Morgunblaðið - 19.12.1991, Page 66
66
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1991
Glæsileg úr meö festi,
gullhúðuð, verð frá
kr. 7.570
u
OCITIZEN
Gæði og glæsileiki
mebaíjl
UR OG SKARTGRIPIR • KRINGLUNNI
❖
AFRAM VEGINN...
Saga bifreiðaviðgerða og Félags bifvélavirkja
á síðari hluta aldarinnar.
Eftir Asgeir Sigurgestsson.
*
Afram veginn er síðara bindi ritverks um
bifreiðaviðgerðir hérlendis. í fyrra bindinu, Brotin
drifog bílamenn, greinir frá upphafi og framvindu
bifvélavirkjunar fram að síðari heimsstyrjöld.
í síðara bindinu segir firá hvernig haldið var
Áfram veginn til nútíma. Rakin er þróun verkfæra
og vinnubragða og gerð grein fyrir menntunar-
málum og kjarabaráttu.
Fjölmargir brautryðjendur í iðngreininni
segja frá ýmsu sem hvergi hefur áður komið fram
á prenti. Ur verður fróðlegt og nýstárlegt
sagnfræðirit á lipru máli, kryddað kimnisögum.
Á annað hundrað mynda, flestar frá fyrri árum og
áður óbirtar, auka gildi frásagnarinnar.
Bækumar Brotin drif og bílamenn og Afram veginn
fást bæði stakar og í veglegri gjafaöskju.
Þá hefur verið gert áhugavert myndband tengt
efni bókanna.
HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNT4FÉLAG
SÍfHJMÚI.121 • PÓSTHÓIJ 8935 • 128 REYKJAVÍK • SÍMI91-679060
1816 \7| 1991
Járnbrá Friðriks-
dóttir - Minning
Fædd 21. september 1907
Dáin 11. desember 1991
Ég kynntist Járnbrá árið 1981,
þegar dóttursonur hennar, Magnús
Guðlaugsson, fór með mig í heim-
sókn til ömmu sinnar. Það kom mér
svolítið einkennilega fyrir sjónir að
ömmuheimsókn væri partur af til-
hugalífinu en komst að því að heim-
sóknir hans til ömmu sinnar voru
viku- eða hálfsmánaðarlegar og
urðu svo áfram þrátt fyrir að við
kynntumst.
Hún varð mér einnig nokkurs
konar amma, amma sem gladdist
yfir hverjum áfanga barnabarna
sinna og tók þátt í gleði þeirra og
sorgum. Járnbrá var langamma
dætra minna, sem urðu svo heppnar
að fá að kynnast henni. Hennar er
nú saknað af eldri dóttur minni, sem
skilur ekki alveg af hveiju lang-
amma þurfti að deyja, en veit að
Guð mun passa hana eins og hann
passar Erlu ömmu og Erlu systur.
Járnbrá var hraust og ern nánast
alla sína ævidaga. Síðastliðið ár var
hún þó heilsulítil og fluttist til dótt-
ur sinnar, Hilmu, og síðar í Selja-
hlíð. Síðustu tvo mánuði lá Járnbrá
erfiða sjúkralegu sem hún að lokum
fékk lausn frá þann 11. desember
síðastliðinn.
Þegar ég lít til baka þessi tíu ár
sem ég þekkti hana, koma minning-
ar fram í huga mér, minningar um
heilsteypta konu sem var mér og
mínum afskaplega góð. Minning-
amar lifa áfram og við sem eftir
sitjum fáum að njóta þeirra.
Meðan veðrið er stætt
berðu höfuðið hátt
og hræðstu ei skugga á leið.
Bak við dimmasta él
glitrar lævirkjans ljóð
upp við ljóshvolfin björt og heið
þó steypist í gegn
þér stormur og rep
og þó byrðin sé þung sem þú berð
þá stattu fast og vit fyrir víst
þú ert aldrei einn á ferð.
(R. Rodgers.)
Mig langar að þakka samstarfs-
fólki mínu fyrir þá umönnun sem
það veitti Járnbrá í veikindum sín-
um.
Elsku Hilma, Sverrir og Ásta,
ég votta ykkur, fjölskyldum ykkar
og öðrum ættingjum innilega sam-
úð.
