangslaust væri að senda „piltinn“ á þing en ómetanlegt fyr- ir kjördæmið að eiga þá þar að fulltrúum báða, sig og Eystein Jónsson, „aðra eins málafylgju- menn“. Orð fór af þessum fundum og urðu þeir óvenju ljölsóttir. En flokksbræðrum séra Péturs þótti hann ekki sýna nægilega alvöru og hörku í baráttunni. Hann léti jafnvel undir höfuð leggjast að halda uppi vörnum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, sögðu þeir. Prestur spurði þá alvarlegur í bragði en með undrun í röddinni: „Hefur hann brotið eitthvað af sér?“ Ekki man ég gjörla einstök at- vik frá þessari kosningabaráttu sem af hálfu frambjóðenda Fram- sóknarflokksins var borin uppi af Eysteini Jónssyni og að öðru leyti af öflugum stuðningsmönnum í sérhveiju byggðarlagi í kjördæm- inu. Þar var, að ég ætla, enginn snöggur blettur. Sjálfur var ég þá og alla tíð næsta lélegur í beinum Anna Margrét Þorkelsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson með frum- burð sinn, Hjáimar. Heima hjá Sólveigu og Eysteini Jónssyni á Ásvallagötu 67. persónulegum áróðri en viljugur að ferðast og sitja fundi og líklega nokkuð frakkur að koma mér á framfæri að öðru leyti. Ströng fundahöld — fijálsar stundir Fjárlagagerð á þessum árum var ekki hrist fram úr erminni fremur en nú og lokaspretturinn fyrir jóla- leyfi var strangur. Hef ég fyrir satt að formaður fjárveitinga- nefndar hafi eitt sinn fengið að- svif eftir ströng fundahöld og næt- urvökur og var honum þó ekki físjað saman. Náin samvinna var með fjármálaráðherra og formanni fjárveitinganefndar, Gísla Jóns- syni, um fjárlagagerðina þótt þeir væru ekki samflokksmenn. Snerist sá síðarnefndi hart gegn hækkun- artillögum einstakra þingmanna og veitti þeim þungar átölur fyrir ábyrgðarleysi sitt. Umræður stóðu oft fram á nótt og fundi man ég eftir sem ekki lauk fyrr en klukkan sex að morgni. Á þessum árum var til siðs á kvöld- og næturfundum að dúka langborð í forsal og gera hlé á umræðu og setjast að sameigin- legu kaffíborði. Mér þótti þetta ágætur siður. Man ég þessar sam- drykkjur betur en ella vegna kát- legs atviks sem gerðist skömmu eftir stjórnarmyndun 1950. Næt- urfundur var á Alþingi og jafn- framt fundur sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Þar gerði fonnaður flokksins, Ólafur Thors, grein fyrir stjórnarmyndun og stjórnarsátt- mála. Hafði eitthvað heyrst um það að ýmsir sjálfstæðismenn væru GÆÐ/. IML 0G GOTT VEfíB! #### «#* • # TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir Ihérlendis og hefur áralöng reynsla sannað J gæði þeirra og endingu. •Margar gerðir eru fáanlegar, t.d. gerð 6860, f sem er 22 lítra með tölvustýringu, 9 styrkstill- ingum, 5 upphitunarkerfum, 3 föstum kerfum og sjálfvirkum útreikningi á hitunartíma. Verð aðeins kr. 28.450 stgr. Aðrar gerðir kosta frá kr. 19.900 stgr. 'Athugið að öllum TOSHIBA örbylgjuofnum ’’ fylgir frítt námskeið í hotkun þeirra hjá Dröfn. Farestveit hússtjórnarkennara. TOSHIBA Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 óánægðir með samstarf við fram- sóknarmenn. Þingmenn voru ný- lega sestir að kaffíborðinu þegar Ólafur birtist í dyrunum með ijúk- andi vindilinn. Hann var glaður og reifur að vanda en ákaflega sveitt- ur svo ekki var sjón að sjá harða flibbann. Hann veifaði vindlinum: „Hérna sjáið þið, ég dró ekki af mér! Og ég talaði eins vel um framsóknardindlana og ég þorði!