Anna Sigr. Þórðardóttir
Á sólríkum síðsumardegi,
snemma á öðrum áratug aldarinn-
ar, stóð húsfreyjan á Grímsstöðum
í Þistilfirði við slátt úti á túni ásamt
systur sinni, 12 ára gamalli. Aðrir
voru ekki liðtækir til útiverka þar
á bæ; börnin öll í frumbemsku og
bóndinn hafði legið rúmfastur um
langt skeið.
Sem þær systur sveituðust við
sláttinn átti bóndinn af nærliggj-
andi bæ leið hjá garði, skartbúinn
í útreiðartúr á þessum bjarta sunnu-
degi. Er hann sá nágrannakonu sína
erfiða þarna í slægjunni fékk hann
ekki stillt sig um að slá sig til ridd-
ara á hennar kostnað og lét þau
orð falla að nær væri að halda hvíld-
ardaginn heilagan og nota blíðuna
Bára Björgvins-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 24. apríl 1970
Dáin 5. desember 1991
Nú er elsku Bára, elsta afabarn-
ið, en þó svo ung, horfin frá okkur.
Orð eru einskis megnug til að lýsa
þeim harmi og sorg sem dynur yfir
fjölskyldu okkar.
Það var svo mikill fögnuður þeg-
ar Bára kom í þennan heim, svo
ljúf og falleg. Hún ólst upp við /
umhyggju og elsku í faðmi fjöl-1
skyldunnar. Hún kom svo oft til
ömmu og afa og eru það gleðiríkar
minningar. Nú tekur amma á móti
henni litlu sinni, því hún var aðeins
12 ára þegar amma hennar yfirgaf
þennan heim.
Ég man alltaf hlýja og bjarta
brosið í augum hennar sem var eins
og innri birta sem sá meira og ann-
að en við hin. Hún var farin úr
foreldrahúsum og við hlið Bjössa
ástvinar síns var námið, starfið,
heimili þeirra, litla kisa og lífið allt
í blóma. Hún vildi öllum gott gera
og mátti ekkert aumt sjá. Við trúum
því að það hafi verið meiri nauðsyn
á kröftum hennar annars staðar en
hér á jörðu. Minning hennar lifir
ætíð í hjarta okkar. Eg bið Guð að
styrkja dóttur mína og tengdason,
Esther og Björgvin, systur hennar,
Helgu Dögg og Ragnheiði, og einn-
ig Bjössa ástvin hennar á þessari
sorgarstundu.
Afi og Kristjana
Ó, guðir, þér, sem okkur örlög vefið
svoundarleg. (St. St.)
Mig skortir orð til að lýsa samúð
minni og sorg. Og mest finn ég til
með henni sem er dáin, því að öllu
er áskapað að vilja lifa. Reiðarslag-
ið er þyngra en tárum taki. Allt
getur gerst, nema þetta. Bára var
ung stúlka. Hún hafi nýlega hafið
nám í almennri bókmenntafræði við
Háskóla íslands, hafði þegar lokið
nokkrum námskeiðum með mjög
góðum vitnisburði, og var með okk-
ar bestu og kærustu nemendum.
Áhugasöm, vandvirk og blíð, fljót
að taka við sér og skilja aðalatriði
máls. Skömmu áður en hún veiktist
svo hastarlega og ófyrirsjáanlega
skilaði hún mér vandaðri prófrit-
gerð með greiningu og túlkun á
ljóðinu Sjálfsmynd eftir Stein Stein-
ar. Þegar ég skömmu síðar skilaði
ritgerðunum aftur til nemenda, með
einkunn og athugasemdum, var
Bára ekki í tíma. Og í tíma átti hún
ekki afturkvæmt. Ritgerðin liggur
á borðinu hjá mér i möppu með
himinbláum kili og nafninu, sóttu í
upphafslínu ljóðsins, prentuðu stór-
um svörtum stöfum á forsíðuna:
Ég málaði andlit. Sá sem í ljóðinu
talar málaði yfir það þreytta, sjúka
og einmana andlit af sjálfum sér
sem hann hafði fyrst málað, því að
hann treysti öðrum ekki fyrir því.
Það fékk aðeins að horfa út í mjólk-
urhvítt Ijósið eitt andartak. „Á tindi
gæfunnar" nefndi Bára ritgerð sem
hún var nýbúin að skila Álfrúnu
Gunnlaugsdóttur á námskeiði um
spænskar gullaldarbókmenntir og
íjallaði um Lazarus frá Tormes.
Mjög góð ritgerð, sagði Álfrún
mér, og ég leyfi mér að segja, með
tárin í augunum. Svona spönnuðu
hugmyndirnar vítt svið, frá dýpstu
örvæntingu til hæstu hæða. Og þó,
báðar fjalla ritgerðirnar um hlut-
skipti manns, hamingju eða óham-
ingju. Ég held að Bára hafi verið
nær tindi gæfunnar en múrgráum
vegg í afskekktu húsi Steins Stein-
ars. Hún var litfríð og ljóshærð og
létt undir brún, og öllum þeim
mörgu vinum sem í dauðans angist
fylgdust með líðan hennar þessar
síðustu vikur þótti vænt um hana.
Vildu sjá hana og hafa hana eins
og hún var. Vildu að hún fengi að
horfa út í ljósið lengur en það andar-
tak sem ævi hennar var. En lífið
gengur sinn gang og það heldur
áfram, þótt undarlegt megi virðast,
og kennari útskrifar nemendur úr
námskeiði þótt einn vanti. En þungt
er honum um hjartarætur. Og þeg-
ar ég kom til að líta yfir hópinn sem
til útreiða en að strita þetta, hlekkj-
uð við ljáinn.
Konan leit upp sem snöggvast
frá starfa sínum og svaraði:
Ekki skaltu hælast, hroki,
heims þótt byigjur velti mér
því einhvern tíma í ofsaroki
illa geta kastað þér.
Hún átti eftir að reynast sannspá.
En hver gætti bús og þriggja
smábarna, sá fyrir þörfum þeira og
leit til með sjúklingum, meðan hús-
freyja aflaði vetrarforðans? Ekki
var öðrum til að dreifa en lítilli sex
ára gamalli stúlku, elstu dótturinni
á þessu afskekkta heiðarbýli sem
nú heyrir sögunni til fyrir löngu.
Hún varð systkinum sínum — hinu
yngsta á öðru árinu — sem önnur
móðir um langt árabil. Og þegar
sjúkum föður hennar urðu stundirn-
ar í baðstofukytrunni langar tók
hún til að lesa fyrir hann. En ekki
urðu aðrir til að kenna henni lestur
en hún sjálf þar sem hún stóð upp
var í skriflegu prófi fyrir örfáum
dögum og kepptist við að leysa þá
lífsgátu sem skáldskapurinn einn á
kannski svar við, og ef ekki svar,
þá að minnsta kosti huggun, hugs-
aði ég í öðru ljóði eftir Stein Stein-
ar: hvort erum við heldur hin sem
eftir lifa, eða hún sem dó?
Foreldrum hennar og systrum,
unnusta, vinum og vinkonum votta
ég innilega samúð mína.
Helga Kress
„Þeir deyja ungir sem guðirnir
elska.“ Oft hefur maður velt þessum
orðum fyrir sér, er eitthvað til í
þessu? Já, nú hefur það enn einu
sinni sannast. Ung, falleg og góð
stúlka í blóma lífsins er tekin frá
ástvinum sínum, hennar hlýtur að
bíða stærra hlutverk í öðrum heimi.
Bára var eldri systir Helgu Dagg-
ar vinkonu okkar. Fyrir Helgu Dögg
var hún bæði góð systir og vínkona
í senn, sem og vinkona okkar hinna.
Alltaf vorum við velkomnar inn á
heimili þeirra Bjössa í Ofanleitinu
og oft höfum við setið hjá þeim
tveimur eða vinahóp þeirra og
spjallað, í vinahópinn hefur nú stórt
skarð verið höggvið sem aldrei aft-
ur verður fyllt að fullu.
Við urðum svo heppnar að fá að
kynnast Báru vel því að hún tók
að vissu leyti þátt í öllu því sem
við höfum aðhafst síðustu árin í
gegnum Helgu Dögg því að þær