“ Þetta mun hafa hrifíð og sjálf- stæðismenn látið kyrrt liggja með stjórnarsamstarfíð eftir kraftmikla kynningu formannsins. Allt á sama stað Alþingishúsið var eitt — þar fór þinghaldið fram, þingfundir, nefndafundir o.s.frv. Þar með er ekki öll sagan sögð. Háskóli ís- lands var þá nýlega fluttur úr hús- inu með síðustu kennslustofurnar. Mun hann hafa þokað þaðan vegna þarfa embættis forseta íslands, ekki vegna starfsemi Alþingis! Nú virðist þetta fremur ósenni- legt en svona var það. Til dæmis voru nefndafundir einfaldlega haldnir í íjórum herbergjum, sem enn liggja út frá þingsölum. Aðeins eitt þeirra var þá stærra og þar hélt fjárveitinganefnd fundi. Og í annan stað. Einstakir þingmenn höfðu engar skrifstofur. í þriðja lagi var vélvæðingin ekki komin til sögu nema ein eða tvær ritvélar á skrifstofunni. Þingskrifarar (ekki alþingismenn) sátu í fundarsal, tveir og tveir í senn í hálfa klukku- stund, og punktuðu niður ræður þingmanna, sumir hraðrituðu. Þessi ræðudrög voru síðan vélrituð utan þinghússins. Ég ætla ekki að reyna að lýsa breytingunni. Góðfús lesari getur kynnt sér hana við tækifæri! Nefni aðeins að nú hefur hver þingmaður fengið sína skrifstofu og þing- nefndir sérstök fundarherbergi — utan Alþingishússins en í nágrenn- inu. Utanbæjarþingmenn Ef skrifa ætti um íslenska al- þingismenn frá stéttarlegu sjón- armiði (þeirra) kenndi þar margra grasa. Óg þar yrði að vera sérstak- ur kapítuli um þingmenn sem eiga heima fjarri þingstað og um þá aðstöðu sem þeim hefur verið búin á ýmsum tíma meðan á þinghaldi stóð. Um langt skeið var það alsiða að þingmenn byggju á hóteli um þingtímann, ár eftir ár. Þegar mig bar að garði 1949 var Borgin vin- sælust. Man ég ekki betur en það kæmi til tals að Alþingi fengi full umráð yfír Hótel Borg og að þar yrði meðal annars heimavist og mötuneyti fyrir alþingismenn. Þetta mun þó aðeins hafa orðið lauslegt umtal þá. Á Borginni hafði hver alþingis- maður sitt svefnherbergi, tveggja manna væri eiginkona með í för, og ekkert annað, til dæmis ekki setustofu eða aðgang að slíkri vist- arveru. Ég hafði lengi lítið eins manns herbergi án baðs. Á 3. hæð var það en númer þess man ég ekki. Það var í austurhlið og í hagstæðri vindátt mátti greina boðskap Sigurðar prédikara á Lækjartorgi. Hótel Borg var hentugur dvalar- staður fyrir alþingismenn að því leyti hve stutt var yfír í Alþingis- húsið. Sama gilti raunar um stjórnarráð, banka og flestar opin- berar stofnanir. Miðlega hótelsins hafði þó vissa annmarka í för með sér og gat leitt til örtraðar! Hóflegt kaup — hollt fæði Mér hefur verið sagt að þingfar- arkaup hafí í öndverðu verið allvel útilátið eftir þeirrar tíðar hætti. Um 1950 var þessi kaupgreiðsla í lægð. Hygg ég að þeir sem nú Iáta sér tíðast um meint óhófslaun al- þingismanna mundu gleðjast í sínu hjarta ef horfið yrði að þeim töxt- um sem þá giltu. Því þeir sem ekki höfðu aðrar tekjur um þing- tímann og höfðu þar að auki fyrir heimili að sjá í fjarlægum lands- hluta áttu sannarlega fullt í fangi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.